Við erum aumingjar og viljum í ESB

Aumingjarökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið er að Íslendingar valdi ekki eigin málum og því sem best að flytja fullveldið til útlanda. Smábátasjómenn við Ísafjarðardjúp kunna sannarlega á aumingjavæðinguna og réttlæta stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu með eftirfarandi orðum

stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum.

Jamm, það er sannarlega bragur yfir vestfirsku aumingjarökfærslunni.


mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Aldrei fóru þeir suður.

Gústaf Níelsson, 14.9.2011 kl. 18:13

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég er eiginlega glaður að sjá að einhverjir sjómenn láti ekki kúga sig.

Eyjólfur Sturlaugsson, 14.9.2011 kl. 18:47

3 Smámynd: Vendetta

Ef Ísland gengur í ESB, þá verður enginn fiskur eftir á Íslandsmiðum til að veiða, því að allar fiskveiðiþjóðir sambandsins munu vera á miðunum frá fyrsta degi. Bloggarinn Páll Blöndal, sem ekki leyfir athugasemdir á síðunni sinni, notar fyrirsögnina "Menn að átta sig". Ég tel, að "Menn að tapa áttum" eigi frekar við þessa vestfirzku smábátaeigendur. Í staðinn fyrir að óska sig inn í Fjórða ríkið, ættu þeir frekar að vinna að réttlátara fiskveiðikerfi hér og nú.

Fyrsti styrkurinn sem þeir fá við inngöngu Íslands í ESB gæti nefnilega verið styrkur til að setja bátinn í brotajárn og fara sjálfir í endurþjálfun. Varla er það þannig styrkur sem þeir vilja. Eller hur?

Vendetta, 14.9.2011 kl. 19:11

4 identicon

Hrunið 2008 var ekki bara auðrónum að kenna. Valdhafarnir áttu sinn hlut í því vegna eftirlitsleysis og firringar. Enda eru íslenskir stjórnmálamenn handónýtir. Þeim mun minna vald sem þeir hafa, þeim mun betra fyrir þjóðina.

Badu (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 19:33

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Stórfurðuleg framtíðarsýn. 

Að ætla að lifa á styrkjum. 

Hversu lengi getur slík atvinnustarfssemi gengið?  

Viggó Jörgensson, 14.9.2011 kl. 22:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Öðruvísi mér áður brá.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 22:25

7 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er slæmt, það þarf þó að skoða hvað veldur, þessir menn hafa ekki fengið eðlileg starfskilyrði til langs tíma. En þetta jarm í þeim um ESB aðild jafnast á við að ætla að væla út örorku.

Rífið ykkur nú upp drengir, það gengur ekki að liggja bara í volæði þarna fyrir vestan.

Gunnar Waage, 14.9.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband