Sunnudagur, 18. september 2011
Lengsta kosningabarátta sögunnar
Septemberþingið sýndi stöðu stjórnmálanna í hnotskurn: ríkisstjórnin getur ekki komið umdeildum málum í gegnum alþingi en stjórnarandstaðan er ekki nógu öflug til að fella stjórnina. Lengsta kosningabarátta sögunnar er hafin. Stjórnin heldur í völdin en dýrðin er löngu farin.
Samfylkingin reyndi við Framsóknarflokk síðast liðinn vetur en var hryggbrotin. Í sumar reyndi Össur að fá Sjálfstæðisflokkinn með sér í ríkisstjórn en Bjarni Ben. hafnaði - og er persona non grata hjá samfylkingarmönnum síðan.
Samfylkingin er einangraði flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn fékk 29 prósent atkvæðanna síðustu kosningar. Næstu kosningar fær Samfylkingin um 15 til 19 prósent atkvæðanna.
Eftir mestu er að slægjast með því að slátra Samfylkingunni. Þegar stærsta málefni Samfylkingarinnar, Evrópa, er um það bil að fuðra upp er vandséð hvernig flokkur þeirra Jóhönnu og Össurar komist hjá því að falla á milli flekaskilanna.
Athugasemdir
Slátra Samfylkingunni líst vel á það
Örn Ægir Reynisson, 18.9.2011 kl. 20:42
Samfylkingin er á góðri leið að leggja sig sjálfa niður. Biðst forláts á þráðráni með að benda á frétt á Samfylkingareyjunni þar sem baðvörðurinn Hrafn, Jón Fríman og aðrar mannvitsbrekkur og bloggrónar Samfylkingar fara offörum í að drulla yfir Guðna Ágústsson fyrir að hann bendir á að auglýsinga og áróðursféð sem ESB dælir yfir þjóðina er fullkomlega óeðlilegt og óásættanlegt, og að ESB verji hærri upphæðum á ári í slíkan áróður en sjálft Coca Cola.
.
http://eyjan.is/2011/09/18/meira-skrum-fra-esb-en-coca-cola-segir-gudni-fulgur-fjar-til-ad-glepja-thjodina/
.
ESB "sannleikur" Hrafns Arnarsonar.:
.
Guðni Ágústsson er stjórnarmaður í Heimssýn. Heimssýn fékk ríflegan styrk frá ESB til að kynna sambandið og málefni þess. Við gerum ráð fyrir að stjórninni sé kunnugt um slíkar styrkveitingar. Eru kannski til tvær útgáfur af Guðna? Eða fleiri?
.
Svosem ekkivið að búast að sannleikurinn komi nálægt skrifum bloggróna Samfylkingarinnar því að styrkurinn sem hér umræðir er að Heimssýn fékk einn þriðja hlut af 27 milljóna styrk frá Alþingi sem ESB sem betur fer kemur ekki nærri. Hinir voru Já Ísland, samtök inngöngusinna og Evrópuvaktin, vefur andstæðinga inngöngu.
Alþingi hefur augljóslega tekið eitthvert mið á að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu og þess vegna lagt 18 milljónir til handa málstað þeirra á móti 9 milljónum sem bætast við 230 milljónirnar sem ESB er að dæla inn í þjóðfélagið til að kaupa sér stuðning.
Samtals gerir það 239 milljónir í ESB inngönguáróður gegn 18 milljónum fyrir málstað mikils meirihluta þjóðarinnar sem segir NEI.
Hrafn og félagar á Samfylkingarbloggvaktinni hljóta að sýna fram á aðra styrki til handa Heimssýn og þá frá ESB... (O:
.
http://evropuvaktin.is/i_pottinum/20002/
.
Önnur brekka lætur lítið ljósið skína og drullar yfir Guðna.
Gísli Ingvarsson sem kennir sig við Háskóla Íslands segir.:
Og af hverju leggur háskólamaðurinn ekki fram heimildir sem sanna að Guðni lýgur...???
Það væri gaman að sjá framan í brekkuna þegar hann les eftirfarandi úr Daily Mail.:
.
EU spends £2.3bn a year on Pro-Brussels propaganda
The European Union is spending £2.3billion a year on pro-Brussels propaganda - more than Coca Cola's entire global marketing budget.
Britain alone squanders £200million of taxpayers' cash on promotional material or funding groups that extol the benefits of a 'United States of Europe'.
Much of the money goes on 'highly dubious' propaganda that is targeted at children, according to a book by the think-tank Open Europe.
Examples found include one EU-funded town-twinning project between Banbury in Oxfordshire and towns in Germany, France and Poland.
Schoolchildren worked with MEPs to negotiate a directive on chocolate.
One website called 'Europa Go!', aimed at ten to 14-year-olds, included a quiz called 'The Euro Game' which promoted the single currency.
The book was compiled after Open Europe studied hundreds of EU documents.
The authors concluded that the EU was 'geared not towards providing neutral, balanced information, but towards trying to convince people to support EU integration'.
Open Europe director Lorraine Mullally said: 'In Britain, the EU is the most unpopular it has been in 25 years, and yet the Commission is doing nothing serious to correct this.
'Instead of throwing taxpayers' money at propaganda, EU leaders need to take a long, hard look at what is going wrong.'
.
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1101996/EU-spends-2-3bn-year-Pro-Brussels-propaganda.html
.
Er ekki komin tími á að mikill meirihluti þjóðarinnar segir hingað og ekki lengra hvað varðar blogglyga ESB inngöngusinna...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 00:41
Ekki lengra,það munu þeir verða að þola.
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2011 kl. 01:42
Ekki lengra. Nóg komið. Fall milli flekaskilanna ætti að duga.
Elle_, 19.9.2011 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.