Evran; pólitískur vilji andspænis efnahagslögmálum

Grikkland er gjaldþrota en má samt ekki fara í gjaldþrot vegna þess að evran sem gjaldmiðill kemst í uppnám. Leiðtogar Evrópusambandsins tala gjarnan um pólitískan vilja til að halda saman evrusamstarfi 17 ríkja. Grikkland er prófsteinn á þann vilja.

Valkostirnir sem Angela Merkel kanslari Þýskalands stendur frammi fyrir eru þrír. Í fyrsta lagi að leyfa Grikklandi að fara í gjaldþrot og draga varnarlínu um Spán, Portúgal og Ítalíu. Í öðru lagi að halda Grikklandi á floti með reglulegri fjárframlagi þýskra skattgreiðenda næstu tvo til þrjá áratugina, og gera ráð fyrir að Ítalía, Spánn og Portúgal fái sömu þjónustu.

Þriðji kostur Merkel er að viðurkenna mistökin með evru-samstarfinu og stokka það upp, annað hvort með útgöngu Þjóðverja og fylgiríkja eða brottrekstri Grikkja, Portúgala, Spánverja og Ítala - á næstu tuttugu árum.

Þegar efnahagslögmál rekast á pólitískan vilja munu efnahagslögmálin sigra; Þjóðverjar eru á leið út úr evru-samstarfinu.


mbl.is Myndi eyðileggja traust á evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála síðustu setningu.

Eggert Guðmundsson, 26.9.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband