Föstudagur, 16. september 2011
Trúðinn fremur en grýlu og leppalúða
Tæpur þriðjungur kjósenda Samfylkingarinnar er tilbúinn að kjósa Jón Gnarr á alþingi og viðlíka hópur kjósenda Vinstri grænna er sömu skoðunar, samkvæmt MMR-könnun á samfylkingar-Eyjunni.
Til samanburðar gefa aðeins 11 prósent kjósenda Framsóknarflokksins Jóni Gnarr stuðning og enn færri, eða 5 prósent, kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru tilbúin að styðja fíflaframboð með borgarstjóra í forystu.
Tölurnar tala sínu máli.
Athugasemdir
Enn er Páll Vilhjálmsson að skrifa illa um fólk, sem ekki er neitt nýtt !
Auðvitað er þetta bara fólk sem býr í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi sem vill fá breytingar !
Spurðu bara nágranna þína ?
Eða er Páll Vilhjálmsson bara að þjóna launagreiðandanum enn einu sinni ?
JR (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 20:04
Er ekki nær að fá Gnarr inn sem forystusauð SF.
Þá er ekki verið að auka framboð fífla, heldur setja þau öll í sama flokk.
Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 20:38
Gnarr flokkurinn er ekkert annað en hækja Samfylkingarinnar.
Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.