Mánudagur, 12. september 2011
Tíu prósent atvinnuleysi í evrulandi; 6,7 prósent á Íslandi
Atvinnuleysi í þeim ríkjum Evrópusambandsins sem nota evruna er tíu prósent, samkvæmt Eurostat. Í Evrópusambandinu sem heild er atvinnuleysið 9,5 prósent. Þegar þessar tölur eru bornar saman við atvinnuleysi á Íslandi, sem mælist 6,7 prósent, vaknar eftirfarandi spurning:
Telja aðildarsinnar æskilegt að atvinnuleysi aukist um þriðjung á Íslandi?
6,7% atvinnuleysi í agúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar eru búnir að vera með sömu lög og ESB varðandi atvinnu síðan árið 1994, með síðari breytingum.
Afhverju ertu að viðhalda þessari mýtu um atvinnuleysið á Íslandi ef íslendingar ganga í ESB. Á meðan staðreyndin er sú að ekkert mun breytast í þeim efnum á Íslandi við inngöngu í ESB.
Jón Frímann Jónsson, 12.9.2011 kl. 12:38
"Atvinnuleysið er komið til að fara" var yfirskrift tónleika sem Morthens bræður héldu (og Bubbi gaf út laga með sama nafni).
Ástæðan var að varanlegt atvinnuleysi var farið að gera vart við sig á Íslandi í fyrsta sinn í háa herrans tíð. Þetta var árið 1994. Tilviljun?
Haraldur Hansson, 12.9.2011 kl. 12:50
Sennilega ekki Haraldur
hversu há væri þessi tala (6,7%) ef þessir þúsundir Íslendinga sem eru brottfluttir vegna stöðnunar í atvinnumálum?
Magnús Ágústsson, 12.9.2011 kl. 13:29
Frábært viðtal við Nawal Al Saadawi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hún segir Evrópusambandið m.a. berjast gegn arabíska vorinu. Hef ekkert séð um þetta á Smugunni eða hjá Já Ísland. Þeir eru örugglega önnum kafnið við að kíkja í pakkann og hæpa upp stjórnlagaþingið sitt. Hvernig er það, er Nawal Al Saadawi í náhirð LÍÚ?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:30
Er 6,7% með innreiknun á því sem að ríkið er að ýta yfir á sveitarfélögin í gegnum skólana?
1500 manns er ýtt í skólana á bótum (til áramóta) en þá er skorið af og þeir verða annaðhvort að fá námslán eða læra að lifa á loftinu,
Ef (þegar) stór hluti þessa fólks flosnar upp úr námi,. þar sem að skólarnir hafa jú ekki fengið neina auka-fjárveitingu, komast þeir ekki út á bætur en enda á framfærslu sveitarfélaganna. Söömu sveitarfélaga og "stjórnin" ætlast til að FJÖLGI í toppstöðunum hjá sér um 55% þar sem að þau eiga að fylgja þenslu Spillingaraflanna.
Óskar Guðmundsson, 12.9.2011 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.