Bankar sem starfsstétt

Bankar eru sérstök vandræðafyrirbæri sem bæði veita efnahagskerfinu bráðnauðsynlega þjónustu en eru jafnframt ábyrgir fyrir ójafnvægi og bólumyndun, eins og sást í aðdraganda hrunsins. Sérstakur skattur á fjármálastarfsemi hljómar skynsamlega enda hvorttveggja brýnt að halda aftur af vexti banka og láta þá greiða til samneyslunnar.

Samtök þeirra sem starfa hjá fjármálastofnunum virðast telja skattinn atlögu að sér, samanber þessi orð.

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segist ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli sér að leggja sérstakan skatt á eina starfsstétt umfram aðrar.

Það er fjarska erfitt að sjá banka fyrir sér sem starfsstétt.


mbl.is Þvert á gefin fyrirheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Eru bankar ekki starfsstétt eða þ.e fólkið sem þar starfar?

Teitur Haraldsson, 3.10.2011 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband