Vörnum fyrir evru fækkar

Evran er skotspónn markaðarins sem græðir á tá og fingri vegna ístöðuleysis bakhjarla gjaldmiðilsins. Frakkar og Þjóðverjar bera siðferðilega, pólitíska og efnahagslega ábyrgð á evrunni þar sem þetta tvíveldi Evrópusambandsins ákvað að hleypa gjaldmiðlinum af stokkunum í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna fyrir 20 árum.

Evran var pólitískt verkefni. Með sameiginlegum gjaldmiðli átti að ná fram samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem höfðu myntina að lögeyri. Í framtíðinni átti samleitnin að leiða til pólitísks samruna.

Hagkerfi evru-ríkjanna uxu ekki saman þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil. Þvert á móti skapaðist ójafnvægi milli hagkerfanna þar sem Suður-Evrópuríki töpuðu samkeppnisstöðu gagnvart Norður-Evrópuríkjum. Óeðlilega lágir vextir til ríkja eins og Grikklands, Spánar og Portúgal leiddu til bólumyndunar í hagkerfinu sem sprakk í kjölfar kreppunnar 2008.

Tvíveldið Þýskaland og Frakkland gat ráðið við spurngnar eignabólur í Suður-Evrópu ef ráðist hefði verið í aðgerðir þegar í stað. En það var ekki gert vegna þess að pólitískur vilji var ekki fyrir hendi.

Núna þegar hagkerfi alþjóðasamfélagsins er í húfi vegna evru-kreppunnar eru fáir kostir eftir. Tvíveldið getur ekki hóstað upp þeim fjármunum sem þarf til að bjarga evrulandi. Pólitískt þrek til að horfast í augu við hið óhjákvæmilega, sundrungu evrusvæðisins, er ekki enn að finna hjá leiðtogum tvíveldisins.

Það eru 11 dagar  fram að 29. október sem er afmælisdagur kreppunnar miklu frá 1929.


mbl.is Moody's varar Frakka við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófraun Frakklands.

Besta einkunn Frakklands er til skoðunar hjá einu af alvitrum matsfyrirtækjum.Í árlegri skýrslu um frakkland segir moody að landið hafi veikst í fjármálakreppunni. Þaðverði að gera umbætur á sviði efnahagsmála og fjármála. Frakkland hefur einkunn aaa en samkvæmt skýrslunni eru skuldavandamál landsins erfiðari en en annarra landa með þessa einkunn.Hagvöxtur verður líklega ekki mikill eða minni en 1.75% sem stefnt var að. Mikilvægar hlutabréfsvísitölur hafa lækkað í kjölfar viðvörunnar moodys. Hugsanleg lækkun á einkunn frakklands hefði mikil áhrif. Hún myndi auka erfiðleika evrusvæðisins og þýskaland yrði að taka á sig vaxandi byrðar.

gangleri (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband