Ríkisstjórn í lögreglufylgd

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þarf lögreglufylgd milli húsa. Mótmælendur tóku í morgun hressilega undir herópið ,,tími Jóhönnu er liðinn." Jóhann fékk formennsku í Samfylkingunni og forsætisráðherraembætti fyrir það yfirbragð að hún væri óspillt. Vinstri grænir fengu góða kosningu vegna þess að þingmenn flokksins voru með hreinar hendur.

Jóhanna og Vinstrihreyfingin grænt framboð áttu töluvert siðferðilegt kapítal vorið 2009. Þjóðin veitti þeim stuðning til að vinna okkur úr hruninu. Offors og raðbilun í dómgreind Jóhönnu og forystu Vinstri grænna olli því hins vegar að velvilja þjóðarinnar að sóað á fáeinum mánuðum.

Ríkisstjórnin er einangruð frá þjóðinni og þarf lögreglu til að skýla sér fyrir almenningi. Ríkisstjórn sem þannig er komið fyrir er ekki til stórræðanna.


mbl.is Verður að skapa nýja sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglufólk stóð við sitt eins og vera ber líklega.

Það er annað en það fólk sem ræður Alþingi undir forystu Jóhönnu.

Sér þetta fólk sóma sinn í að hætta?

Hvað þarf mikið til?

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ætli Jóhanna hafi hlustað á Forsetann??

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hún þurfti ekki bara lögreglu til að skýla sér. Hún þurfti líka regnhlíf í blíðviðrinu.

Ragnhildur Kolka, 1.10.2011 kl. 14:19

4 identicon

Voru þingmenn VG með hreinar hendur?

Þú gleymir egghausnum Árna Þór og bréfabraski hans.

Kannski fengu fleiri þingmenn VG slíka fyrirgreiðslu.

Hvað vitum við?

Ekkert. 

Karl (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 15:46

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eftir Kastljósið með Jóhönnu má Íslendingum vera það ljóst að þeir hafa fyrir forsætisráðherra manneskju sem er ekki með á nótunum - hún er bókstaflega úti á þekju. Og reynsla fólks af þessari aumustu vinstristjórn Íslandssögunnar verður væntanlega til þess að opna augu þess fyrir því að landinu verður ekki stjórnað án aðkomu Sjálfstæðisflokksins.

Þannig er það nú bara, hvort sem fólki líkar betur eða verr!!

Gústaf Níelsson, 1.10.2011 kl. 18:05

6 identicon

Komið þið sæl; Páll - sem og aðrir gestir, þínir !

Gústaf !

Þó; brýnasta verkefnið sé, að losna við núverndi puntudúkkur, hvítflibba- og blúndukerlinganna, má það slys ekki okkur henda, að frjálshyggju ræflar Valhallar (við Háleitisbraut; Reykvízkra), komist nokkru sinni, til valda, á ný.

Ekki er minni; klígja mín, fyrir hlandbleygju guttanum úr Engey (Bjarna), fremur en óartar affiktinu, norðan úr Þistilfirði, fornvinur góður.

Ég gæti; bent á fjölda : góð Bænda - sem og Útvegsmanna - Verkamanna og Iðnaðarmanna, sem betur væri treystandi fyrir stjórnun lands og lýðs og fénaðar alls, fremur en liðónýtum stjórnmála ræksnunum, Gústaf minn.

Með beztu kveðjum; sem ávallt /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 23:47

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gústaf: Ég hafna því alfarið að ekki sé hægt að stjórna landinu án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, og minni á að það var undir hans stjórn sem þjóðarbúskapurinn var klessukeyrður af fullkomnu gáleysi.

Landinu væri ekki verr stjórnað þó við myndum hreinlega afnema núvernadi stjórnvöld og stjórnarandstöðu með húð og hári. Íslendingar eru fullkomlega færir um að lifa saman í sátt og samlyndi, ef þeir fá bara frið fyrir spillingaröflum. Skoðanakannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda vill fá nýja flokka inn á þing, og það vill svo til að það eru nú þegar til miklu fleiri flokkar en bara fjórir í þessu landi. Hafið það í huga, ekki vera þröngsýn, breytingar kosta hugrekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 05:01

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mín vegna mátt þú GuðmundurÁsgeirsson andmæla staðreyndum og halda fram aulakenningu um gáleysisklessukeyrslu Sjálfstæðisflokksins á þjóðarbúskapnum. Staðreyndirnar tala sínu máli og nýjir flokkar eru því miður bara samansafn af pólitísku asnasafni, sem við sjáum skýrast í Reykjavík nú um stundir. Það asnasafn kallast Bestiflokkurinn, kaldhæðið ekki satt?

Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 21:07

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Gústaf !

Í hverju; er ''aulakenning'' Guðmundar Ásgeirssonar, fólgin ?

Þú ert enginn Asni; Gústaf minn - og veist jafnvel, og við hin, að flokks viðbjóður sá, sem þú hengir allt þitt traust á - enn; þann dag í dag, er af sama meiði, og Rauðu Khmerarnir voru, austur í Kambódíu; forðum.

Reyndar; var Pol Pot, mun reffilegri á velli, en Engeyjar viðundrið, sem þið hafið ákveðið ykkur, að kalla fyrir formann, Gústaf minn.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:32

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Óskar Helgi, siðblinda og aulaháttur, getur átt sér margvíslegar og slungnar birtingarmyndir (og nú taka þeir til sín sem eiga), en Sjálfstæðisflokkurinn og hinir rauðu khmerar eiga ekkert sameiginlegt og sjónlaus og heyrnarlaus maður ber saman reffilegheit formanns Sjálfstæðisflokksins og Pols Pots. Hefur heyrn þinni og sjón hrakað svona svakalega, eða hvað? Pol Pott var mannskrípi - formaður Sjálfstæðisflokksins er glæsimenni

Þú staðfestir "aulakenninguna" kirfilega, Óskar Helgi,með málflutningi af þessu tagi

Gústaf Níelsson, 2.10.2011 kl. 22:58

11 identicon

Sæl; enn - sem fyrr !

Gústaf !

Hví; ertu, fornvinur góður, svo hörundssár, þó svo ég lýsi Makaó vafninga slepju dregnum. á þann máta, sem honum er verðugur ?

Jú; jú, kannski full mikil kaldhæðni, að tala um Pol Pot, sem eitthvert glæsimenni, svo sem, en annað stendur, af minni hálfu.

Spillir öngvu; um ágætar minningar mínar, um afar góða þáttarstjórn þína, á Útvarpi Sögu forðum, þó þú hnýtir í mig, í niðurlagi þínu - Bjarna fígúru; og flokks ömurleikanum, til varnar, ágæti drengur.

Ég hefi; oftsinnis áður, fengið að gjalda hreinskilni minnar, Gústaf minn.

Með; fjarri því lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 23:11

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

breytingar kosta hugrekki

En sumir hafa ekki það sem til þarf.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband