Fimmtudagur, 13. október 2011
Lítið atvinnuleysi án ríkissósíalisma
Atvinnuleysi á Íslandi er lítið í samanburði og nágrannaþjóðir og sáralítið sé hrunið haft í huga. Við getum þakkað krónunni betri samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og tveim megingreinum útflutningsins, sjávarútveginum og ferðamannaþjónustunni, fyrir árangurinn.
Talsmenn ríkissósíalisma í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu hafa í nokkur misseri klappað þann stein að við eigum að setja opinbera fjármuni í ríkisrekstur til að auka hagvöxt. Þetta er þensluuppskrift með tilheyrandi verðbólgu.
Eina réttlætingin fyrir ríkisafskiptum af atvinnulífinu er stórfellt atvinnuleysi. Með lítið atvinnuleysi, eins og nú er, á atvinnulífið að sjá um sig sjálft.
Enn dregst atvinnuleysi saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar fá ekki eðlilega fyrirgreiðslu, hjá bönkunum, penigarnir leita í Seðlababankan,vegna hárra stýrivaxta,og þessa háu stýrivexti Seðlabankans borgar allur almenningur,sem er með stökkbreytt lán á húsum sýnum vegna forsendubrests sem varð við hrunið,og spurningin er hversu lengi verður hægt að nýðast á almenningi þessa lands.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 18:17
Lítið atvinnuleysi ?
Afsakaðu Páll. Þetta er líklega mesta atvinnuleysi á Íslandi síðan mælingar hófust! Að minnsta kosti síðan AGS fór að fá tölur frá Íslandi. Hvorki meira né minna. Og það mun aukast í vetur.
Þetta er óbærilegt atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða. Uppskriftin að fátækt og áframhaldandi skattahækkunum. Tekjur ríkissjóðs koma allar frá atvinnustarfsemi og þær eru mun minni en gert var ráð fyrir. Svo skiptir einnig höfuðmáli við hvað fólk vinnur, enda sést það á hagvaxtahryllingnum.
Þetta er stórfellt atvinnuleysi, alveg sama hvað gerðist árið 2008. Og árið 2012 er að ganga í garð eftir rúma tvo mánuði.
Með þessu áframhaldi verður kreppan búin eftir 50 ár.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2011 kl. 19:38
Og ef ekki væri fyrir stórfelldan fólksflótta væri atvinnuleysið enn stórfelldara en það er nú og Gunnar lýsir.
Elle_, 13.10.2011 kl. 19:51
Gunnar Rögnvaldsson, 13.10.2011 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.