Stækkunarstjórinn, Samfylkingin og stund sannleikans

Samfylkingin, sem mælist með um 20 prósent fylgi, er Troju-hestur Evrópusambandsins á alþingi Íslendinga. Einn flokka berst Samfylkingin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu; aðrir stjórnmálaflokkar eru andvígir. Boðuð skrifstofa Evrópusambandsins á Ísland mun starfa í þágu málefna Samfylkingarinnar en ekki annarra flokka.

Þjóðin er á móti aðild, 64,5 prósent eru andvíg samkvæmt síðustu Gallup könnun. Engir samfélagskraftar vinna að aðild og engin sannfæring er hjá þeim sem í orði kveðnu vilja aðild. Evrópusambandið með skuldakreppu og þjóðargjaldþrot Grikkja yfirvofandi er álíka sexý og gólftuska.

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins trúir því varla að Samfylkingin muni verða ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þegar Stefán snýr heim gerir hann starfsmönnum sínum viðvart og biður þá að hætta þessari samningavitleysu við Össur og Samfylkinguna.


mbl.is Stækkunarstjóri ESB á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers eiga gólftuskur að gjalda ...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  " Hvað getur hann Stebbi gert að því þótt hann sé sætur"  Og geri allar gólft.

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2011 kl. 14:04

3 identicon

Sæll.

Eitt er að hafa ekki áttað sig á ókostum aðildar að ESB fyrir 2008 (þegar við urðum fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að sambandið studdi ólögmætar kröfur Breta og Hollendinga á okkur) en svo er allt annað mál að sjá ekki það sem ómögulegt er annað nú að sjá: ESB er dautt í núverandi mynd og í raun bara 2 þjóðir sem ráða ferðinni. Hvaða ESB sótti Sf um aðild að?

Svo er dálítið merkilegt að menn skuli ekki taka eftir því hvað þetta er rotið batterí þegar ESB ætlar að refsa okkur áður en árið er úti fyrir að veiða makríl í okkar eigin lögsögu. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta að þessari vitleysu í ESB. Ætli við fengjum nokkuð að veiða makríl í eigin lögsögu ef við værum nú í ESB?

Hvernig er hægt að styðja inngöngu í þetta batterí nú þegar vísbendingarnar um skaðsemi aðildar hrannast upp?

Helgi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 14:28

4 identicon

Svo vel sagt Helgi.

(Annars svona utan þessa.  Það að einhverjir hægri menn hrósi Ólafi Ragnari sýnir bara að hjarta þeirra er stærra.  Og Greindin því meiri.  Góðar gerðir eiga hrós skilið, sama hvaðan það er).

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:06

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mergur málsins er það að núna er stjórnin að brjóta lög um sendiráð sem öll ríki innan ESB hafa samþykkt.: Stebbi Fule veit þetta ásamt General assembly sameinuðuþjóðunum en þessi lög koma undir þá. Please read the Vienna Convention on Consular Relations 1963 .  Article 55 Respect for the laws and regulations of the receiving State 1.Without prejudice to their privileges and immunities, it is the duty of all persons enjoying such privileges and immunities to respect the laws and regulations of the receiving State. They also have a duty not to interfere in the internal affairs of the State. 2.The consular premises shall not be used in any manner incompatible with the exercise of consular functions. 3. The provisions of paragraph 2 of this article shall not exclude the possibility of offices of other institutions or agencies being installed in part of the building in which the consular premises are situated, provided that the premises assigned to them are separate from those used by the consular post. In that event, the said offices shall not, for the purposes of the present Convention, be considered to form part of the consular premises. The Vienna convention can be seen in whole at this link. http://untreaty.un.org/ilc/texts/instruments/english/conventions/9_2_1963.pdf

Valdimar Samúelsson, 19.10.2011 kl. 20:33

6 Smámynd: Elle_

Ætti ekki að vísa Stefan Fule úr landi??
Ætli Jóhanna og ´gólftuskurnar´ gætu farið með honum???

Elle_, 19.10.2011 kl. 21:15

7 identicon

Páll skrifar: "Einn flokka berst Samfylkingin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu; aðrir stjórnmálaflokkar eru andvígir." Hmm, mér finnst nú VG fara afar nærri því að berjast fyrir aðild, undir forystu formanns síns og Árna Þórs Sigurðssonar, sem er formaður í utanríkismálanefnd þingsins. Ef þeim svo sýnist, háma þeir í sig sín eigin orð og hafa stefnu flokksins sem meðlæti, segir reynslan. Sem sagt: Ef menn eru á móti aðild, er glannaleg bjartsýni að kjósa VG, og séu menn með henni, er VG langdrægt eins góður valkostur og SF. Það er helzt, að Framsókn sé nokkurn veginn búin að aflúsa sig í þessu máli. Hve langt af leið ný samvizkurannsókn eða ískalt hagsmunamat eiga eftir að bera íhaldið, er óráðin gáta og naumast áhugaverð öllu lengur.

Tek undir með Elle, að Stefan Fule er óvelkominn, áreiðanlega hjá miklum hluta þjóðarinnar. Hann og allt hans hyski ættu að hypja sig héðan. "Það míga utan í hann allir hundar," ritaði Halldór Laxness um annan mann. Betra, að það óhapp komi ekki líka fyrir háyfirvaldið frá Brussel.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 22:47

8 Smámynd: Elle_

Kannski hafði Fule val um hunda og villiketti??  Hann flúði allavega fljótt.

Elle_, 20.10.2011 kl. 18:39

9 identicon

Laxness ritar þetta um fulltrúa hins erlenda valds, og hundar míga gjarnan utaní eitt og annað til að merkja eða eigna sér það, sem kettir gera reyndar líka. Skáldið átti vísast við mannhunda. Þetta er kannski ekki falleg samlíking, þó ekki verri en svo, að hún finnst prentuð í Alþingistíðindum - þegar Steingrímur J. Sigfússon var fyrir tuttugu árum að skamma Jón Baldvin Hallibalsson. Já, Fule er farinn, og fari hann vel og komi aldrei aftur.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband