Hönnu-plott: alvara eða brandari?

Samfylkingar-Eyjan er í spunaframleiðslu fyrir Samfylkingu og verður þess vegna að taka með klípu salts. Í kvöld segir téður miðill að stuðningsmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafi ,,lekið" könnun sem gerð var í sumar og sýndi að Hanna Birna nyti meiri stuðnings til formennsku í Sjálfstæðisflokknum en Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður.

Ef, og þetta er stórt ef, þetta er rétt heldur pólitísk dómgreind Hönnu Birnu ekki máli.

Það er gjörsamlega dautt mál að ætla sér í formennsku Sjálfstæðisflokksins kortéri fyrir landsfund nema vera búin að taka á máli málanna fyrir löngum og stimpla sig inn af krafti í því sem skilur heiðvirða sjálfstæðismenn frá afgangspakkinu: afstöðunni til umsóknar Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Hanna Birna hefur varla stunið upp orði um afstöðu sína til Evrópumála. Þess vegna hlýtur Hönnu-plottið að vera samfylkingarlygi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að velta því fyrir mér þegar góðir og gegnir Sjálfstæðismenn eins og Sigurður Jónson mæra Hönnu Birnu í formannsslag þá hefur hún hvergi sett fram sína stefnu, það er augljóst að átakalínurnar í næstu kosningum verða um ESB.

það þýðir ekki að sýna okkur niðurstöður úr gamalli könnun, fylgi í stjórnmálum er síkvikt og hefur tekið ákveðna afstöðu sem fellur vel að vilja kjósenda ég er ekki viss um að núið sé jafn hliðhollt Hönnu Birnu ef hún hefur ekki einarða afstöðu gegn ESB.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:11

2 identicon

Fyrirgefið!

það féll út hjá mér áðan að það er Bjarni Benediktson sem hefur tekið ákveðna afstöðu í ESB málinu sem fellur vel að vilja kjósenda.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:16

3 identicon

Leyfum nú Hönnu Birnu að ákveða, hvort hún gefur kost á sér, áður en við krefjum hana um stefnuskrá. Bjarni Benediktsson hafði til dæmis heilt ár til að lesa samþykkt landsfundar, áður en hann kvað skýrt upp úr með, hvernig ætti að skilja hana. En séu menn alveg í spreng af spenningi, geta þeir fundið á netinu og horft á sjónvarpsviðtal Björns Bjarnasonar við Hönnu Birnu, frá 19. ágúst 2009, meðal annars um ESB-umsókn Samfylkingarinnar. Eitt enn, svo að inngangur Páls að þessum pistli misskiljist ekki: Stöð 2 var fyrst með fréttina af Hönnu Birnu, ekki Samfylkingar-Eyjan. 

Sigurður (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 00:29

4 Smámynd: Björn Emilsson

http://www.inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Bj%C3%B6rn_Bjarna$1250640060

Sjáið hvað Hanna Birna segir

Björn Emilsson, 11.9.2011 kl. 01:44

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hanna Birna lýsti andstöðu við Evrópusmabandið í viðstali við Sigurjón Egilsson á Bylgjunni á sunnudaginn. Hún stendur með Bjarna í því máli.

Halldór Jónsson, 12.9.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband