Verslunin býr til verðbólgu

Verslunin á Íslandi lýtur formerkjum fákeppnismarkaðar og hefur komist upp með óheyrilega álagningu. Nýleg skýrsla staðfestir að verslunin nýtir hvert tækifæri til hækkunar en lætur hjá líða að lækka vöruverð þegar gengið styrkist.

Til að auka samkeppni í smásöluverslun á Íslandi þarf að gera almenningi auðveldara að versla á netinu. Með auknum upplýsingum um netverslun og einfaldari tollafgreiðslu er hægt að auðvelda almenningi að kaupa vörur beint erlendis frá.

Offjárfesting verslunarinnar hér á landi undanfarin ár sýnir að góð afkoma verslunarreksturs fer ekki í að lækka vöruverð - heldur í bruðl.


mbl.is Mesta verðbólga í 15 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki svosem ekki hlið kaupmannsins á málinu en ég er í fríi í bandaríkjunum núna og verðmunur á flestu er 2x dýrara heima, sem passar við flutningskostnað + gjöld.

Hinsvegar eru einstaka hlutir sérstaklega smærri auðseljanlegri hlutir sem eru 3-6x eða jafnvel meira dýrari.

Allir aukahlutir eru þannig.

Bensín t.d. Ég fyllti bílinn fyrir 3000kr bara brandari.

Gallonið er á um 3.29$ núna og menn kvarta yfir því hér :)

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:45

2 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því Páll að með því að ganga í ESB væri þessi vandi að stórum hluta ur sögunni.

Netverslun mjög auðveld og engir tollar og vorugjöld.

Vörur sendar hindrunarlaust á milli landa.

Það tryggir mikla samkeppni og þar með hagstætt verð.

Eitthvað annað en þessi mafía hérna sem kallast íslensk verslun.

Hvers vegna vilt þú vernda þetta fólk og þetta fyrirkomulag.

Karl (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Elle_

Tollar og vörugjöld okkar koma ekkert Evrópusambandinu við þó það hafi verið ein af blekkingum eða rangfærslum EU-sinna.  Við getum lækkað tolla og vörugjöld ef okkur sýnist svo og þurfum ekki hjálp sambandsins við það. 

Elle_, 28.9.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Elle_

Samt er það satt að verð er oftast alltof hátt hér og fáránlegt miðað við Bandaríkin, eins og Emil lýsir og bensínið langt út úr öllu korti hér.  Ekki fyrir löngu var 1 lykill 11 sinnum dýrari á Íslandi en þar og þegar ég spurðist fyrir um það var svarið alltaf að flutningurinn væri svo dýr á járnplötum.  11 SINNUM, JA-HÁ.  Það fannst Neytendasamtökunum samt afar óeðlilegt. 

Elle_, 28.9.2011 kl. 17:50

5 Smámynd: Elle_

Eitt enn, Karl, þú athugar að tollar og vörugjöld eru undir stjórn alþingis/stjórnmálamanna.  Það eru okkar stjórnmálamenn sem ráða upphæðum tolla og vörugjalda, ekki Tollurinn eða tollmenn eins og margir halda. 

Elle_, 28.9.2011 kl. 18:05

6 identicon

Ég er hræddur um að þú misskiljir málið í grundvallaratriðum Elle.

Þingið og stjórnmálamenn hafa engan áhuga á að lækka hér tolla og vörugjöld.

Þau færa ríkinu tekjur sem þetta fólk ráðstafar svo að eigin geðþótta.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa engan áhuga á þessu máli því annars væru þeir auðvitað búnir að lækka þessi gjöld.

Þeir styðja verslunina og "verndarstefnuna" sem er að sliga þessa þjóð.

Þetta fyrirkomulag sem þú styður greinilega.

Dream on - 

Eina vonin er bein samkeppni erlendis frá.

Hún verður best tryggð með aðild að ESB.

Allt er betra en lýðurinn á þingi og í ríkisstjórninni.

Karl (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 20:23

7 Smámynd: Elle_

Af hverju segir þú að ég styðji þetta fyrirkomulag ísl. stjórnmálamanna, Karl?  Hvað hef ég ekki oft gagnrýnt auma og spillta ísl. stjórnmálamenn??  En ég vil ekki gefa að selja fullveldið fyrir neitt eins og þú vilt.  Ekki verða aumir og spilltir stjórnmálamenn í Brussel neitt skárri og brjálæði að gefa fullveldi landsins undir erlent vald.  Nei, ég vil að við finnum hæfa stjórnmálamenn sem lækka skatta, tolla, vörugjöld etc. og haga sér eins og manneskjur en ekki eins og skepnur gegn okkur, eins og hrollvekjuflokkur Jóhönnu gerir.  

Elle_, 28.9.2011 kl. 22:04

8 Smámynd: Elle_

En ég vil ekki gefa eða selja fullveldið fyrir neitt eins og þú vilt.

Elle_, 28.9.2011 kl. 22:05

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Karl, við búum við samkeppni frá evrópskum vefverslunum nú þegar.  Hefur þú aldrei heyrt um EES-samninginn?  Við erum aðilar að sameiginlegum markaði Evrópu.

Það eina sem myndi breytast að þessu leiti við inngöngu í ESB er að tollar á vörur sem koma utan Evrópu hækka eða lækka til samræmis við sameiginlega tollaskrá, og undanþágur Íslands við EES vegna innflutningstolla á landbúnaðarvörum annarsvegar og innflutningstolla ESB á íslenskum fiski hinsvegar féllu niður.

Tölvuvörur myndu t.d. hætta að bera 0% íslenska tolla og tækju upp í staðin 6% samevrópskan toll sem er hugsaður til að vernda evrópskan iðnað.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.9.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband