Egill vill höfuð Jóns Bjarna á fati

Egill Helgason brýnir Jóhönnu og Steingrím J. að reka Jón Bjarnason úr ráðherraembætti vegna þess að kvótamálið ónýttist ríkisstjórninni til vinsælda. Ríkisstjórnin sem heild ber ábyrgð á kvótafrumvarpinu og ómaklegt að kenna Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra einum um.

Egill er meira þekktur fyrir áhuga um að Íslandi gangi inn í Evrópusambandið en málefnum sjávarútvegsins. Ekki er ósennilegt að einmitt þess vegna vilji Egill pólitískt höfuð Jóns á fati.

Jón Bjarnason fylgir sannfæringu sinni, umboði frá kjósendum og ótvíræðum stefnuyfirlýsingum Vinstri grænna um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og fyrir þá trúmennsku verður seint fullþakkað.

Egill Helga og aðildarsinnar eru óðum að komast í hlutverk mannsins frá Brusssel sem er orðinn ódauðlegur á jútúb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Er Egill ekki eins af þessum hvölum sem synda um án þess að vita hvers vegna?

Ómar Gíslason, 30.9.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Pjetur Stefánsson

Það er með öllu óskiljanlegt að einn og sami maðurinn stjórni menningar-og stjórnmálamræðunni hjá ríkinu, ár eftir ár.

Pjetur Stefánsson, 30.9.2011 kl. 15:43

3 identicon

Það var mjög fróðlegt að hlusta á formann Bændasamtakanna Harald Benediktsson í Evrópuþætti Útvarp Sögu.  Hann tók ESB - inngöngu og einangrunarsinnann þar á heimaskítsmáti þegar umræðan barst að því hvort um aðlögunarferli eða umsóknarviðræður væri að ræða.  Bændasamtökin hafa komið mikið að þeirri vinnu sem búið er að vinna, og aðlögunarferlið er einfaldlega stopp vegna þess að landbúnaðarráðherra og bændasamtökin lögðu einungis og bókstaflega upp úr því sem Alþingi samþykkti.  Þas. Alþingi samþykkti umsóknarviðræður en ekki aðlögunarferli eins og er í gangi.  Þetta hafi verið afar ómerkileg vinnubrögð inngöngu og einangrunarsinna Samfylkingarinnar að hafa ekki skýrt rétt frá á sínum tíma þegar umsóknin var send inn, augljóslega vegna þess að þeir vissu að aðlögunarferli hefði aldrei verið samþykkt á þingi. 

Krafa ESB er að aðlögun fari fram í landbúnaðargeiranum eins og annarstaðar og það taka bændur og ráðherra ekki mál enda andstætt samþykktar Alþingis.  Allt ESB ferlið er þess vegna stopp.  En hann toppaði síðan ræfils ESB - einangrunarsinnann með að hann hafi aldrei sagt neitt um hvort hann væri á móti aðlögunarferli eður ei.  Ástæða þess að ESB sækir svo fast um aðlögun landbúnaðarins er að hann verður að vera lokið eins og aðlögun í öllum öðrum málaflokkum þegar skoðanakönnunin meðla þjóðarinnar fer fram. 

Eins og varðandi önnur umsóknarlönd um ESB er krafan sú hjá ESB að þær eru orðnar algerlega aðlagaðar Brusseveldinu og um leið fullgildir meðlimir ESB með öllum þeim skyldum sem fylgja um leið og þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram.

Þarna ber formanni Bændasamtakanna fullkomlega saman við landbúnaðarráðherra og síðan formann og varaformann Sterkara Íslands, öfgasamtökum ESB - inngöngu og einangrunarsinna.

Aðlögunarferlinu mótmæla svo bloggrugludallar ESB - inngöngu og einangrunarsinna og vonabí sem eru ekki í neinni aðstöðu til að getað vitað betur.  Þeir í barnalegri einfeldni halda ennþá að þeir fái að kíkja í pakka, sem verður galtómur eins og svo margt sem fylgir þessum kostulega ESB farsa.

PS.:  Að lokum þá er vert að minna á að innganga í ESB og Icesave ofbeldi ESB ríkjanna með þjóðarskömmum Samfylkingar og VG, er sín hvor hliðin á sama peningnum eins og fjöldi framámanna ESB hafa viðurkennt og reynt að neyða þjóðina til uppgjafar með. 

Árangurinn segir allt sem segja þarf ... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 15:46

4 identicon

Hafa niðurstöður áhorfsmælinga á t.d. Silfur Egils verið birtar nýlega?

Baldur (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 15:47

5 Smámynd: Elle_

Það er með öllu óþolandi að hafa hann þarna og ekki hlustandi á hlutdrægnina í honum í ´óhlutdrægu´ RUV.

Elle_, 30.9.2011 kl. 15:49

6 identicon

Rétt hjá Páli, að ríkisstjórnin ber sem heild ábyrgð á stjórnarfrumvörpum. Þau eru ekki lögð fram, nema báðir þingflokkar hennar hafi fyrirfram kynnt sér þau og samþykkt. Þannig starfa allar samsteypustjórnir. Tómt mál er að tala um frumvarp Jóns Bjarnasonar. Ónýt eða felld stórmál ríkisstjórnarinnar eru orðin of mörg til að henni sé sætt. Með áframhaldandi þrásetu er styrkt slæm stjórnskipunarhefð, sem kemur og mun síðar koma öllum í koll.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 17:41

7 identicon

Var það ekki frú Ólína samfylkingarskólameistari og yfirbesserwissari sem var ábyrg fyrir mestu af breytingartillögunum?

Það hélt nú hann ég.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 18:43

8 identicon

Enn kemur Páll Vilhjálmsson ekki á óvart !

Skrifar illa um fólk og ef það hefur ekki sömu skoðun þá þarf að nota eitthvað enn þá verra !!!!!

Hér skrifar einn vinur Páls :  ,,Það var mjög fróðlegt að hlusta á formann Bændasamtakanna Harald Benediktsson.."

Hvers vegna spyr Páll Vilhjálmsson ekki þennan vin sinn um búrekstur á jörð sinni ?

Næsti nágranni formanns bændasamkana er búinn að vera í marga mánuði  að berjast fyrir búrekstrarlífi sínu vegna eiturgufu frá álveri og járnblendiverksmiðju.  Síðan eru sömu aðilar að setja eiturúrgang út í Hvalfjörðinn.   Búrekendur á þessum jörðum eru að rækta í eitruðu lofti og það segir sjálft að það eiga ekki lanaga lífdaga í þessum búrekstri með sama áframhaldi !

Auðvitað á að kenna ESB um þetta eins og allt annað, ef Páll Vilhjálmsson fær að ráða !

Páll Vilhjálmsson segðu frá hagsmunum þínum með eigendafélagi bænda og kvótagreifum ???

JR (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef menn halda að ESbbatteríið sé svo umhverfisvænt, þá get ég sagt þeim að ég var á gangi um bakka Dónár í Austurríki furir þremur dögum, þar eru veiðikofar og net til veiða.  En enginn fiskur hann er farinn, búið að útrúma honum.  Þannig er verndun ESB í sínum samböndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband