Miðvikudagur, 21. september 2011
Varanleg evru-neyð
Verði Grikkland áfram á evru-svæðinu mun gjaldmiðillinn vera í stöðugu uppnámi um fyrirsjáanlega framtíð. Innan evru-samstarfsins verður grísk efnahagslíf ekki sjálfbært heldur háð jöfnum og stöðugum neyðarlánum frá ríku þjóðunum í norðri.
Grikkir munu setja fordæmi fyrir aðrar Suður-Evrópuþjóðir um niðurgreiðslu á lífskjörum með peningum frá Norður-Evrópu.
Fyrr heldur en seinna munu þjóðir Þýskalands, Austurríkis, Hollands og Finnlands segja hingað og ekki lengra. Þangað til verður evru-samstarfið á hækjum.
Grikkir verða áfram á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rangt.
Nú sjá þessi efnahagssubbar að sér og átta sig á því að með evrunni getur spilling og skattundanskot ekki þrifist. Þeir voru "expósaðir".
Eina leið Grikkja, Ítala, Spánverja, Portúgala og Írlands er að stíga frá þessari gegndarlausu fjálshyggju sem öllu hefur rústað í þessum löndum, koma böndum á ríkisútgjöld og afla skattekna eins og hin siðmenntaðri lönd Evrópu.
Ísland væri í nákvæmlega sömu stöðu núna og Grikkland hefðum við gengið í ESB á sínum tíma, enda grunnurinn að hruninu með ólíkindum vitlaus eiknavæðing, röng innleiðing og eftirfylgni ESB tilskipana og hrein og bein spilling. Evran gaf Grikkjum 3gja ára böffer, við fórum strax á hausinn vegna smæðar gjaldmiðilsins og baklands hans.
ESB mun lifa góðu lífi um ókomna framtíð svo lengi sem menn haga sér eins og menn. Erum við Íslendingar til í það?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 09:55
Jón, Grikkir eru búnir að vera 30 ár í Evrópusambandinu og haft evru í tíu ár. Er líklegt að þeir læri á næstu árum það sem heil kynslóð hefur ekki lært? Ég held ekki.
Páll Vilhjálmsson, 21.9.2011 kl. 10:55
Passar, enda endurspeglar hyldýpið sem landið stendur nú frammi fyrir þann tíma sem þeir hafa haft til að ljúga að öðrum þjóðum innan ESB samstarfsins um að allt væri í himnalagi.
Framtíð ESB samstarfsins felur meira eftirlit sem tryggir um leið minni spillingu, eitthvað sem spillingaröflin hér heima hafa eflaust rekið augun í.
ESB 1.0 snérist um traust og heiðarleika. Þar sem slíkt er aldrei til staðar þegar mannskepnan er annars vegar hefur það ekki gengið upp, a.m.k. ekki gagnvart ákveðnum löndum. PIIGS löndin gerðu útaf við 1.0 útgáfuna.
ESB 2.0 mun snúast um meira eftirlit sem kemur til með að minnka spillingu svo um munar og auka um leið samkeppnishæfni og á endanum arðsemi.
Þau lönd sem treysta sér ekki í ESB 2.0 samstarfið hafa munu augljóslega hafa misjafnt mjöl í pokahorninu og dæma sig um leið úr leik þegar kemur að erlendri fjáfestingu. Þannig verða slík lönd eins konar "bananalýðveldi" þar sem auðmenn sitja um auðlindirnar, með handstýrðum gjaldmiðli og engri erlendri fjárfestingu. Eitthvað sem hljómar kunnuglega hér heima ekki satt?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 11:28
Jón, hvorki Bretland né Svíþjóð verða með í ESB 2.0 og varla eru þau ,,bananalýðveldi."
Páll Vilhjálmsson, 21.9.2011 kl. 14:45
Mér sýnist ESB 2.0 draumur Jóns vera kommissaraveldi. Svoleiðis er nú þegar að gera út af við ESB eins og það er í dag. Fólk innan ESB er að fá nóg af skipunum að ofan og gengdarlausri eyðslunni í Brussel aðlinum. Sem virðist nú ekki laus við spillingu.
Hvenær voru ársreikningarnir síðast samþykktir aftur?
Steinarr Kr. , 21.9.2011 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.