Samfylkingarfólk treystir ekki Jóhönnu

Pólitíska kreppan á Íslandi verður ekki skýrari: þjóðin treystir ekki ríkisstjórninni og aðeins þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar treystir formanni flokksins sem jafnframt er forsætisráðherra. Engu að síður situr flokkurinn uppi með Jóhönnu Sig. vegna þess að enginn annar þorir gegn sitjandi formanni.

Kosningasigur Samfylkingarinnar vorið 2009, þar sem flokkurinn fékk rúm 29 prósent atkvæðanna, er Jóhönnu að þakka; hún var í framboði og orðspor hennar var kosningamál flokksins.

Á undraskömmum tíma sólundaði Jóhanna öllu því pólitíska kapítali sem hún fékk vorið 2009. Hún hefur gert sig að hornkerlingu í eigin flokki með dómgreindarlausri frekjupólitík í stórmálum eins og ESB-umsókninni, Icesave-mistökunum og stjórnlagaþingsklúðrinu.

Það verður jarðarfarasteming á landsfundi Samfylkingarinnar.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi hun hvila i fridi

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jarðarfararstemmning, en með hnefann á lofti syngjandi Nallann. Þeim er ekki viðbjargandi, samfylkingarmönnum.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2011 kl. 10:31

3 identicon

Það er bara allt í lagi að vofan hangi þarna áfram sem formaður. Það tryggir að Samfó verður slátrað í næstu kosningum.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband