Spuninn og ófriðurinn

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er á skjön við íslenskan veruleika eftirhrunsins. Spuni vinstrimanna um að útgerðin bæri ábyrgð á hruninu og stjórnarskrá lýðveldisins að nokkru og að fullveldið væri best geymt í Brussel hélt ekki vatni.

Herleiðangur vinstrimanna gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar stuðlar að og viðheldur pólitískum innanlandsófriði.

Ríkisstjórnin nýtur einskins fylgis og mun uppskera eins og til var sáð. Þegar nær dregur þingkosningum splundrast hjörðin því að fyrirséð er stórfelld fækkun verður í þingmannaliði vinstriflokkanna.


mbl.is Ný kvótalög ávísun á fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessi ríkisstjórn var sek um landráð strax sumarið 2009. Hún fór ekki að lögum þegar hún vann að þingsályktuninni varðandi umsóknina um aðild að ESB. Hún eins og aðrir urðu að fara að lögum. Hún braut stjórnarskránna. Lög um ráðherraábyrgð og síðast en ekki síst hegningalög kafla X gr. 86/7/8 sem fjalla um landráð en þar segir skírt að engin megi gera tillögu að né semja við neitt erlent ríki. Þetta eru lög okkar og það var engin undanþága veitt frá þessum lögum. Þeir eru sekir um Landráð það er víst. 

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 09:08

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Valdimar

LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 09:25

3 identicon

 

Baldur Kristjánsson http://blog.eyjan.is/baldurkr/

mannréttindi og siðfræði

Ég vil þakka Agli Helgasyni að fá hana Vandönu Shivu í Silfrið í gær.  Hún fékk vonandi marga til að staðnæmast.  Svo voru frjálsu umræðurnar skemmtilegar nema ég veit ekki hvað Páll Vilhjálmsson var að gera þarna.  Hann er náttúrulega bara Skoffín sem ryðst fram með upphrópunum og sleggjudómum.

---------------------------------------------------

Finnst ykkur viðeigandi að prestur í Þjóðkirkjunni tali svona á opinberum vettvangi um þáttakendur í þjóðfélagsumræðunni? Gengur þessi maður heill til skógar?

Þorsteinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 09:52

4 identicon

Menn ganga af trúnni við það að kynnast presti sagði góður maður eitt sinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 10:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kvótakerfið hefur lagt sína dauðu hönd á byggðir þessa lands. Flokkatryggðin á sinn þátt í að fólkið í strandbyggðunum hefur kysst á vöndinn í stað þess að rassskella þingmennina þegar þeir koma til að þiggja kaffi og atkvæði.

Frjálsa framsalið t.d:

Bátur með veiðileyfi gat keypt kvóta og farið að veiða en þá þurfti að bjóða í aflamarkið. Útgerð eins og Nóna á Hornafirði ( sem er trilluútgerð í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar o.fl.) bauð yfir alla og náði kvótanum. Síðan var eigendum Nónu greiddur arður, 600 milljónir!!! 

Að því búnu afskrifaði bankinn 2,6 milljarða hjá Nónu.

Er það ekki áreiðanlega svona kerfi sem þjóðin þarf að verja fyrir alvondri og alvitlausri kommúnista - og - glæpastjórn Páll Vilhjálmsson?

Man einhver hér eftir dæmum þar sem einhver sem hefur haft til fénýtingar verðmæti án leigugjalds og síðan tekið því fagnandi þegar til stóð að skattleggja afnotin eða gefa öðrum kost á þeim?

Grundvallarhagsmunir þjóðarinnar eru ekki bundin við það að fáeinir lukkuriddarar skipi forréttindahóp um endurgjaldslausa nýtingu sameiginlegra auðlinda.

Árni Gunnarsson, 26.9.2011 kl. 10:30

6 identicon

Rétt upp hönd sem ber virðingu fyrir "Skoffíninu" pokaprestinum Baldri..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 11:55

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var mjög gaman að sjá þegar einhver bloggari þarna í Silfrinu var að reyna að hafa vit fyrir Eiríki sem er doktor í stjórnmálafræði og er búinn að rannsaka ESB í mörg ár.

Ég er ennþá hlæjandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 12:20

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dettur virkilega einhverjum "núlifandi manni" í hug að hafa vit fyrir manni sem er  doktor í stjórnmálafræði og búinn að rannsaka ESB í mörg ár?

Hver er svo einfaldur að trúa því að slíkum manni geti barasta svona almennt og yfirleitt skjátlast?

Árni Gunnarsson, 26.9.2011 kl. 12:45

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Seinheppin ég,nennti ekki að horfa á Silfið,þar lá að.þá missti ég af höfundi þessarar síðu,í beinni. Ekki tel ég það kost að hafa rannsakað ESB. í mörg ár.Það segir bara að maðurinn (Eiríkur) er þar inni og nýtur velvildar og er mataður á því sem lítur vel út. Hann eins og aðrir ESB.sinnar halda leyndu öllu sem skerðir okkar fullveldi,jafnvel þýða úr ensku morandi af hugtakavillum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2011 kl. 12:47

10 identicon

Það var nefnilega það ... Eiríkur EBS Bergmann er marktæk heimild vegna þess að hann er sérstakur starfsmaður ESB....  (O:  Svona á pari við Ólaf Arnarson og Bubba hvað varðar málefni Baugsauðrónanna þessi misserin og blaðafulltrúa Björgólfs Thors, Ragnhildi Sverrisdóttur, sem öll reyna að gera allt til þess að umbjóðendur sínir og launagreiðendur komi sem best út og sama hvaða meðulum er beitt.  Það er jú þeirra hlutverk.  Kallað á ensku - "Liars for Hire".

Það er ekki harla langt síðan sami Eiríkur gerði upp á bak við að stunda áróðurskrif og hreinar rangfærslur undir meintu fölsku nafni á bloggi Hauks Nikulássonar á Eyjunni.  Haukur hefur þá tæknikunnáttu sem dugði til að fletta ofan af fræðimanninum í háskólanum.  Eiríkur undir meintu dulnefninu hvarf af síðunni með skít og skömm og reyndi aldrei að bera af sér sakir þó svo að eftir því væri leitað.

Margir lesnir muna eftir rökræðum ESB - prófessorsins sem minntu óþægilega á viðureign hans við síðuhaldarann í Silfrinu.  Tilefnið var var grein í breska götublaðinu The Guardian.

Þar segir ESB prófessorinn - orðrétt.:

    „After a long and hard-fought struggle for independence, Norway and Iceland finally gained sovereignty and independence from Denmark in the early 20th century, and Finland escaped from the Swedes.“

A vísu fékk Noregur ekki sjálfstæði sitt frá Danmörku heldur lýstir yfir sjálfstæði gagnvart Svíþjóð. Finnland slapp ekki heldur undan yfirráðum Svíþjóðs heldur lýstu þeir yfir sjálfstæði sínum gagnvart Rússum. Prófessorinn fór eins og svo oft áður ranglega með lykilatriði í grein sinni og afhjúpar þekkingarleysi á sögu Norðurlandaþjóðanna og málefninu yfirleitt, sem hefði verið létt verk að sannreyna og það fyrir meðal skarpan skólakrakka.

Á þetta benti ungur maður í athugasemdakerfi á bloggvef ESB - Eiríkis Bergmanns og bregst Eiríkur við með því að uppnefna manninn "þrasara".

Sigurður Jónsson skrifaði.:

"Eiríkur Bergmann Einarsson fer alrangt með í grein í Guardian og neitar að leiðrétta."

"Úff, á nú að fara að kalla mig öllum illum nöfnum fyrir að leita að sannleikanum - sem er (yfirleitt?) æðsta skylda háskólamanna.

Ég held ég leggist ekki niður á þetta plan sem þessi svör þín liggja á, Eiríkur. Þessu er lokið frá mínum bæjardyrum séð. Eigðu bara góðar stundir."


Eiríkur Bergmann.:
  

"Þetta er að vísu ekki rétt hjá þér Sigurður. Ég segi vissulega að Finnar hafi „escaped from the Swedes“, en ekkert um að það hafi verið á sama tíma. Það eru þín orð, ekki mín. Það sem skiptir máli fyrir greinina er að Finnar losnuðu undan Svíum og Norðmenn undan Dönum eftir mjög langa baráttu. Allt það stendur. Það sem er ónákvæmt hjá mér var að útskýra betur muninn tengslum þessara ríkja við annars vegar Svía og Rússa á þeim tíma sem leið frá þeim tíma og fram að fullu sjálfstæði. Þú mátt svosem alveg dvelja við hártoganir fremur en að ræða efni greinarinnar ef þú villt, í klassískum þrasanda, en ég held að flestum sanngjörnum mönnum sé munurinn ljós."

Sigurður Jónsson.:   

"Það er bara ekkert „ónákvæmt“ við þessa málsgrein þína.

Þú staðhæfir að Noregur hafi öðlast
„sovereignty and independence“ frá Danmörku á fyrri hluta 20. aldar. Það er rangt. Sambandi Noregs og Danmerkur lauk með Kílarsáttmála 1814. Samband Svíþjóðar og Noregs varði í næstum heila öld eftir það, eða til 1905. Staðhæfing þín er því ekki „ónákvæm“, eins og þú orðað það, heldur augljóslega röng.

Þú staðhæfir að Finnar hafi „escaped from the Swedes“ á sama tíma. Það er líka kolvitlaust. Finnland var í meira en heila öld undir Rússakeisara, eða frá 1809 til 1917. Staðhæfing þín er því ekki „ónákvæm“, eins og þú orðað það, heldur augljóslega röng.
.

Svo er það spurningin hversu alvarlega á að taka "fræðimenn" eins og ESB - prófessorinn Eirík Bergmann í jafn þýðingarmiklum umræðum og hvort að þjóðin eigi að ganga undir yfirráð Brusselveldisins, frekar en þá Ólaf Arnarson, Bubba og talsmann Björgólfs Thors, Ragnhildi Sverrisdóttur þó öll hafa sjálfsagt eitthvað til síns máls.  Því miður fyrir þau þá er trúverðugleikinn lítill sem engin, og er Eiríkur Bergmann meðtalinn vegna tengsla hans við Evrópusambandið og td. rugls eins og kemur fram að ofan.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 13:37

11 Smámynd: Elle_

Baldur Kristjánsson vill fara inn í E-sambandið og vildi að við borguðum ICESAVE.  Hvort hann vissi að það var kúgun eða ekki, veit ég ekki.  Það hef ég ekki getað fyrirgefið honum og hætti að lesa hann nema ég beinlínis rækist á skrif hans. 

Eiríkur Bergmann er hrikalega hlutdrægur gegn E-sambandinu og vildi líka endilega koma ICESAVE yfir okkur til að við kæmumst nú inn í veldið.  Hvað ætli hinn hlutdrægi umræðustjóri, Egill Helgason, fái að mismuna mönnum lengi í útvarpi okkar og hleypa E-sinnanum Eiríki Bergmann oft inn í þáttinn?? Ætli hann hafi verið þar 30 sinnum?  50 sinnum??

Elle_, 26.9.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband