Fimmtudagur, 15. september 2011
Stjórnskipunin er ekki einkamál Steingríms J. og Jóhönnu
Afdalamennska og íhaldssemi heitir það á máli Steingríms J. ef hann og forsætisráðherra fá ekki að ráða fjölda ráðuneyta lýðveldisins. Bragð er þá barnið finnur; Steingrímur J. var þekktur fyrir trausta íhaldssemi og afdalamennsku áður en hann lærði biblíuna upp á andskotann og tók sér hlutverk Júdasar 16. júlí 2009.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki treystandi fyrir horn og öll mál sem koma frá stjórninni ber að tortryggja og fyrirfram andmæla. Þegar stjórnskipunin er í húfi er það beinlínis skylda stjórnarandstöðu að ræða málið út í hörgul.
Því lengri fundir á alþingi því minni tími veitist skötuhjúnum til að þjóna lund sinni í stjórarráðinu.
Afdalamennska og íhaldssemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr! Heyr!
corvus corax, 15.9.2011 kl. 11:41
"eins og á Norðurlöndum". Það er mikil fjöldi einkaskóla á Norðurlöndum. Hvenær ætlar VG að stuðla að fjölgun þeirra hér "eins og á Norðurlöndum"?
Palli (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 11:54
Það kom skýrt fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis að það þarf að skerpa á stjórnsýslunni... og þessi breyting er liður í því.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 11:58
Að skerpa á stjórnsýslunni!
Það gerist ekki með fækkun ráðuneyta, það gerist með breyttu hugarfari og opinni stjórnsýslu.
Stjórnlyndið þarf ekki fleiri farvegi en einn og lætur sig engu varða hversu marga þarf að stöðva á leið sinni.
Ef forsætisráðherra og foringi samstarfsflokksins ákveða breytingu á löggjöf í landbúnaði eða fiskveiðum má einu gilda hvort berja þarf niður skoðanir eins ráðherra eða tólf.
Þetta sáum við allt saman glöggt í sölum Alþingis þegar greidd voru atkvæði um aðildarákall Jóhönnu, Steingríms og Össurs til ESB.
Árni Gunnarsson, 15.9.2011 kl. 12:10
Að fækka ráuðneytum er liður í að skrepa á stjórnsýslunni.
Einnig kemur þetta fram í stjórnarsáttmálanum... þessi breyting er alveg óháð Jóni Bjarnasyni.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 12:35
Sleggjan og Hvellurinn eru jafnvel meiri ESB-páfagaukar en Steingrímur Joð sem auðmjúk, ósjálfstæð eftirherma Jóhönnu, ráðfrúar sinnar.
Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 12:56
Það væri áhugavert að vita hvort að sumir væru jafn hressir með að færa meira vald til forsætisráðherra fyrir einhverjum árum og hann héti Davíð Oddsson...???
Það vill svo til að fleiri forsætisráðherrar en eiga eftir að koma, og þá jafnvel á pari við þann núverandi og þá úr röðum Sjálfstæðis og Framsóknarmanna. Er ekki gott að vita að foringjaræðið verður sterkara og forsætisráðherra sama hversu ruglaður hann er fær enn meiri völd.... ????
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 14:22
Það er engin að færa forsætisráðherranum meiri völd. Það er tugga sem fólk hefur verið að jappla eftir hann Jón Bjarnason.
Forsætisráðuneytið verður meira í formi verkstjóra. En ráðuneytin verða ávalt still í samræmi við stjórnarsáttmálan og framkvæmir það sem Alþingi hefur samþykkt... t.d ESB aðild.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 14:33
Það var nefnilega það .... Samkvæmt Baugfylkingarspennunum og brekkunum hjá Sleggjunni og þrumunni þá fullyrtu þeir fyrir stuttu að ENGIN áhrifamaður Evrópusambandsins hafi nokkurtíman sagt að lausn Icesave deilurnar væri skilyrði og hefði bein áhrif á möguleika Íslands til inngöngu í sambandið.
ENGIN...!!!!
Undirritaður birti einhvern tug slíkra ummæla sem hafa birst í fjölmiðlum höfðum beint frá viðkomandi aðilum....
Forsætisráðherra getur með frumvarpinu auðveldlega tekið yfir embætti sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra til að tryggja að rétt verði þar unnið að kröfu ESB, og hefði getað gert hið sama með Ögmund áður en hann sagði af sér ráðherradómi vegna Icesave.
Sannleikurinn á litla samleið með Baugsfylkingarpennunum Sleggjunni og þrumunni frekar en fyrri daginn.
Nema hægt er að kenna um algera vanþekkingu á umræðuefninu... ????
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 15:03
Þessar sameiningar eru í stjórnarsáttmálanum sem Jón Bjarna skrifaði undir.
Þetta var áður en Jón Bjarna var með stæla. Og þessi breyting er ekki til höfuðs honum.
Svo var ég ekki að segja að eningnn frá ESB hafi tengt þetta við Icesave... ég var að benda þér á að það má ekki grafa bara eitt stykki upp sem segir eitthvað um Icesave og það er heilagur sannleikur.... einsog þu grefur alltaf upp þennan blessaða Nigel Farage.
Náhirðin er heilaþvegin... þegar hún er ekki sammála eða kjaftstopp þá hreita þeir útur sér BAUGSPENNI BAUGSPENNI.....sorglegt.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 15:52
S&H. Ha ha ha ha .... Ég er orðin sannfærður um að þú einfaldlega trúir því sem þú skrifar um. Allt tekið til baka um vísvitandi blekkingar og hreinar lygar ...
Augljóslega ekki kynnt þér ræðu Atla Helgasonar formanns þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar þingsins sem hann flutti á þingi í nótt, þar sem hann ítrekar að niðurstað hennar er þveröfug við neyðarreddingu Jóhönnu og Baugsfylkingarinnar til að reyna að bjarga því sem ESB fyrirskipar.
Jón Bjarnason skrifaði einfaldlega ekki upp á það ferli sem er í gangi sem er aðlögunarferli, heldur skrifaði hann undir það sem heitir samningaviðræður. Hann skrifaði upp á víxil sem síðan var breytt að hans sögn. Ekki frekar en Lilja Móses, Ásmundur Einar Daðason eða Ögmundur Jónasson. Um það snýst málið hvað hann og þau varða og ekki finnast margir sem reyna að halda einhverju öðru fram.
Það er stefnan með frumvarpinu að taka vald frá þinginu og færa það forsætisráðherra eins og þess núverandi sem er með allt niðrum sig og engin fyrir utan Baugsfylkinguna mun nokkru sinnum taka mark á eða samþykkja að hún eigi að fá. Hún mælist sem formaður örflokks þessi misserin vegna vinnubragða sinna gegn beinum hagsmunum þjóðarinnar eins og allir vita. Hugsanlega er Jóhann eini forsætisráðherra í sögu Íslands fyrr og síðar sem þarf á þessari pólitísku aumingjaaðstoð vegna eigin vonleysis. Forsætisráðherra sem verður sjálfsagt minnst sem vonlausasta fyrirbæri sem það embætti hefur sinnt fyrr og síðar. Forsætisráðherra sem hefur ítrekað verið staðin af hreinum lygum og nýtur minnsta trausts sem nokkur í hans stöðu hefur mælst með ásamt ríkisstjórn hennar með að hrunstjórninni meðtalinni rétt áður að hún lagði upp laupana, sem var Íslandsmet. Forsætisráðherra sem hikar ekki við að breyta leikreglum og hunsa hæstarétt Íslands þegar hann er komin með allt í brók eins og Sönglagaþingið broslega sannar. Þetta frumvarp nú er hreint og klár aumingjaaðstoð fyrir vonlausa forsætisráðherra sem njóta ekki trausts meðal eigin stjórnarliða og þjóðarinnar. Vonandi þarf þjóðin aldrei að sitja uppi með neinn líkan skaðræðisgrip og flokk eins og Baugsfylkinguna aftur. Þetta frumvarp er ekkert annað en ávísun á enn meiri spillingu stjórnmálamanna.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 16:48
Já ég er sammála því... því fyrr sem þessi ríkisstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttir í fararbroti fer frá... því betra.
Þessi ríkisstjórn er búin að kosta meira en sjálft hrunið.
Það þarf að koma atvinnulífinu í gang.
En það hefur komið margoft fram að við eigum að koma með áætlun um hvernig við getum aðlagast að regluverki ESB EF þjóðin samþykkir... sú áætlun verður ekki hrundið í framkvæmnd nema að við göngum inn.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 17:31
Bjarni&co, "Það þarf að koma atvinnulífinu í gang."
Er landbúnaður, sjáfarútvegur og almennur iðnaður ekki hluti af atvinnulífinu? ESB aðildarviðræðurnar setja fleiri störf í vanda og kemur í veg fyrir fleiri en aðgerðir VG. Væri það myndu skapast fleiri störf hér við að losna við þann bagga heldur en að losna við vinstristjórnina.
Hinsvegar er ég sammála þér með " Þessi ríkisstjórn er búin að kosta meira en sjálft hrunið."
Brynjar Þór Guðmundsson, 15.9.2011 kl. 18:19
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 14:33: "Forsætisráðuneytið verður meira í formi verkstjóra. En ráðuneytin verða ávalt still í samræmi við stjórnarsáttmálan og framkvæmir það sem Alþingi hefur samþykkt... t.d ESB aðild."
Veit ekki til þess að Alþingi hafi samþykkt ESB aðild, en ráðuneytin vinna að aðlögun á fullum krafti. Er það hluti af stjórnarsáttmálanum?
Steinarr Kr. , 15.9.2011 kl. 20:23
Alþingi samþykti að sækja skuli um aðild.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 20:37
þess vegna liggur Jóhönnu við að fá slag núna og Steingrimur óttast það !!,þvi verði þetta ekki samþykkt svona eins og hun ætlast til ....þá er ESB draumurinn i uppnámi !!....... Það á bara auðvitað að slá þetta útaf landinu og lengra en það kems .... en ekki til Brussel !!! og treysti Jóni B OG FL góðum að halda fast á móti "Ljóskunni "
Ransý (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 23:20
Þjóðin var ekki spurð um hvort að hún vildi sækja um aðild að ESB og hvað þá að fara í grímulausa aðlögun sem allir vita að er í gangi nema þá Össur og nokkrir álfar á pari við hann. Þjóðin var aldrei spurð vegna þjóðarsvika og heigulskapar Baugsfylkingarinnar og Vinstri grænir bókstaflega rændu atkvæðum kjósenda sinna og sturtuðu niður í Baugsfylkingarkamarinn og hrærðu vel í.
Og hvers vegna þorði Baugsfylkingin og ESB - EINANGRUNARSINNAR ekki að láta þjóðina taka ákvörðun um jafn sjálfsagt mál...???
Kostulegt að sjá pólitíska lúsera í blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar engjast um í vitleysunni sem þetta klækja og svikafrumvarp er og berjast með kjafti og klóm eins og stjórnarliðar Baugsfylkingarinnar fyrir því og um leið halda því fram að það er fullkomlega meiningarlaust og breyti í raun ekki neinu. Svona saklaust frumvarp í anda elliærs forsætisráðherra sem myndi gleðja hana eins og svo mörg önnur. Enn einn brandari ESB - EINANGRUNARSINNA.
Fleiri hundruð fyrirspurnir liggja fyrir á þingi þessa stundina fyrir Jóhönnu og Steingrím varðandi frumvarpið og tilgang þess, sem auðvitað svara engu. Svo sterkt er málið og sjálfsagt að samþykkja að þeir þráhyggjusjúklingar sem vilja troða því í gegn treysta sér ekki að finna neitt því til stuðnings og það hafi ekki neina þýðingu í raun. Hverju veldur..????
Sama gerðu þessir sömu aðilar þegar þeir létu stjórnarþingmenn skrifa undir glæsisamninginn Icesave 1 ólesinn og ætluðust til þess sama af stjórnarandstöðunni. Lugu því til viðsemjendur höfðu farið fram á trúnað. Þau voru rassskellt af 98.2% kjósenda og urðu að athlægi um alla heimsbyggðina fyrir bragðið.
Atli Gíslason hélt ræðu á þingi í nótt og tók gömlu flugfreyjuna og vikapiltinn jarðfræðinemann og rassskellti svo annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Enn einu sinni voru þau staðin af lygum þegar þau fullyrtu að þau væru að framkvæma það sem Atla þingnefndin og skýrsla rannsóknarnefndar þingsins hefði lagt til. Raun er sú að þar er tekið skýrt fram að þetta er einmitt það sem er það versta sem hægt er að gera, og þveröfugt við niðurstöðu hennar. Mannvitsbrekkur stjórnarliða með þau tvö í fararbroddi hafa örugglega ekki getað stautað sig skammlaust í gegnum skýrslurnar, svo að ekki er von á öðru. Atli gjörsamlega jarðaði málið, svo að stjórnarliðar hafa ekki treyst sér í pontu nema þá til að vera með skæting og dónaskap sem hefur ekkert með málið að gera. Það er dautt sem skiptir stjórnarliða í raun ekki neinu máli ... Ekki satt...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 00:33
Hvaða þjóðaratkvæðisgreðislu flippi er fólk komið í?
Icesave var fyrsta þjóðaratkvæðisgreiðsla á Íslandi EVER.
Fáránlegur málflutningur.
En það er þingræði á Íslandi. Alþingi sótti um ESB.
Samfylkingin gjörsigraði kosningarnar með 30% atkvæða. XD fékk 24%
Stæsta mál XS er ESB.
http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2009
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 01:25
Að vísu fékk Baugsfylkingin 29% og var eini flokkurinn sem bauð upp á ESB pakkann, sem að 40% kjósenda flokksins hugnast ekki samkvæmt könnunum. Það er mesti klofningur sem mælst hefur í flokkunum öllum um málefnið.
71% þjóðarinnar kaus ekki Baugsfylkinguna og þar með höfnuðu og eða lögðu enga áherslu á ESB villuljósið.
71% kjósenda sagði einfaldlega NEI við eina kosningamáli Baugsfylkingarinnar, ESB bullið og kusu aðra flokka sem tryggingu fyrir því að það myndi ekki getað gerst og hvað þá ofaní hrunið.
40% kjósenda Baugsfylkingarinnar hefðu mátt vita betur þegar um jafn óheiðarlegt fólk er að ræða. Því miður trúðu þeir að það væri ekki hægt að svíkja svo mikið í stjórnmálum og raun ber vitni frekar en stjórnarþingmenn og ráðherrar, og flýja umvörpum stjórnarflokkana eins og öllum er vel ljóst af öllum könnunum.
Eftir sitja þá nákvæmlega 19% kjósenda sem sjá rauða villuljósið í austri sem er nákvæmlega sama prósenta sem könnunarfyrirtæki ESB sýndi fram á.
Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB.
45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).
Aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag af ESB-aðild. (would benefit)
58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild. (would not benefit)
12% vita ekki.
.
Annars magnað hvað ykkur blogglúðrum stjórnarliða er í nöp við að þjóðin fái að segja sitt eins og stjórninni. Hvað er það sem þið hræðist svona...???? Þorðuð ekki að leyfa þjóðinni að hafa seinasta orðið í að sækja um ESB aðild, og ekki heldur að hún fái að hafa seinasta orðið hvað varðar um inngöngu ef um hana verður kosið. Jú Baugsfylkingarhyskið sá til þess að þjóðin hefði ekkert um málið að segja frekar en í Icesave og stöðvuðu frumvarp þess efnis að kosningin yrði bindandi. Hvers vegna tryggði Baugsfylkingin að aðeins ráðgefandi skoðanakönnun meðal þjóðarinnar yrði á endanum varðandi inngöngu í ESB... ??? Allir þekkja sviksemi þessara mannleysa sem stýra ferðinni í dag.
Álit þjóðarinnar er bara ráðgjefandi eins og í Icesave og þar má sjá vel hvernig slíkt gengur fyrir sig, þegar stjórnvöld hafa gert allt til að ganga gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar eftir þjóðarskoðunarkönnunina, sem gekk það langt að mannvitsbrekkan Björn Valur tilkynnti fyrir skömmu efnislega að sama hvað þjóðin segði eða héldi það væri frá því gengið bak við tjöldin að við borguðum allt eins og efni stóð til af stjórnvöldum.
Enda vita allir að Icesave og ESB er sín hvor hliðin af sama peningnum. (Endilega biðja mig að birta öll ummæli framámanna ESB sem sýna og sanna að svo er ... )
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 04:03
Bjarni&co/sleggjan, Það er þjóðin sem átti að fá síðasta orðið um þetta enda er það hún sem þjáist nú vegna umsóknarinnara. Annars þar sem þú skautaðir framhjá spurningunni minni þá spyr ég aftur.
Bjarni&co, "Það þarf að koma atvinnulífinu í gang."
Er landbúnaður, sjáfarútvegur og almennur iðnaður ekki hluti af atvinnulífinu? ESB aðildarviðræðurnar setja fleiri störf í vanda og kemur í veg fyrir fleiri en aðgerðir VG. Væri það myndu skapast fleiri störf hér við að losna við þann bagga heldur en að losna við vinstristjórnina.
Hinsvegar er ég sammála þér með " Þessi ríkisstjórn er búin að kosta meira en sjálft hrunið."
Og leiðrétting hjá þér " Stæsta mál XS er ESB." ESB er EINA máll XS!
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 07:11
Guðmundur.
Kanntu að námunda?
XS fékk 30% en XD 24%.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 10:49
Annars er ég fylgjandi því að fara með ESB málið til þjóðarinnar sem fyrst.
Það er fínt að fá vilja þjóðarinnar í ljós hvort þeir vilja sjá samninginn og svo kjósa um hann...... svo ekki sé minnst um þá frelsun sem fylgir því að heyra ekki minnst á þetta endalausa raus um vilja þjóðarinnar í þessu máli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 10:53
En ég skautaði viljandi yfir þessa spurningu frá þér Brynjar vegna þess að hún er svo heimskuleg að fáviskan skýn alveg í gegn. Varla svaraverð spurning.
Landúnaður er ríkisstyrktur. Hann skapar mjög litla atvinnu (miðað við hvað við ausum miklum peningi í hann) og það er lítil framleiðni í landbúnaði á Íslandi. Svo er landúnaður að skerða okkar lífskjör. Bæði vegna þess að við þurufm að borga svo mikla skatta í landbúnað (hæst á meðal OECD) og svo borgum við fyrir landbúnaðarvörum á uppsprengdu verði vegna einokun og háa tolla.
Vegna landbúnaðarins þá eiga Íslendingar minni á milli handanna. Ef þeir fengu peninga í hendurnar sem annars færi í tolla, hærri matarverð eða skatta í landbúnað... þá mundi Íslendingar eyða þetta auka ráðstöfunarfé í eitthvað annað.. og skapa atvinnu annarstaðar á landinu.
Svo er alveg ljós að landbúnaður mun ekki þrukast út við ESB. Við fáum að ríkisstirkja hann einsog finnar gera fyrir ofan 62 breiddargráðu (fyrir aðdáðendur þess að henda peninga í landbúnað) svo er landbúnaður að gera góða hluti að flytja kjöt út og eru að fara að sækja um meiri undanþágu til að flytja tollfrjálst til ESB.
Það er alveg klárt mál að fyritæki sem skapa gjaldeyristekjur út frá hugviti en ganga ekki á takmarkaðar auðldinidir þjóðarinnar (fiskur og orka) eru mikilvægust til að skapa störf til framtíðar. Og vilji þessara greinar er skýr.
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 11:26
Í Landbúnaðinum eru þúsundir starfa, fleiri en td í áliðnaðinum sem þú notar til að berja á VG. Fleiri en við Háskólana, það sparar hvorki gjaldeyrir né skapar tekjur og virðist ekki heldur mennta menn af neinu ráði miðað við þá sem ég þekki sem hafa farið alla leið en landbúnaðurinn fær innan við helminginn sem HÍ fær. Og ef þú ætlar að gagnrína fyrirtæki sem fá ríkisstyrki þá ættirðu að byrja á CCP, Marel og Össur, en þessi fyrirtæki fá meira í sinn vasa af ríkisstyrkjum á ári en flestir bændur á sinni starfsæfi. "fáviskan", þetta á meira við um þig virðist vera.
Ég spyr aftur, Er landbúnaður, sjáfarútvegur og almennur iðnaður ekki hluti af atvinnulífinu?
ESB aðildarviðræðurnar setja fleiri störf í vanda og kemur í veg fyrir fleiri en aðgerðir VG.
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 17:11
Áliðnaður er ekki ríkisstyrktur.
Þú sérð ekki álfyrirtækin fá 11milljarða beingreiðslu til sín er það nokkuð?
Það er stór munur á milli.
Svo er það sannað að aukin menntun skapar meiri hagsæld og þess vegna er gáfulegt að stuðla að menntun á Íslandi.
CCP, Marel og Össur eru ekki á ríkisstyrkjum. En landbúnaður er eyrnamerktur
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/
Landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður er hluti af ativnnulífinu og þessar greinir muna bara eflast við inngöngu í ESB.
Lanbúnaðarvörur eru alltof dýrar og við eyðum alltof miklu fé í landbúnaðinn. Þess vegna verður atvinnuleysið meira með óbreyttu kerfi og færði rök fyrir því áðan.
Vegna landbúnaðarins þá eiga Íslendingar minni á milli handanna. Ef þeir fengu peninga í hendurnar sem annars færi í tolla, hærri matarverð eða skatta í landbúnað... þá mundi Íslendingar eyða þetta auka ráðstöfunarfé í eitthvað annað.. og skapa atvinnu annarstaðar á landinu.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 17:21
Hvellur-Sleggja.
ESB notar 49% af fjármunum sínum til styrktar Landbúnaðarkerfi sínu. Ísland men verða styrkþegi þar og líklega meiri en sá ríkisstyrkur sem rennur nú þegar frá íslensku ríki.
Ertu þú til í að kaupa landbúnaðarvörur frá ESB sem ekki hafa verið niðurgreiddar af fólki / ríkisstjórnum innan ESB.
Ef svarið er já, þá ertu sem sagt tilbúinn að þyggja ölmusu frá fólki búsettu í Evrópu.
Ef þú segi nei, þá hlítur þú að styðja íslenskar niðurgreiðslur til þess að þú hafið efni á að eta.
Þú vilt nota þessa peninga í e-h. annað eins og atvinnuuppbyggingu. Sama vill almenningur í ESB gera- en getur ekki því þá hefur það ekki efni á því að eta.
ESB elítan þarf að vega það og meta á komandi árum, hvort það skeri niður styrki til matvælaframleiðlsu sem leiðir til hækkandi verðlags eða reyni að byggja upp einhverja atvinnu fyrir þær milljónir ungs fólks á kostnað þeirra allra.
Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 22:30
Hvellur-Sleggja.
Er ekki nær að berjast fyrir því að ríkisstjórn okkar noti 3 milljarða sem ber á milli greiðslu okkar til ESB, þ.e. ef til kemur, og þeirra styrkja sem þeir láta okkur fá. Þ.e.a.s. við borðum 15 milljarða og við fáum til baka 12 milljarða, í atvinnuuppbyggingu,styrki í þágu nýsköpunar, menntun þjóðarinnar o.s.fr.
Það væri uppbyggileg stefna til að berjast fyrir.
Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 22:35
"Sleggjan og Hvellurinn"---einhverjir mestu rökleysumenn á Moggabloggi, og er þá mikið sagt---svara Brynjari Þór Guðmundssyni út í hött. Hvergi fullyrðir hann, að áliðnaður sé "ríkisstyrktur," en bendir hins vegar á, að landbúnaðurinn veitir þúsundum manna störf, fleiri en í áliðnaði.
Sjálfur vil ég benda á, að firnalágt raforkuverð frá ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun til álvera hefur gefið þeim gríðarlega vaxtar- og gróðasprautu og forskot á aðra hér á landi, á sama tíma og landbúnaðurinn hefur ekki fengið að njóta slíkra fríðinda, jafnvel ekki gróðurhúsabændur með sína miklu og jöfnu raforkunotkun alla tíma sólarhringsins. Þetta um garðyrkjubændur kom mjög skýrt fram í góðri umfjöllun í Morgunblaðinu eða sérblaði með því um daginn.
Ég treysti Brynjari sjálfum til að sýna hér, hvernig CCP, Marel og Össur eru eða hafa verið á ríkisstyrkjum.
Enn eitt dæmið um kjánalega innistæðulausar yfirlýsingar þessara stráka á "Sleggjunni og Hvellinum": "Landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður er hluti af ativnnulífinu og þessar greinir muna [sic] bara eflast við inngöngu í ESB."- Er hægt að ganga lengra í gapandi einfeldni, einföldun og öfugsnúningi staðreynda? Landbúnaður mun bíða mikinn hnekki við inntöku í ESB og sjávarútvegur okkar Íslendinga fá sinn langstærsta skell, þegar erlendar útgerðir fá hér aðgang að fiskimiðum okkar, en ekki er að efa, að við það mun sjávarútvegur eflast í ÖÐRUM löndum en okkar!
Jón Valur Jensson, 17.9.2011 kl. 06:49
Jón valur og Eggert, ég þakka fyrir svörinn sem þið hafið veitt sleggjunni, það er þannig að það er mikið um að vera hjá mér um þessar mundir
Ég er ekki mótfallin áliðnaði, jón valur svaraði þér ágætlega í fyrsta kafla.
Magvíslegur iðnaður er styrktur af ríkinu, CCP, össur og marel þar á meðal. Fyrirtæki geta sótt um styrk frá ríkinu til margvíslegra hluta eins og vöruþróunar, markaðsetningar, þjálfunar starfsmanna, rannsókna og fleira. Styrkupphæðin ræðst af stærð fyrirtækisinns(17 mismunandi styrki) og þess sem það er að gera, þetta vita allir sem eiga/hafa rekið fyrirtæki vita sem og allir sem hafa setið hagfræðinám. Ofangreind fyrirtæki sækja um flesta af þessum styrkum enda hafa þau fulla ástæðu til þess. Sleggjan/bjari&co, þú þykist hafa gert bæði og því er mér ráðgáta hvernig þú fórst að því að svara eins og þú gerðir. Einnig EF þú hefur rekið fyrirtæki þá ætturðu að vita að aukið atvinnuleysi bitnar harðast á þeim sem reka fyrirtæki enda eru það þeir sem borga fólkinu sem missir vinnuna ogþví er ekki nokkur atvinnurekandi sem myndi hvetja til þess að atvinnulausum yrði fjölgað með að leggja niður(hálfa eða heila) stétt manna sem telur þúsundir.
Sleggjan, þá má vissulega deila um það hvað sé "dýrt" enda teygjanlegt hugtak en í heimi þar sem ekki er til nægur matur til að brauðfæða heiminn myndi ég hugsa ráð mitt upp á nýtt væri ég þú, Hveitiverð fór úr 13kr/kg í 140kr/kg árin 2005-2007 við það eitt að hagur kínverja og Indverja vænkaði vænkaðist.
Og til að kóróna allt " En ég skautaði viljandi yfir þessa spurningu frá þér Brynjar vegna þess að hún er svo heimskuleg að fáviskan skýn alveg í gegn.". Þvílík og önnur eins kaldhæðni
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.9.2011 kl. 08:24
eggert
það er rétt að esb styrkir landbúnaðinn.. mín skoðun er einfaldlega sú að landbúnaðarkerfi esb er mun betri en það íslenska
500 milljónir fara beint til bændarsamtaka. þeir chilla í vellistingum í "bædnarhöllinni" á hótel sögu... og borða á grillinu í hádeginu. afhverju er þessi samtök á svona milum ríkisstyrkjum meðan það er verið að skera niður í velferðarkefinu?
afhverjur eru skattborgarar að borga fyrir bændablaðið sem er gefið út vikulega og dreift í bensínstöðvar..?? er ekki skattpeningum betur varið en þetta?
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2011 kl. 10:27
jón valur
þú ert þekktur maður í þjóðfélagsumræðunni. þú ert góður pistlahöfundur á útvarp sögu ( mér mundi þykja vænt um að þú talar við arnþrúði eða pétur um að láta pisla þína á netsíðu þeirra svo það er hægt að hlusta á þá ef maður missir af þeim)
ég ber mikla virðingu fyri þér og þú ert ávalt með góð tilsvör og lætur oftast fyljga heimildir með.
við erum ósammála vissulega.... með ýmsi atriði.
en eitt sem þú þarft að skilja er að ég er ekki samfilkingarmaður. ég vill fá xd eða einhver flokk sem hugsar um atvinnulífð til valda. mér er sama um esb svo lengi sem allir fátæku og atvinnulausu fá vinnu.... mér er skítsama um esb svo lengi sem mín þjóð fær að vaxa og dafna.
ég er einfaldlega að huga um mína þjóð. mína og þína. með mín bloggskrif... ég er ekki að reina að rífa hana niður einsog samfylkingin sem lítur á ESB einsog einhver trúarbrögð...
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2011 kl. 10:33
Jæja, Sleggja og Hamar, þér (ykkur?) "er sama um esb svo lengi sem allir fátæku og atvinnulausu fá vinnu," en er nú líklegt, að Evrópusambandið, sem glímt hefur við áratuga atvinnuleysi, meðan nánast ekkert var hjá okkur, auki atvinnu manna hér? Hvort er nú líklegt, að hlutdeild ESB-ríkja í fiskveiðum hér -- á okkar kostnað -- auki hér atvinnu eða minnki hana?!
Ég vanmet ekki kurteisi þína og þakka hlýleg orð, en tek jafnan á því, sem mér virðist röng rök eða rangar forsendur eins og þetta fyrrnefnda.
Orð þín um Bændasamtökin og át manna þar í Grillinu á Hótel Sögu tel ég ennfremur meðal rangra forsendna.
Jón Valur Jensson, 17.9.2011 kl. 12:56
Sleggjan/bjarni&co, "það er rétt að esb styrkir landbúnaðinn.. mín skoðun er einfaldlega sú að landbúnaðarkerfi esb er mun betri en það íslenska"Viltu rökstiðja þetta betur.
En má ég giska, er það vegna þess að CAP(common Agricultural polacy) gerði útaf við fjölskildubúin(smá, meðal og frístundarbúin) í ESB? Eða vegna þess að CAP lækkaði laun bænda um helming? Eða vegna þess að það varð til þess að gæðum varð fórnað? Eða vegna þess að það hækkaði matvælaverðið yfir 50%(á sömu vöru, gæði, framleiðandi) þrátt fyrir að bóndinn hafi minna fyrir vegna þess að það stórjók skrffinskuna? Eða vegna þess að CAP greiðir öllum, burt séð frá því hvor þeir séu bændur eða ekki en þar fá landeigendur landbúnaðarstirki? Eða vegna þess að þeir sem fá mestu og stæðstu styrki CAP hafa ekkert með landbúnað að gera og eru flestir auðkifingar sem bara eiga land
"Critics say that the CAP has become badly unbalanced, with 70% of its funds going to only 20% of Europe's farms - predominantly the largest - and leaves nearly three-quarters of EU farmers surviving on less than £5,000 a year. Small farmers account for about 40% of EU farms, but receive only 8% of available subsidies from Brussels. According to British government figures, five UK farms receive more than £1m a year in subsidies." "
The CAP has also been blamed for encouraging environmentally damaging intensive farming. Its commitment to guarantee prices makes it economically worthwhile to use all available land, with the aid of chemicals, to grow more crops than are demanded by consumers.
A policy of "set aside", where farmers are paid to leave land fallow, has attempted to remedy this, but overproduction persists."
og http://eh.net/encyclopedia/article/stead.cap
Hin Íslenski er framleiðslu og GÆÐATENGDUR, þannig að enginn framleiðsla=enginn styrkur sem og lítil gæði=enginn styrkur á meðan CAP borgar öllum sem eiga land, óháð hvort viðkomandi sé í landbúnaði eða ekki.
Og að þeir séu að "cilla" upp á grilli, þeir sjá um mikið af pappírs vinnu tengdri lanbúnaðinum sem og að ráðleggja bændum td varðandi löggjöf og pappírsvinnu ásamt fleiri hlutum sem til falla. Og með bændablaðið, þá eru tekin 22.000 eintök af hverju upplagi og er rekið með SÖLU AUGLÝSINGA OG SMÁAUGLÝSINGA sem og með áskrift. Sleggan/bjarni&co, er þér fyrirmunað að seigja satt eða ertu bara svona illað að þér um málefni sem þú tjáir þig um?
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.9.2011 kl. 21:21
ég er vel að mér í þessu málum... mér finnst þessir styrkir esb þ.e að styrkja svæði ekki framleiðsu... betri. það er bara þannig. stiður betur við byggðarstefnu og stiður við byggð um allt land.
en við erum bara ósammála með þetta
það er í góðu.
fólk er ekki alltaf sammála.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2011 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.