Laugardagur, 15. október 2011
Jón Baldvin, Stalín og Ísland
Guðfaðir umsóknar Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu er Jón Baldvin Hannibalsson sem fann það út í formennskutíð sinni í Alþýðuflokknum að Evrópumál mætti nota til að kjúfa þjóðina. Alþýðuflokkurinn var skæruliðaflokkur allar götur frá lýðveldisstofnun þegar faðir Jóns Baldvins lagðist gegn uppsögn konungssambandsins við Dani.
Jón Baldvin skrifar grein í Fréttablaðið í dag og fer hamförum gegn þeim sem vilja halda fullveldinu og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Jón Baldvin spyr hvers vegna Íslendingar vilji ekki fara eistnesku leiðina, gagna í ESB og taka upp evru. Jón Baldvin vitnar í svar forseta Eistlands sem var að því spurður hvers vegna Eistar lögðu harðræði á sig til að fá aðild að Brusselklúbbnum. Svar Ilves forseta er þetta
Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika.
Stalín rak Eista í faðm Evrópusambandsins. Góðu heilli kynntust Íslendingar aldrei harðræði sovétkommúnismans. En það var ekki Jóni Baldvini og hans slekti að þakka. Jón Baldvin boðaði trú á Sovétríkin frá á sjöunda áratug síðustu aldar.
Jón Baldvin flutti trúmennsku sína frá Mosvku til Brussel. Verði honum að góðu.
Athugasemdir
Er þá Jón Baldvin Hannibalsson komin á spenann hjá ESB. Ég hélt að hann væri betur fjáður en það að ganga í lið ESB pennamanna..
Valdimar Samúelsson, 15.10.2011 kl. 10:11
Hvað er ESB í raun, það ætti Jón Baldvin að vita manna best.
Hálf miljón blaðsíður af regluverki, og 60 þúsund eftirlitsmenn.Margir þessara 60 þúsund starfsmanna ESB eru á skattfrjálsum launum, og með líeyrissjóðinn sinn staðsettan í skattaskjólum.
Þetta er greinilega stækkuð leikmynd úr Animal Farm.
Sannast enn einu sinni, hið fornkveðna, ekki er sama Jón og séra Jón.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 11:28
„Jón Baldvin boðaði trú á Sovétríkin frá á sjöunda áratug síðustu aldar“.
Ekki virðist söguþekking þín vera á háu plani kæri Páll.
„Stalín rak Eista í faðm Evrópusambandsins“ Ekki virðist rökhugsun þín vera á háu plani kæri Páll.
„Alþýðuflokkurinn var skæruliðaflokkur allar götur frá lýðveldisstofnun“ Ekki virðist sannleiksást þín á háu plani kæri Páll.
Hjálmtýr V Heiðdal, 15.10.2011 kl. 11:29
Og sannleikann skal leita hjá Baugsfylkingarmanninum Hjálmtý og flokknum hans ....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 11:36
Hvernig væri bara að fara til einhvers ESB ríkis og kynna sér málin.
Eða þá að lesa fréttir frá ESB ríkjum og þá ekki aðeins þeim frá Bretlandi.
Þá kynnist þið ESB og sjáið að ESB er ekkert hættulegt fyrir ykkur.
Erlendur Björn Sævarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 11:43
Þetta er hárrétt hjá þér Erlendur Björn, það væri vissulega rétt að menn kynntu sér aðstæður í ríkjum ESB og að menn læsu fréttir frá þessum löndum.
Það er bara spurning hvorir hefðu meiri þörf fyrir slíka fræðslu, þeir sem eru þegar á fullu að kynna sér þetta og komast að frekar miður góðum upplýsingum, eða hinir sem eru svo blindir fyrir ákæti ESB að þeir vaða eins og kálfar beint í fenið!
Gunnar Heiðarsson, 15.10.2011 kl. 12:00
Erlendur skrifar.:
"Hvernig væri bara að fara til einhvers ESB ríkis og kynna sér málin.
Eða þá að lesa fréttir frá ESB ríkjum og þá ekki aðeins þeim frá Bretlandi.
Þá kynnist þið ESB og sjáið að ESB er ekkert hættulegt fyrir ykkur."
.
Erlendur... Þarf þess ... ???? Hverju veldur að minnihluti íbúa ESB landanna telja að dvölina af hinu góða sem og að minnihluti íbúa ESB landanna sem telur að evran er þeim og þjóðfélaginu af hinu góða og að þeir hefðu verið verr staddir ef að fyrri gjaldmiðill væri ennþá í notkun...???
Þetta eru niðurstöður sem komu út úr könnunum góðu ári fyrir hrun ESB og evrunnar og allir vita að ástandið og skoðun almennings gagnvart ESB hefur versnað verulega síðan þá.
Einhverra hluta vegna hefur engir ESB - einangrunarsinnar lagt í að skýra þessa þekktu staðreynd fyrir okkur alheimssinnum og varla er skýringu að leita í hversu stórkostlegt ESB "draumaveröldin" er hvað almenning þjóðanna varðar. Málið snýst ekki um hvort ESB er bókstaflega "hættulegt" okkur, heldur að við höfum mun betri kosti en inngöngu í ESB á forsendum Samfylkingarinnar og þess vegna út í hött að velja þann versta.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:34
PS. Það eru lausar stöður í í BLÖÐRUEFTIRLITI - ESB sem mun mæta í öll afmæli barna 10 ára og yngri í ESB löndum til að ganga í skugga um að engir yngri en 11 ára blási upp blöðru samkvæmt 730 síðna reglugerðabiblíu sambandsins.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:40
PPS. ".... ganga í skugga um að engir yngri en 11 ára blási upp blöðru samkvæmt 730 síðna reglugerðabiblíu sambandsins hvað blöðrur varðar.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:43
Betri tengill á greinina:
http://www.visir.is/islenska-leidin-/article/2011710159985
„Fyrsta fullyrðingin er endurómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðaratkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans.“
JBH gleymir því að með því að samþykkja ekki Icesave þurfti íslenska ríkið ekki að greiða rúma 60 M í vexti í erlendum gjaldeyri. Peninga sem ekki voru né verða til á næstu árum. Er það lýðskrum?
Hans eigin flokksforysta guggnaði á því að aftengja verðtrygginguna strax, ef ekki fyrir fullt og allt, þá amk tímabundið. Því hafa lánin stökkbreyst. Sama má segja um gjaldeyristengdu lánin. Hans eigin flokksmenn guggnuðu á að setja lög sem hentu gjaldeyristengingunni en létu LIBOR vextina standa. Það hefði þýtt að fjöldi fólks væri ekki í vandræðum með lán með upplognum vöxtum kennda við Seðlabankann.
Eina markmið JBH virðist vera að hræða fólk svo það fari að aðhyllast inngöngu í ESB.
Nonni (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:50
Nú ættu allflestir, skynsamir menn, að vera búnir að fá upp í kok, af þessu ESB kjaftæði.
Væri nú ekki nær að allur almenningur fari að hafa áhyggjur, af niðurskurði hjá Landspítalanum, því ekki er annað að sjá, en Norræna velferðarstjórnin, sé að rústa heilbrigðiskerfinu, sem ætti að vera með algjöran forgang, við að fá rekstrarfé af fjármunum skattgreiðenda.
Hvernig væri að þessi nauðungaráskrift að RUV. færi frekar til Landspítalans, því frammistaða RUV. í fréttaflutningi, fyrir og eftir Hrun, fær falleinkun, og ekki mönnum bjóðandi.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:54
Jón Baldvin Hannibalsson stjórnaði af Íslands hálfu samningaviðræðum um Evrópska efnahagssvæðið og var helzti hvatamaður að inngöngu í það. Í stórum dráttum má segja, að nánast allir íslenzkir stjórnmálamenn og mannvitsbrekkur séu enn í dag svo sammálai um gagnsemi svæðisins, að trúverðugar röksemdir heyrast varla. Aumingja Sviss, að vera lokað inni í miðju Evrópsambandinu, án þess að hafa einu sinni þessa svæðishjálp tiltæka. Og hugsið ykkur svanga fólkið í San Marino, Andorra, Mónakó og Grænlandi, sem vogar sér að gefa sjálfu Evrópusambandinu langt nef...
Það ætti því ekki að vera feimnismál að láta yfirfara kosti og galla Evrópska efnahagssvæðisins og fá til þess fólk (ekki endilega íslenzkt), sem hefur ekki áður lýst afstöðu til málsins eða hefur svartan blett á tungunni frá því fyrir hrun ellegar út af áróðri fyrir Evrópusambandið.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 12:59
Regluverk EES rak okkur líka í að skipta upp öllum opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum og einkavæða sem mest - s.s. banka og öll vitum við í dag hvernig það tókst til.
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.