Gríski forsætisráðherrann hætti við Bandaríkjaför

George Papandreou forsætisráðherra Grikkja tilkynnt óvænt í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Ástæðan mun vera sú að búist er við tíðindum að skuldakreppu evrunnar í vikunni og þar standa Grikkir tæpast.

Markaðurinn er þegar búinn að verðleggja tapið af þjóðargjaldþroti Grikkja en fari svo að grísku gjaldþroti verði formlega lýst yfir má gera ráð fyrir verulegum ínnanlandsóra í Grikklandi annars vegar og hins vegar pólitísku uppnámi á öllu evru-svæðinu.

Forsætisráðherra Grikkja vill vera í Aþenu þegar drakman verður innleidd á ný. Skynsamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mér finnst alveg með ólíkindum hvað margir innan ESB er seinir að skilja að rót vanda margra ríkja innan bandalagsins er evran. Við þessu var varað þegar evran var tekin upp en elítan hlustaði ekki.

Svo vill elítan núna minnka enn lýðræðið með því að láta embættismenn í Brussel skipta sér af fjárlögum einstakra ríkja. Hvað er að? Tók ekki langan tíma fyrir Evrópubúa að vinna sér inn frelsið sem þeir nú njóta? Hvers vegna að kasta því frá sér? Hvað á almenningur að gera ef hann er ósattur með skriffinnana í Brussel? Við hér getum þó sent Jóhönnu og Steingrím heim árið 2013 (þó enn sé alltof langur tími enn eftir að þeirra kjörtímabili og þar með möguleika þeirra til að leggja hér allt í rúst).

Árni Páll (og Sf) heldur ennþá að evran muni öllu redda hér. Hvernig stendur á því að maður sem veit ekkert um efnahagsmál verður efnahagsmálaráðherra? Þekkir hann ekkert til Maastricht skilyrðanna? Veit hann ekki hvernig staðan er hjá mörgun evru ríkjanna?

Helgi (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband