Þriðjudagur, 13. september 2011
Forsetinn, þjóðin og umboðslaus ríkisstjórn
Í tveim Icesave-kosningum hafnaði þjóðin tilmælum ríkisstjórnarinnar um að samþykkja milliríkjasamninga við Breta og Hollendinga, sem gerðir voru að kröfu Evrópusambandsins. Í báðum tilvikum var það fyrir atbeina forseta Íslands að þjóðin fékk tækifæri að segja álit sitt á umdeildustu milliríkjasamningum lýðveldissögunnar.
Í Icesave-kosningunum tók þjóðin tilbaka umboð sitt til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Umboðslaus ríkisstjórn á undir eðlilegum kringumstæðum að segja af sér. Við sérstakar aðstæður er forsvaranlegt að ríkisstjórnin sitji sem starfsstjórn og vinni í anda þjóðstjórnar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. nýtur einskins trausts en stendur í stríði við forseta Íslands.
Þjóðin þarf að fá tækifæri að segja sitt álit í þingkosningum.
Forsetadeilan: tímaás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Stórskotaliðsárás" kallar Helferðarstjórnin það þegar ennaðhvort einhver ber á hana brigsl eða lýgur.
Hvað ætti þá að kalla þá lygaherferð sem í dag gengur undir nafninu V-G / Samfylkingu?
Kjarnorkuárás á þjóðina?
Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.