Björn Valur reiðir hátt til höggs

Þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kallar forseta lýðveldisins ,,friðarspilli,"  segir honum ekki ,,sjálfrátt" og slengir þessu fram

Forsetinn rífur kjaft og hæðist að þjóðinni sem dag hvern fær að finna fyrir afleiðingum hrunsins.

Björn Valur Gíslason er vitanlega frjáls orða sinna. En hann er þingmaður á alþingi Íslendinga. Þegar Björn Valur settist á þing sór hann stjórnarskránni drengskap. Í þeirri skrá er vikið að forsetaembættinu og síðast þegar að var gáð var ekki gert ráð fyrir því að þingmenn atyrtu forsetann opinberlega.

Ef Björn Valur situr á friðarstóli eftir þessa atlögu eru nýir siðir komnir til vegs í stjórnmálaumræðunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hann kann sig ekki, ræfillinn.

Eins og Evrópuvaktin benti réttilega á: "Þingflokksformenn eiga að stuðla að því að greiða fyrir afgreiðslu þingmála. Það gera þeir best með því að rækta samband við annarra flokka menn."

Maður sem "brennir" bækur og atyrðir forsetann er ekki líklegur til þess. Ég efast um að hann sé enn búinn að átta sig á hvað það þýðir að vera handhafi ákæruvalds í landsdómsmáli.

Haraldur Hansson, 18.10.2011 kl. 23:31

2 identicon

Býst einhver heilvita maður við einhverju öðru en þessu líku frá lítilmenninu frá Ólafsfirði..???

Náinn fjölskyldumeðlimur sá ástæðu til að vara við siðferðisvöntuninni í grein í Morgunblaðinu þegar hann settist fyrst á þing. 

Segir allt sem segja þarf.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 00:00

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mjög ótrúverðugur náúngi: Björn Valur!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.10.2011 kl. 00:14

4 Smámynd: kallpungur

Þau koma klámhöggin eitt af öðru frá þessum seinheppna þingmanni. Hann ætti að fara að sjá sóma sóma sinn í því að hugsa áður en hann opnar munninn. Það hefur löngum talist heppilegt. Um forsetann er lítið annað að segja að hann er eins og hann hefur alltaf verið, fluggáfaður tækifærissinni. Í augnablikinu er það ekki svo slæmt.

kallpungur, 19.10.2011 kl. 01:06

5 identicon

Það má flestum ljóst vera að nýjir og lakari siðir hafa verið settir sem viðmið í þjóðmálaumræðunni, þar er fremstur í flokki þingmannsræfillinn sem að framan er getið. Tillögurnar í fjárlagafrumvarpinu varðandi forsetaembættið eru til að standa straum að útgjöldum vegna opinberra heimsókna erlendra þjóðarleiðtoga í boði forseta. Ekki sýnist mér af veita, amk. hafa húsráðendur í stjórnarráðinu ekki staðið sig áberandi vel í samskiptum við erlendar þjóðir upp á síðkastið.

Baldur (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 01:49

6 identicon

kallpungur, Ertu ekki að hitta naglann á höfuðið varðandi manninn, hugsar hann yfirleitt nokkuð? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband