Fimmtudagur, 13. október 2011
Kjósendur, fullveldið og pólitískt skrímsli
Fullveðja lausn á vanda evru-svæðisins er að setja saman Stór-Evrópu með fjárlagavaldi fyrir öll 17 ríkin sem eiga evru að lögeyri. Engin samstaða er um lokalausn á vanda evru-svæðisins og því er líklegt að lágmarkslausn verði reynd. Lágmarkslausn er að endurfjármagna bankana og setja þá undir sameiginlegt eftirlit Evrópusambandsins.
ESB-sinninn Wolfgang Munchau greinir vanda lágmarkslausnar evru-svæðisins og veitir um leið innsýn í tilvistarvanda Evrópusambandsins.
Eðli fullvalda ríkja, skrifar Munchau, er að brjóta sáttmála og samninga ef hagsmunir kjósenda krefjast þess. Þess vegna brutu Þjóðverjar og Frakkar evru-sáttmálann fyrir hálfum áratug og grófu þar með undan trúverðugleika samstarfsins. Evru-samstarfið byggði á skýrum reglum en um leið og þær voru einu sinni beygðar var komið fordæmi fyrir aðra.
Regluverk. þótt aðeins sé á takmörkuðu sviði eins og á fjármálageiranum, sem uppfyllir þau skilyrði að girða fyrir afslátt af hagkvæmniástæðum mun verða pólitískt skrímsli, skrifar Munchau.
Rökrétt niðurstaða af greiningu Munchau: annað hvort fáum við Stór-Evrópu eða pólitískt skrímsli.
Veljum fullveldið, skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum umsóknina til hliðar.
Athugasemdir
Nú ætlar leikstjóri stjórnvalda að reyna að leikstýra mótmælunum. Boðar til mótmæla á Austurvelli á meðan boðað er til mótmæla á Lækjartorgi. Bara stjórninni dytti í hug að boða til "samstöðufundar" með því að tvístra mótmælendum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.