Bjölluatið í Brussel verður okkur dýrkeypt

Evrópusambandið tekur sig sjálft hátíðlega og er lítið skemmt þegar kjánaprik frá útskeri á Norður-Atlantshafi draga dár að sambandinu með því að senda inn umsókn sem fyrst og fremst er gerð í þágu flokkshagsmuna og hefur ekki almennan stuðning.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem stendur á bakvið umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin er andvíg aðild og hlutlægt mat á kostum aðildar liggur fyrir: við töpum fullveldinu og fiskimiðunum og fáum í staðinn hlutdeild í Evrópusambandi sem er í upplausn.

Þjóðin er búin að ná áttum eftir hrun og Evrópusambandið er tilvistarkreppu. Engar líkur er á því að Íslendingar samþykki aðild að sambandinu næstu áratugina. Við viljum hins vegar eiga góð samskipti við Evrópusambandið og eigum þess vegna að láta af fíflaskapnum.

Hættum bjölluatinu og leggjum umsóknina til hliðar - skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Þarf að byggja á vilja til inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er ESB:

Hálf miljón blaðsíður af regluverki, og 60 þúsund eftirlitsmenn, margir þeirra 60 þúsund starfsmanna ESB eru á skattfrjálsum launum, og með lífeyrissjóðinn sinn staðsettan í skattaskjólum. Árskúrsla ESB undanfarin 13 ár hefur ekki fengist, undirskrifuð af löggiltum endurskoðendum,gæti það bent til fjármálaóreiðu hjá ESB.

Þetta er greinilega stækkuð leikmynd úr Animal Farm.

Þetta er greinilega ekki eitthvað sem landsmenn þurfa á að halda.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Breska þingið greiðir atkvæði á morgun um "leiðbeinandi þjóðaratkvæði" um tengsl Bretlands við Brussel. Spurning hvort þingið hafi kjark á þessum krísutímum til að enduróma vilja yfirgnæfandi meirihluta bresku þjóðarinnar.

Sumir vilja ganga úr sambandinu, aðrir breyta tengslunum við Brussel í átt að gamla góða EFTA en fæstir óbreytta aðild. Ef Bretum blöskrar, sem hvorki eru í Schengen né með evruna, hver yrði staða okkar?

En Össur heimtar áframhaldandi blindflug til Brussel.

Haraldur Hansson, 23.10.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já  eins gott að hætta við þetta fjand... bjölluat, það er ljótur leikur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:15

4 identicon

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2051139/EU-referendum-Tory-mutiny-spreads-Cameron-aides-quit-join-rebellion.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 19:19

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hætta ber leik þá hæst stendur!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 20:08

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihluti þjóðarinnar vilja klára samningviðræðurnar skv nýjustu könnun

Sleggjan og Hvellurinn, 24.10.2011 kl. 08:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Komum við aftur að því Sleggja og Hvellur þetta eru aðildarsamaningar en ekki til að kíkja í pakkann áréttað af hagfræðingi bara núna á helginni.  Enginn þjóð sækir um bara til að kíka í pakka, segir hann.  Það er ætlast til að meirihlutavilji sé hjá þjóð til að ganga ALLA LEIÐ.  Lestu bara það sem kemur frá ESB sinnum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband