Evran og stríð Þjóðverja og Frakka

Þýskaland var myndað sem þjóðríki eftir sigur á Frökkum 1871. Þjóðverjar og Frakkar háðu stríð 1914 til 1918 og aftur 1939 til 1945. Merkel kanslara er nokkur vorkunn að segja evruna koma í veg fyrir stríðsátök stórþjóða Evrópu.

Friðardúfan evran ræður á hinn bóginn ekki við járnhörð lögmál hagfræðinnar sem splundrar pólitískri óskhyggju um að gjaldmiðill breyti hagkerfum.

Að óbreyttu er engin leið að evran lifi af. Stór-Evrópa með sameiginlegu ríkisvaldi gæti bjargað evrunni. En Merkel þorir ekki að segja þá hugsun upphátt - ekki enn.


mbl.is Evran meira en bara gjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ein stór Evrópa er það ekki 1000 ára ríkið?

Ómar Gíslason, 8.9.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein stærstu mistök Bismarck var að endurreisa þýska keisaradæmið í Speglasalnum í Versölum. Það áttu Frakkar ákaflega erfitt að fyrirgefa Prússum. En það var ekki samkomulag um endurreisnina annars staðar á þýsku landi.

Að bera saman gjörólíka hluti og vaða milli ólíkra tíma er líklega ekki rétti mælikvarðinn.

Líklega á Evran heftir að standast þessa áraun sem nú eru í heimsfjármálunum. Sennilega á íslenska krónan fyrr eftir að bíða þau örlög að hafna á öskuhaugum sögunnar en evran sem gríðarleg framleiðsla og verðmæti byggja að baki. Kannski hún sé að því leyti gulltryggð.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Björn Emilsson

Við lok seinni heimstyrjaldarinnar gaf USA þjóðverjum enn eitt tækifæri að haga sér eins og menn meðal þjóða. Með því skilyrði þó að ekki yrði endurnýjaður þýski herinn. Gáfu þeim svo ótalda dollara í formi Marshall adstoðarinnar til uppbyggingar landsins. Fleiri lönd fengu líka ríflega aðstoð, þam Island. Bandaríski herinn er ennþá grár fyrir járnum í Evrópu og eru enn að auka umsvif sín með eldflaugnapöllum.

ESB sinnar ættu að skoða sögu Evrópu, gas klefana og allar þær hörmungar sem þessi þýska þjóð hefur valdið mannkyni. Ekki þarf lengra að fara en til hörmnganna í Bosníu sem enduðu ekki fyrr en flugher USA tók til sinna ráða.

Björn Emilsson, 8.9.2011 kl. 21:39

4 identicon

Hörmungana í Bosníu.....  Flugher Bandaríkjana hefur framið fjölda stríðsglæpi.  Eldsprengjur voru notaðar viljandi til þess að grilla saklausir borgara Þýskarlands og Japans, afsökuninn var að það var verið að reyna að draga úr báráttu þrek þeirra.  Ég skil ekki þessa ESB Grýlu sem er verið að reyna að búa til.  Þið gagnrínið ESB fyrir það sem það sem það er ekki og gæti verið í framtíðina í hugmynda heim ykkar, en elskið Bandaríkjana þrátt fyrir að vera það er miskunarlausasta og öflugasta herveldi og efnarhagsveldi sem nokkuð tíma hefur verið til í núverandi heimssögu.  Þetta ríki hefur verið í stríði frá því það var til, skoðið bara sögu Bandaríkjana.  Fyrst voru þau að drepa Breta, svo Indíána, Mexicanar, Kúbverjar, Haitibúar, Fillipseyingar og fleiri og fleiri.  Þegar Japanir vildu ekki viðskipti við Bandaríkin á sínum tíma þá mætti Ameríski flotinn og þá fengu Japanir að velja hvort þeir vildu opna landið með vondu eða góðu.  Hvernig hafa Bandaríkjamenn farið með Suður og Mið Ameríku ?  Þið sem vilja hafa augun opin vitið það.  Þannig að áður en farið er að hrósa Kananum þá skulu menn átta sig á því að það er ekki einasti hlutur sem þeir gera nema það sé þeim eða viðskiptaveldi þeirra í hag.

Rabbi (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 01:01

5 Smámynd: Björn Emilsson

Rabbi... gott hjá þér. Gleymdu ekki Hiroshima og Nakasaki atombombunum. Bandaríkin eru byggð upp af Geimverum, með þeim eina tilgangi að ná heimsyfirráðum. Líttu bara á hvað hefur skeð síðan Bandaríkin urðu til. Það varð ljós. Þeir meir að segja smíða sínar flugvélar og geimför sjálfir. Auk alls annars, bara nefndu það. Áður en þeir komu til skjalanna ríkti miðaldamyrkur kaþólsku kirkjunnar. Þeir hafa auk þess gert útaf við Nazista, Kommunista og eru nú í gangi með að útríma Islam. Ameríka hefur hag af ESB, vegna fjárfestinga bandarískra fyrirtækja þer. Þeir hafa þegar pungað út ómældum billjónum dollara til að halda ESG gangandi.

Björn Emilsson, 9.9.2011 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband