Aumingi lemur vesaling

Forsætisráðherra reiðist Samtökum atvinnulífsins fyrir að gagnrýni stjórnina. Iðnaðarráðherra gengur skrefi lengra og segir í RÚV að Samtök atvinnulífsins stundi flokkspólitík. Hvöss viðbrögð ráðherra sýna að þeir taka aðfinnslum Samtaka atvinnulífsins alvarlega. Síðast þegar fréttist voru samtökin skipuð meðhlaupurum hrunauðmanna og marktæk eftir því.

Með því að hrökkva í kút þegar Samtök atvinnulífsins byrsta sig afhjúpar ríkisstjórnin taugaveiklaða örvæntingu sína vegna bágrar stöðu meðal þjóðarinnar.

Sagt er að haltur leiði blindan þegar tveir utangátta leggja í púkk. Í tilfelli gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á ríkisstjórnina er um þetta að ræða: aumingi lemur vesaling.


mbl.is Sár og svekkt vegna orða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, síðast þegar ég man, höfðu bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ kvartað undan því að ríkisstjórnin stæði ekki við þá samninga sem gerðir hafa verið milli þessara aðila. Hefur það eitthvað með fokkspólitík að gera? Þetta hefur oft verið  haldið fram áður, og enginn mótmælt. Minnist þess ekki að ríkistjórnin hafi ákveðið að standa við samningana síðustu dagana.

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2011 kl. 00:23

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Vofan í stjórnarráðinu.

Nánast grét og skalf í viðtalinu.

Það skipti engu með fólkið í landinu.

En að einhver væri að reyna að koma ríkisstjórn

H E N N A R frá völdum

var það sem grætti hana svo mjög.

Viggó Jörgensson, 28.9.2011 kl. 00:34

3 identicon

Hún var sorgleg framanaf ... núna er hún aðeins kátbrosleg.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:22

4 identicon

Ég hélt af fyrirsögninni að dæma að hér myndir þú svara síra Baldri, sem hefur nú ummyndast úr mærðarfullum síra í Öl-fussi yfir í ofstækisfullan júró trúboða í bannfæringarstíl,

því allir skulu nú hafa eina ofsatrú og bara eina skoðun, eina staðlaða brussel-skoðun, því annars séu þeir skoffín.

Um hvaða skoffín er síra Baldur annars að tala?  Skoffín er afkvæmi refs og kattar og Jóhanna er refur og Steingrímur er köttur. 

Vá, nú fatta ég:  Hann er eitthvað óánægður með framgöngu þeirra hjúanna, finnst hægt ganga í boðun ofsatrúarinnar, en af hverju skammar hann Pál? 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 03:49

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér leist ekkert á Jóhönnu í þessu viðtali og vildi bara óska hennar vegna að hún drægi sig í hlé. Stóllinn hennar getur ekki verið virði þessa álags og hún greinilega undir of miklu álagi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.9.2011 kl. 09:17

6 identicon

Ég er sammála Öddu Þorbjörgu.

Ég er farin að efa að forsætisráðherrann sé í andlegu eða vitsmunalegu jafnvægi þá sjaldan hún tjáir sig við okkur kjósendur í fjölmiðlum.

Ég  hef alls engan áhuga á tilfinningalegum viðbrögðum forsætisráðherrans við sínum verkefnum  eða öðru í hennar lífi og mig skiptir engu hvort hún sé  "svekkt" eða "sár" yfir einu eða neinu.                                                          Mig grunar að svo sé um fleiri kjósendur.

Agla (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:40

7 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna notar yfirleitt þráhyggjufullar hótanir til að reyna að fá sínu framgengt. enda margoft búin að sýna að hún er óhæfur stjórnmálamaður og gersneidd leiðtogahæfileikum. Hún notar tilfinningalegar takkaýtingar á mjög vanþroskaðan hátt, er einnig mjög ósannsögul og svikull, því eru stjórnunaraðferðir hennar skuggalega líkar hegðun illa farins alkasjúklings. Því miður fyrir þjóðina.

Sólbjörg, 28.9.2011 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband