Þjóðverjar meðal Grikkja

Í Telegraph er endursögn á grískum fjölmiðlum þar sem fordæmdar eru fyrirhugaðar lagabreytingar um uppsagnir grískra ríkisstarfsmanna sem eru æviráðnir. Gömul speki segir að meðal Grikkja skuli maður vera grískur og rómverskur meðal Rómverja. Evran útilokar þá speki; hagkerfi Evrópusambandsins skulu vera þýsk í lagi og háttu.

Evruland eyðir sérkennum og sérlund þjóða. Og þess vegna á þetta land kennt við gjaldmiðil enga framtíð fyrir sér.

Nema, auðvitað, í hugum samfylkingarmanna á Íslandi. 


mbl.is Blaðamenn óvinir grísku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

sæll Páll.  flott orðað hjá þér og á svo sannarlega við blessuðu Grikkina á þessum erfiðu tímum í landi þeirra.

stóru upplýsingarnar úr þessari frétt eru samt sá sannleikur að fjölmiðlar (sérstaklega vestrænir mainstream fjölmiðlar) segja ekki alltaf satt og rétt frá.  það fer eftir því hvort það hagnist heildinni (EU). 

ef við skoðum allar rangfærslurnar í fréttaflutning mainstream fjölmiðlanna vestanhafs af ICESAVE málinu og því sem gekk á í Líbíu fyrir ekki svo löngu....þá er ég allavega ekkert hissa á því ef fréttaflutningurin frá Grikklandi sé "RANGUR".  í raun býst ég frekar við því en hitt.

fjölmiðlar á vesturlöndum er gríðarlegt vopn í höndum elítunnar gegn sauðheimskum almúganum sem í raun vill trúa lyginni í stað þess að efast. 

fjölmiðlar eru tæki til að fá þig til að hugsa hlutina á ákveðin hátt. 

el-Toro, 19.9.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband