Vinstristjórnin auðveldar auðmönnum gjaldþrot

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. með Árna Pál sem sérstakan verndara útrásarauðmanna bjó til ný lög um gjaldþrot.

Fyrsta tilvitnun

Niðurstaðan sé afar skrítið og séríslenskt kerfi. Því meira sem menn greiði kröfuhöfum sínum, hafi samráð við þá, þeim mun minna sé fellt niður af skuldunum. En með því að fara í gjaldþrot og hætta að borga losni menn alveg við þær! Lög af þessu tagi hafi ekki verið sett annars staðar á Norðurlöndunum og ekki heldur í Bandaríkjunum.

Önnur tilvitnun

Gagnrýnendur segja að breytingin virðist vera sérsniðin fyrir gamla útrásarvíkinga sem geti snúið galvaskir aftur inn á sviðið eftir tveggja ára hlé.

Vinstristjórn sem starfar í þágu auðmanna er auðvitað líka séríslenskt fyrirbrigði.


mbl.is Gjaldþrot „og þú ert laus allra mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstristjórnir eru svona.  -Alltaf.

Too Big To Fail, TBTF heitir það í USA demókrata.  

Ekki vantar nú stuðning þeirra alríkustu við krata í Svíþjóð og Noregi -eða Danmörku.  Bara að hafa nógu flóknar reglur og svo nokkra lögfræðinga í vinnu.  

Það er "velferð" krata.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:06

2 identicon

Vinstri stjórnin starfar í þágu hægrimanna. Eru ekki allir sáttir?

http://eyjan.is/2011/10/22/adstodarmadur-radherra-undrast-hve-litid-er-fjallad-um-tengsl-bjarna-ben-vid-vafningsmalid/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:59

3 identicon

Ástæðan fyrir því að þingið samþykkti að takmarka fyrningarfrestinn við 2 ár var til að styrkja stöðu skuldsettra heimila í samningaviðræðum við bankanna um niðurfellingu skulda, þ.e. ef tapaðar skuldir yrðu ekki afskrifaðar þá gæti lántakinn hótað því að fara í gjaldþrot og losnað við allar skuldir eftir 2 ár. Síðan var sett inn ákvæði um að skuldir útrásarvíkinga sem hafa orðið til vegna saknæmra athafna eða meintra brota lántaka á lánareglum myndu ekki falla niður eftir 2 ár.

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta held ég sé rétt hjá þér, Páll.

Litli Jón er ekki settur í gjaldþrot af kröfuhöfum, heldur er gert hjá honum árangurslaust fjárnám sem viðheldur kröfuréttinum fram á grafarbakkann. Sjaldnast hefur Litli Jón efni á því að kaupa sitt eigið gjaldþrot, svo augljóslega gagnast þessi nýju gjaldþrotalög helst honum Stóra Jóni.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2011 kl. 15:30

5 identicon

Vinstri stjórnin starfar ekki í þágu hægri manna, Elín.

Hún starfar í þágu auðmanna.

Skrýtið?  neee

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 16:19

6 identicon

Af hverju fékk Sjóvá ekki að fara í gjaldþrot jonasgeir? Var verið að bjarga mikilvægum framleiðslustörfum í þessari mikilvægu útflutningsgrein: tryggingum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 16:32

7 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Af hverju greiðir fólk af yfirveðsettum eignum frekar en að fara í gjaldþrot og byrja á núlli? Er ekki núll meira en mínus?

Margrét Sigurðardóttir, 22.10.2011 kl. 16:49

8 identicon

Akkúrat það sem ég er að segja.

Pilsfaldakapítalismi í þágu auðmanna Elín.

Það er einkennismerki krata og vinstristjórna.

Skrýtið?

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 17:45

9 identicon

Það er jafngaman hjá þér og Elíasi Jóni jonasgeir. Þessi gleði minnir á myndina frægu úr skíðaskálanum. Hver tók myndina? Davíð?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 17:51

10 identicon

Við skulum ekki blása eins og hvalir, þótt Kristján Jónsson hafi skrifað grein í Morgunblaðið og Páll lagt frjálslega út af henni: 1) Þeir hafa ekki mikið við tíma sinn að gera, sem öfunda þrotamenn. 2) Fleiri hafa það vissulega skítt, af því þeir eru aftast á blaði hjá ríkisstjórninni, sem mætti breyta. 3) Það er heilnæmt, að bankar og aðrir tapi á ófaglegum útlánum, og þá þurfa þeir að taka sig á, sem mundi bæta fjárhagslega heilsu þjóðarinnar. 4) Ég hef reyndar í gömlum lögum frá Kanada lesið miklu þægilegri skilmála fyrir þrotafólk en hérlendis er boðið upp á. 5) Að framan fer Lilja sjálfsagt með rétt mál. 6) Ég man ekki eftir nema einum útrásarvíkingi, sem hefur orðið fallít nýlega, Björgólfi eldri, og hann er varla mjög galvaskur lengur. Mér sýnist bankakerfið, stjórnvöld og dómstólar halda verndarhendi yfir þeim flestum, án nokkurrar þrotameðferðar.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 22:23

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bankakerfi heimsins er gjaldþrota vegna verðbréfa-svikabrasks, og stór hluti af hátt settum stjórnendum og valda-embættisfólki er orðinn siðferðislega gjaldþrota, eða allavega bláfátækur að því leytinu til.

Enn eru þó leiðtogar heimsins látnir berja hausnum við steininn, og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að hægt sé að innheimta upplognar verðbréfasvika-brask-skuldir bankanna með engum peningum. Það er að sjálfsögðu ekki hægt, og það veit mesti partur almennings heimsins innst inni, sem hefur séð og skilið, að peningar verða ekki til nema með heiðarlegri vinnu, uppskeru, framleiðslu á nytjavöru og vöruskiptum á framleiðslunni og þjónustu í kringum þarfar atvinnugreinar (ekki þjónustu við banka/svikasjóða-rán).

Gjaldmiðill er bara til að auðvelda vöru/verkaskipti, en ekki til að braska með á svikulan hátt í ræningja-seðlabönkum þjóðanna/heimsveldanna (að meðtöldu ESB-heimsveldinu). Þeirri staðreynd er ekki hægt að breyta, þótt flestir myndu vilja að það væri mögulegt. Það er sama hvað við rífumst eða rökræðum þessi mál mikið, þeirri staðreynd að ekkert verður til úr engu breytir ekki nokkur mannlegur máttur. Það gengur bara upp í lyga/skáldsögum.

Það er auðvitað hægt að stunda rán á veraldlegum eignum fram og til baka í einhvern tíma, en það er engin framtíðarlausn fyrir neinn, og gerir flesta brjálaða með tímanum.

Siðmenningin, tæknin og menntunin er ekki neins virði, með sama áframhaldi í heiminum. Mannskepnurnar væru betur settar sem villidýr í skógunum/sléttunum/hafinu, og drepa eða verða drepinn, ræna eða vera rændur, fremja eineltis-mannorðsmorð eða láta fremja á sér slíkt morð af skipulögðum embættis/pólitískum rógburð-þjónum og kúgurum.

Þetta er nú öll framfarar-siðmenningin, og ekki nema von að illa gangi.

Með sama áframhaldi, með þessari illu meðferð á fólki, skepnum og náttúrunni verður ekki hægt að lifa áfram á þessari jörð, og flestir skilja það nú orðið.

Minni á vef Jóhannesar Björns: vald.org

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 01:02

12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gjaldþrota Mokkapakkið að setja sig á háan hest. snork, snork.

Því fyrr sem almenningur áttar sig á því að þingmenn eru illa gefnir hálfvitar og aumingjar upp til hópa, því betra.

Jóhanna og Steingrímur eru bestu dæmin, en þau eru alls ekki þau verstu hvað það varðar

Guðmundur Pétursson, 23.10.2011 kl. 11:06

13 Smámynd: Óskar

ótrúleg færsla.  Af því að hugsanlega getur einhver auðmaður nýtt sér þetta þá á að þínu mati að sleppa þessu - þú náttúrulega minnist ekki á að þetta kemur þúsundum venjulegra Íslendinga til góða sem annars væru hnepptir í skuldafangelsi í áratugi.  Nei Páll, passaðu þig á að nefna það alls ekki!  Þið sjallar eruð samir við ykkur.

Óskar, 23.10.2011 kl. 14:44

14 identicon

Hvaða auðmaður ber einhverjar persónulegar ábyrgðir á skuldum sínum?

Það þarf engin lög til að fyrna gjaldþrot hjá auðmönnum þar sem allar þeirra skuldir eru pakkaðar inn í eignalaus ehf félög án ábyrgðarmanna.

Það er löngu búið að skuldahreinsa alla auðmenn í landinu, og var gert strax eftir hrun án þess að ganga að nokkrum eignum, eða svo mikið sem reyna það.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 21:21

15 identicon

Mér sýnist Lilja hafa tekið Pál í nefið á hans eigin síðu!

Skúli (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband