Samfylkingin úr einu hruni í annað

Hrunið á Íslandi í nóvember 2009 átti sér nokkurra ára aðdraganda. En þrjú ár frá hruni erum við komin yfir mestu efnahagslegu vandræðin sem af hlutust. Skuldakreppa evru-ríkjanna byrjaði að grafa um sig fyrir áratug þegar evran var tekin í notkun.

Skuldakreppan birtist fullveðja fyrir tveim árum þegar Grikkir urðu að biðja um alþjóðlega aðstoð til að verða ekki gjaldþrota.

Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að kreppa evru-ríkjanna leysist á fimm til sjö árum. Óvíst er hvort evru-samstarfið lifi kreppuna. Óvissa er um það hvort þau tíu ríki Evrópusambandsins, sem ekki eru með evru, séu tilbúinn í það nána samstarf um ríkisfjármál sem er forenda fyrir því að evran lifi af kreppuna.

Allir sem eitthvað vita um Evrópusambandið eru sammála um að það muni taka stakkaskiptum í glímunni við evru-kreppuna. Ógjörningur er að sjá fyrir hvort það styrkist með aukinni miðstýringu og framsali á fullveldi evru-ríkja til sameiginlegs fjárveitingavalds eða hvort sambandið liðist í sundur.

Þessi setning úr stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er þess vegna fullkomlega út í bláinn:

Eitt mikilvægasta verkefni endurreisnarinnar og brýnasta verkefni þjóðarinnar á sviði alþjóðasamvinnu er að Ísland gangi í Evrópusambandið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er spurning hvort Bakkastjórnin sé ekki viðeigandi nafn. Allar tölur bakka, álverið á Bakka og síðast Bakki, sem bræður sem vour kendir við, sem ekki voru miklar mannvits brekkur..

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 23.10.2011 kl. 21:44

2 identicon

Er þetta ný ályktun? Tölvukerfið klikkaði hjá þeim. Kosningarnar ónýtar nú eins og í fyrra.

http://ordid.eyjan.is/2010/01/31/misraemi-i-tolum-samfylkingarinnar/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi eins og maðurinn forðum; Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju sleppirðu "OG TAKI UPP EVRU" það stendur líka skýrt í stjórnmálaályktuninni.

Halldór Jónsson, 24.10.2011 kl. 07:58

5 identicon

Þú skrifar "Hrunið á Íslandi í nóvember 2009 átti sér nokkurra ára aðdraganda".

Hérna áttu ekki frekar við hrunið á Íslandi í október 2008?

Það er svo nokkuð ljóst að það er flest í algerri steik þarna hjá þeim snillingunum í Evrulandi ESB sbr. t.d. þessar greinar hér

http://www.zerohedge.com/news/guest-post-european-financial-crisis-one-graphic-dominoes-debt

http://www.zerohedge.com/news/european-finance-ministers-driven-despair-reality-returns

Rúnar (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband