Miðvikudagur, 19. október 2011
Vinstri grænir í stríði við forseta Íslands
Árás þingflokksformanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á forseta Íslands er tæplega einstaklingsframtak. Björn Valur er þekktur talsmaður Steingríms J. flokksformanns og var ötull í málafylgju við stórmál eins og Icesave, þar sem þjóðin fyrir atbeina forseta hafnaði stefnu Vg í tvígang.
Ríkisstjórnarflokkur sem lætur sinn helsta talsmann ganga fram með þeim hætti sem Björn Valur gerir í bloggfærslunni er kominn í beint stríð við forseta Íslands.
Einhver hugsun hlýtur að liggja að baki atlögunnar.
Forsetinn friðarspillir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki stríð við Forsetann stríð við Þjóðina?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 07:16
Ólafur afstýrði stríði með því að vísa Icesave í þjóðaratkvæði. Fyrir það getur Björn Valur verið þakklátur og Ólafur að eilífu stoltur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 08:11
Kristján þú tókst orð mín og það er vel, nákvæmlega Elín! Heill forseta vorum og fósturjörð hann lifi húrra húrra húrra húrrra!
Takk fyrir góðar greinar Páll Vilhjálmsson og einurð þína með lýðræðinu.
Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 08:29
Þessir hálfvitar, já ég segi og skrifa "Hálfvitar", (líklega samt fávitar eða óvitar, meiraréttnefni) virðast ekki skilja að forsetinn hefur margfalt sterkara umboð heldur en ríkisstjórnarónefnan.
Ennfremur að hann veit uppá sína tíu fingur hvað í raun stjórnarskráin segir. I dag duga engar tilvísanir í hvað fyrirrennarar á forsetastóli gerðu. Þau einfaldlega höfðu ekki þann kjark eða þekkingu sem þurfti til að átta sig á raunstöðu embættisins. Olafur er að virkja embættið eins og það var hugsað af stjórnarskrársemjendum, sem öryggisventill þjóðarinnar gegn hugsanlegum desperat vitleysingum á ríkisstjórnar og alþingisvettvangi!
Kristján H Theódórsson, 19.10.2011 kl. 10:30
Bara findið að sjá hægrimenn lofsyngja Óla Grís.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 12:22
Hvaða rök hefur sleggjuhvellurinn fyrir því að við séum "hægri menn"? ég vil bara koma því á framfæri að ég tilheyri engum stjórnmálaflokki hinsvegar hef ég algera óbeit á fólki eins og nú situr á þingi sem tekur að sér verkefni sem það hefur ekki burði til að leysa á sómasamlegan hátt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 12:35
Ég hef engin rök fyrir því að þú Kristján B sé hægrimaður. En Páll Vilhjálms er klárlega í þeim flokki.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 12:42
En ekki ertu vinstri maður... svo eitt er víst.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 12:42
Þetta vinstri hægri er orðið útþvæld ambaga sem á ekki stoð lengur, hér eru engir til hægri eða vinstri hér er bara miðjumoð og í bestafalli vinsældaveiðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 13:08
Og stórvinur minn snillingurinn heldur að það er ekki hægt að vera vinstrimaður ef maður er ekki samþykkur gerræðistilburðum núverandi valdhafa sem allir meira og minna lofsungu Sovétstjórnina á sínum tíma og fóru í pílagrímsför og lýstu lotningu sinni yfir blóðþyrstum morðingjum eins og td. Castró og það fyrir örfáum árum.
Allir ráðherrarnir nema einn eru yfirlýstir og uppaldir harðlínu kommúnistar að upplagi og tóku þátt í lofsöngnum yfir mestu fjöldamorðahreyfinu allra tíma.
Afskipti gagnfræðingsins ofurgáfaða, heilögu Jóhönnu og hyskis eins og Björns Vals er ekkert meira né minna en tilraun til valdaráns, og klárleg tilraun að reyna að hrifsa völd þjóðkjörins forseta þjóðarinnar. Verður það látið átölulaust og verður það réttlætt með hrinni og klárri HEIMSKU eins og eigandi Samfylkingarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson og félagar reyna fyrir dómi þessa dagana..??
Endalaus sóðaskapur Björns Vals og fleiri stjórnarþingmanna er mjög sennileg brot á þingmannseið sem þeir sverja þegar þeir setjast fyrst á þing. Árásir ráðherra og þingmanna á forsetann eru klárar árásir á meirihluta þjóðarinnar, sem hlýtur að vera kommum eins og Baugsvaktinni Hvells ... jafn heilagur og innanvið 20% fylgi núverandi sjórnar sem situr í skjóli meirihlutans sem þeir náðu í liðnum kosningum. Forsetinn hefur samkvæmt könnunum gott betra fylgi en það og hreinan meirihluta.
Hvað ætli kommarnir í báðum stjórnarflokkunum sem fögnuðu inngripi forsetans á sínum tíma í fjölmiðlafrumvarpið ef þáverandi forsætisráðherra sjálfur vondi karlinn DAVÍÐ ODDSSON hefði farið eins að og ráðist á forsetann og reynt að þvinga hann til afsala sér stjórnarskrárvarinn rétti sínum...??? Ætli þeir hefðu tekið því jafn vel í skjóli þess að Davíð vissi ekki að hann væri að fara fram á að stjórnarskráin yrði brotin sökum heimsku eins og augljóslega er tilfellið með heilaga Jóhönnu og attaníossa..??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 13:51
Ótrúlegur sori og það gegn manni, stjórnvaldi, sem alltaf stóð með þjóðinni gegn nauðunginni. Og fyrstur forseta landsins sem kærði sig um eða þorði að nýta það öryggi sem þjóðin hefur í stjórnaskránni gegn skaðlegum stjórnmálamönnum.
Helgi sem skrifar undir pistilinn skrifar enn um nauðungina sem okkar skuld. Hvílík firra.
VG ætlar víst að leyfa sjóara-ræflinum (hans orð) með kjaftinn að gera út af við það pínulitla sem eftir er af flokknum og ekki síst vegna ICESAVE.Elle_, 19.10.2011 kl. 14:03
Elle
Stóð hann með þjóðinni þegar hann veiti Jón Ásgeir útflutningsverðlaun Íslands?
Stóð hann með þjóðinni þegar hann gaf Sigurði Einarsson stjórnarfromann Kaupþings fálkaorðuna?
Stóð Ólafur með þjóð sinni þegar hann var að skála kampavín með útrásarvíkingu og lofsingja þá?
Eða varst bara að fæðast í gær?
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 15:15
Æ sleggja þetta er orðið þreytt. Ólfur hefur staðið með útrás íslendinga alltaf ekki honum til hróss en átti hann að vita hvað var í gangi? Og hvar voru Össur og Ingibjörg? voru þau ekki á þeytiferð um heimin að tala um hve traustum fótum bankarnir stæðu? Eða Þorgerðru Katrín með að sérfræðingar erlendir ættu bara að fara í endurmenntun, Björgvin Sigurðsson? Allt þetta fólk mærði útrásina, en nú á bara að taka Ólaf einan út úr. Þið eru búnir með allan pakkan. Og eru bara sjálfum ykkur til skammar með þessum málflutningi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 15:37
Var ég eitthvað að hrósa t.d Þorgerði?
Ella segir að Ólafur hefur alltaf staðið með þjóðinni.
Ég er að véfenga þá fullyrðingu.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 16:33
Fyrir Hvellinn að þá er gott að vita að bak við öll verðlaun og orður er herskari "sérfræðinga" sem afgreiða hverjir fá hvað og álit forsetans skiptir þar ekki miklu máli, hvort sem hann er með eða á móti. Þessi herskari innihélt meðal annarra snillinga frá háskólunum eins og Gylfa Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra, Ólaf Ísleifsson, Ingjald Hannibalsson, Friðrik Pálsson, Þórunni Sveinbjörnsdóttur og Val Valsson ef nokkrir eru nefndir. Margir hverjir í hlutverkum eftiráhrunfræðingar sem þóttust sjá allt fyrir. Sennilega man engin þeirra eftir þessum skömmum tengdum auðrónunum, sem verður að teljast nokkuð skiljanlegt eftir allt saman. Forsetinn stóð vörð fyrir þjóðina fyrir utan þessi 1.8% JÁ - menn, og um leið forðaði henni frá gjaldþroti. Sennilega eitt stærsta afrek nokkurs þjóðhöfðingja fyrr og síðar.
Það sem hann gerði af sér í útrásarruglinu hverfur í öllum samanburði og mín vegna mætti hann vera allt sitt líf í partýi með auðrónunum sem hefði ekki mikil áhrif á frábæra framgöngu hans gegn stjórnvöldum og ESB í Icesave.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 16:47
Var það ekki Valur Valsson sem neyddi Óla grís ferðast á einkaþotu Jón Ásgeirs?.. og var það ekki Friðrik Pálsson sem skrifaði "you aint see nothing yet" ræðuna???
Ömmmm NEI.
Óli Grís á þann vafasama heiður skuldlaust.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.10.2011 kl. 17:17
Forsetinn stóð með þjóðinni og ég þori að fullyrða að hann mun enn gera það hvað stórum grjótum sem kastað er í hann af ICESAVE-STJÓRNINNI og vinnumönnum evrópska veldisins. Hann verður vafalaust kosinn aftur næst, gefi hann kost á sér í forsetaembættið. Það auðvitað þolið þið EU/ICESAVE-SINNAR ekki og viljið pína í gegn stjórnarskrá (eins og allt hitt sem þið ætlið að pína í gegn með valdi) sem okkur vantar ekki akkúrat núna og leggja niður völd forsetans. Ykkur verður ekki kápan úr klækjaklæðum ykkar. Við ætlum að vera enn sjálfstætt ríki meðan þið hin farið í evruland og borgið ICESAVE.
Elle_, 19.10.2011 kl. 18:11
Og að vísu sagði ég fyrst að ofan: Ótrúlegur sori og það gegn manni, stjórnvaldi, sem alltaf stóð með þjóðinni gegn nauðunginni. Lestu aftur það sem ég skrifaði fyrst að ofan og vertu ekki svona ónákvæmur, þú, veit ekki hvað þú heitir.
Elle_, 19.10.2011 kl. 18:18
Sleggjan. Sandkassarökræður finnurðu á Samfylkingareyjunni. Það er nákvæmlega engin að verja Ólaf fyrir fáránlega framgöngu á útrásartímanum, sem var algerlega á pari við nokkra núverandi ráðherra. Hann hefur td. ekki verið uppvís að því að þiggja peningagjafir (mútur eins og Mörður og Björn Valur segja) af þeim sömu og hann ferðaðist með. Td. forsætisráðherrann og gagnfræðingurinn Jóhanna, Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir, og allir þingmenn Baugsfylkingarinnar þáðu slíkar gjafir frá sömu aðilum. Er nema von að þeir eru í þessum góðu málum hvað stjórnvöld varðar, enda hlýfa auðrónarnir sem eiga nánast alla fjölmiðla þessu hyski en leggja forsetann í einelti.
Við verjum hann núna þegar gagnfræðingurinn Jóhanna og hyskið sem er að ráðast á hann þessa dagana í hefndarskini vegna Icesave afreksins. Það hlýtur að vera algert frumskilyrði fyrir þingið að ganga í skugga um hvort kunnáttuleysi þeirra hvað stjórnarskrána varðar og hugsanlegar tilraunir við valdarán standist lög...??? Við stöndum með honum vegna þess að hyskið er einungis að gera árásir vegna hræðslunnar að hann geti stöðvað fyrirséð svik Samfylkingarflokkanna beggja þegar eða ef að þjóðarskoðanakönnuninni kemur varðandi Icesave. Þessi rumpulýður veigraði sér ekki við að ganga gegn skoðun og vilja 98.2%þjóðarinnar, og það þarf ekki neinn kjarneðlisfræðing að sjá út hvað gæti gerst, eftir að sömu flokkar neituðu þjóðinni um að kjósa um hvort ætti að sækja um ESB og hvað þá að hindra að þjóðin fengi að kjósa og niðurstaðan yrði bindandi eins og þeim tókst áður en ESB umsóknin var samþykkt.
Skýrðu nú út fyrir okkur hvers vegna ESB flokkarnir neituðu þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að hafa lokaorðið um inngöngu í ESB...???
Þess vegna verjum við forsetann sem lætur ekki þetta hyski vaða yfir sig á skítugum fjósastígvélunum.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.