Fimmtudagur, 22. september 2011
Jón Bjarna þorir en Össur ekki: kíkir í pakkann
Jón Bjarnason ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs er á leiðinni til Brussel til að biðja þá háu herra sem þar sitja að segja upphátt það sem annars er aðeins er hvíslað um á göngum Berlaymont: hvað er í ESB-pakkanum.
Samkvæmt Evrópuvaktinni ætlar Jón Bjarnason að spyrja það sem valkvæðu heimskingjarnir í utanríkisráðueytinu með Össur á broddinum þykjast ekki skilja, um aðlögun að Evrópusambandinu.
Pakkinn sem opnaður verður Jóni Bjarnasyni í Brussel heitir acquis communautaire, iðulega aðeins kallaður acquis, sem við síðustu talningu var upp á rúmlega 650 þúsund lög, tilskipanir og reglugerðir.
Fréttir herma að Össuri og félögum hans við Rauðarárstíg sé þvert um geð að Jón Bjarna fái það sagt upphátt sem aðeins má hvísla um. Skiljanlega.
Athugasemdir
Þetta mun duga.
Þegar þeir í Brussel hitta Jón Bjarnason sannfærast þeir loks um að Íslendingar eigi ekkkert erindi í ESB.
Ekki frekar en þjóðflokkar frumbyggja í Amazon.
Jón Bjarnason mun sannfæra Brussel um að Íslendingar muni verða beinlínis hættulegir innan ESB.
Þjóð sem gerir svona mann að ráðherra hlýtur að glíma við genetíska heimsku eða almenna brjálsemi.
Karl (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:09
Jón Bjarnason, Sómi íslands sverð þess og skjöldur.
kolgrímur (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:13
Karl.Það sem þú segir fellur ekki í góðan jarðveg. Ef það væri ekki fyrir Jón B þá værum við búinn að gera okkur af erkifíflum. Þér er frjálst af finna þér heimili í einu að ESB löndunum og mér óskiljanlegt hversvegna þú villt innleiða reglur ESB inn á okkur. Ég vil hreinsa allan pakkann í burt og byrja upp á nýtt.Við höfum yfir 100 lönd sem vilja eiga viðskipti við okkur.
Valdimar Samúelsson, 22.9.2011 kl. 17:44
Össur veit að það er ekki um neinn annan pakka að ræða en þann sem öll önnur umsóknarríki hafa þurft að taka á móti og kyngja, hráum reglugerðum Evrópusambandsins óbrengluðum. "Take it or leave it...!!!"
Hann veit það manns best enda sagði hann orðrétt þegar fréttamenn spurðu hann um undanþágu vegna sjávarútvegsmálefna þjóðarinnar og inngöngusinnar hafa fullyrt að það verði auðsótt mál hjá samtökunum þó svo að engin fordæmi finnast þó svo að sömu benda á kátbroslegar barbabrellur sem Finnar og Maltverjar fengu og eru fallnar einungis voru um tímabundnar aðlögunarundanþágur að ræða sem inngöngusinnar "halda" (ljúga?) vera varanlegar eins og við munum fá.
Össur sagði orðrétt fyrir tæpum þrem mánuðum og þá allt annað en hann og inngöngusinnar höfðu fullyrt áður.:
"Við þurfum enga sérstaka undanþágu..... !!!!"
En auðvitað verður eitthvað skemmtilegt í "boði" fyrir þjóðina á kortinu á tóma pakkanum, sem er til þess gert að slá ryki í augu einfaldra.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:44
Karl. Ætli Össur hafi ekki fyrir löngu verið búinn að sannfæra Brusselmafíustóðið um að Íslendingar hafi ekkert erindi í ESB.. og hvað þá að þjóðin hefur aldrei haft nokkurn áhuga á ingöngu...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 17:49
Ég held að þjóðin hafi engan áhuga á inngöngu.
Íslendingar vilja engu breyta.
Ég held að það að senda Jón Bjarnason sem fulltrúa þjóðarinnar til útlanda sannfæri siðmenninguna um að hér búi brjálað fólk.
Andstæðingar ESB aðildar gætu ekki fengið öflugri liðsmann því talsmaður er hann enginn.
Dæmið snýst nú við, útlendingarnir munu sannfærast um að Ísland sé einhvers konar vitleysingahæli.
Áhugi ESB mun fuðra upp.
Íhaldsmenn hljóta að gleðjast yfir því að ráða yfir slíku gjöreyðingarvopni í stríðinu við vondu útlendingana.
Karl (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 18:14
Merkilegt að þú hafir trú á að eitthvað skyldi breytast með ESB aðild Karl.
Hverju í ósköpunum er hægt að breyta þegar tugir þúsunda síðna regluverksbáldar ráða allt í einu og heilu ættbálkarnir af skriffinnum?
Nákvæmlega engu.
Það sést vel á ýmsu sem frá ESB kemur um þessar mundir.
Svona risaskipum er ekki hægt að hagga úr stað. Bara alls ekki.
Þetta heitir stöðnun dauðans í samfélagi manna.
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 18:21
það er satt hjá Karli, hér býr brjálað fólk.Og vonandi tekst Jóni Bjarnasyni að sannfæra ESB Ríkinn að við eigum enga samleið með þeim.Og vonandi getur hann sagt þeim frá því að Össur sé búinn að missa vitið og viti ekki hvað hann gjöri lengur.
Vilhjálmur Stefánsson, 22.9.2011 kl. 21:25
Jón Bjarna á að krefjast þess að ESB prenti út allan lagapakkann go beri inná öll íslensk heimili eða svona eitt stk. flutningabíll á pr. hús. Það er algjört lágmark að við fáum þetta beint æð, ekki satt
Gylfi (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 22:38
Jón ser um að koma þeim háu herrum i skilning um rangt og rett ..og vonandi þurfi svo ekkert að strögla um það meir ..og treysti eg Jóni mjög vel til verksins ......Og hann hefur staðið sig vel i baráttunni fyrir að missa ekki sitt land i gráðuga hít Esb .... meira en margur getur hrósað ser af !
Ransý (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 00:41
Karl: "Ég held að það að senda Jón Bjarnason sem fulltrúa þjóðarinnar til útlanda sannfæri siðmenninguna um að hér búi brjálað fólk".
Þetta er með siðmenninguna er bara fyndið, en máttur brjálaðra Íslendinga er mikill því fleiri og fleiri og fleiri einstaklingar ESB landa telja sambandið misheppnað og vilja út úr því. Skv. Karli þá eru þeir líka brjálaðir og tilheyra varla siðmenningunni.
Björn (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.