Ráðabrugg fyrir ríkisráð

Mótmælin um helgina gegn ríkisstjórninni sló forkólfa vinstriflokkana útaf laginu. Ýmislegt bendir til að Samfylkingin gæli við að rjúfa þing og kjósa nýtt áður en árið er úti. Samfylkingin er einangruð og sér ekki fram á neina bandamenn í flokkakerfinu. Þess vegna er reynt að stofna pólitísk dótturfélög með Guðmundir Steingríms annars vegar og hins vegar Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar.

Kosningar í bráðræði stórspillir bæði fyrir Sjálfstæðisflokknum sem heldur landsfund í nóvember og Vinstri grænir eru einnig með landsfund og ESB-brækurnar á hælunum.

Samfylkingarforystan metur stöðu sína í Evrópumálum þannig að hægt sé að berjast í haust undir gunnfána ESB en næsta vor er ekki víst að Evrópusambandið verði þekkjanlegt frá því sem nú er.

Spunavélar Samfylkingar eru í yfirtíð um þessar mundir og það eitt segir að vélað er um framtíð stjórnarinnar sem aldrei fyrr.

 


mbl.is Ríkisráð á fundi á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Æ Æ því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér

því miður er ekkert í pólitíska landslaginu sem gefur manni von því miður 

Magnús Ágústsson, 3.10.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: corvus corax

Það væri hreint happ fyrir mannkynið ef þetta óféti, norræna HELferðarstjórnin væri úr sögunni!

corvus corax, 3.10.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammála corvus

Magnús Ágústsson, 3.10.2011 kl. 16:34

4 identicon

Eitt lítið augnablik, þegar ég las fyrirsögnina um að fundað væri á Bessastöðum, þá vottaði fyrir örlítilli von í brjósti mér um að nú væri möguleiki á að betri tíð væri í vændum. En þegar ég las meira kom fram að um hefðbundinn fund væri að ræða. Þar dó sú von snarlega aftur. Enn þrjóskast þetta lið við þó þúsundir mótmæli þeim aftur og aftur. Það eina sem þetta lið kann er að stinga hausnum í sandinn og koma svo vælandi upp af og til.

assa (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 17:05

5 identicon

Gaman að þessu;

Pythagorean theorem: 24 words

Lord’s prayer: 66 words

Ten Commandments: 179 words

US Declaration of Independence : 1,300 words

EU regulations on the sale of cabbage: 26,911 words

------

Er það nema von að allt sé á leiðinni norður og niður þarna í Brussel?

Hvað eru mörg orð inni í kollinum á venjulegum samfylkingar...?

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 17:34

6 identicon

Ha ha ha ha .... ESB skrýmslið klikkar ekki ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband