Fimmtudagur, 8. september 2011
Evran eyðileggur Suður-Evrópu
Skuldatryggingarálag á Grikkland er komið upp í 3000 punkta, eða tífalt hærri en hjá Spáni og Ítalíu, samkvæmt Wall Street Journal. Markaðurinn gerir ráð fyrir að Grikkland falli og allur líkur að það gangi eftir.
Með Grikkland sem efnahagslega eyðimörk munu Spánn og Ítalía standa frammi fyrir álíka manngerðum hörmunum og land Sókratesar.
Tvískipt evra í Norður-Evrópu annars vegar með Þýskaland, Holland, Austurríki og Finnland innanborðg og hins vegar Suður-Evrópu þar sem Miðjarðarhafslöndi nytu gjaldfelldrar suður-evru gæti leitt til jafnvægis og stöðugleika.
En flest bendir til að það sé um seinan að grípa til ráðstafana sem koma skikki á evruland.
Athugasemdir
Já guð forði okkur frá þessari bölvuðu Evru, miklu betra að hafa frábæra krónu sem lækkar kaupið okkar um 50% á einni nóttu með gengisfellingu....
Kjartan Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 02:20
Já og meðan ég man... Við skulum alls ekki taka veiðiheimildir af mönnum sem hafa þá gæfu til að bera að veðsetja þær fyrir ca 50 milljarða og kaupa dominospizzur og toyota bíla fyrir þær..... Það eru mennirnir sem eiga að slá í gegn...
Kjartan Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.