ESB eykur áróður á Íslandi - og brýtur lög

Stækkurnarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Fule, boðar aukinn áróður sambandsins hér á landi með opnun upplýsingaskrifstofu til að eyða ,,ranghugmyndum og ótta í garð sambandsins." Fule skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Undir rós kvartar hann undan litlum stuðningi almennings við umsóknarferlið sem naumur meirihluti alþingis samþykkti að hrinda úr vör sumarið 2009.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem er fylgjandi aðild landsins að Evrópusambandinu. Með því að opna upplýsingaskrifstofu til stuðnings Samfylkingunni er Evrópusambandið að brjóta lög nr. 62 frá 1978

Auk þess að banna stuðning við stjórnmálaflokka banna lögin áróður erlendra sendiráða á Íslandi. Daginn sem sendiráð Evrópusambandsins opnar upplýsingaskrifstofu ber innanríkisráðherra skylda til að loka henni í samræmi við gildandi lög í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir þurfa enga upplýsingaskrifstofu. Félagarnir Björgólfur, Kjartan og Davíð vita það að þeir þurfa bara að veifa Davíð eins og rauðri dulu framan í lýðinn og þá hleypur hann í ofboði í Evrópusambandið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 09:13

2 identicon

Ég legg til, að formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sendi ESB sameiginlega yfirlýsingu: skýri út hinn pólitíska veruleika á Íslandi og vari við íhlutun í íslenzk innanríkismál í formi fræðslu, áróðurs eða stuðningsyfirlýsinga við inngöngu í ESB, sem allt geti átt eftir að hafa slæm áhrif á samskipti við Ísland. Yfirlýsinguna ætti einnig að senda hverri einustu ríkisstjórn innan ESB, sem hefur með yfirlýsingum hlaupið undir herðar með Samfylkingunni, og þær eru orðnar nokkrar. Þessir aðilar gera sér ef til vill ekki rétta grein fyrir stöðu mála, ef þeir hafa ekki rætt við neina nema Össur og útsendara hans. Þess vegna er eðlilegt að byrja á að vara þá við.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 14:23

3 Smámynd: Elle_

Líka getum við sjálf gefið út yfirlýsingar og skrifað erlendum ríkisstjórnum.  Skýrt út að málið snúist um einn pólitískan 19% flokk og að 60-70% þjóðarinnar vilji ekkert með báknið hafa.  Það á ekki að leyfa bákninu og Jóhönnuflokknum að brjóta lengur á okkur.  Vigdís Hauksdóttir skrifaði í the EUObserver fyrir skömmu:THE UNWANTED EU APPLICATION.

Elle_, 14.10.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband