Óreiðumenn í skjóli vinstristjórnarinnar

Björgólfur Thor Björgólfsson spyr hvers vegna aðeins þrír af stórtækustu óreiðuauðmönnum útrásarinnar séu gjaldþrota. Stutta svarið er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skaut skjólshúsi yfir vini sína frá útrásartímum. Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri er skýrasta dæmið.

Jón Ásgeir fjármagnaði Samfylkinguna á sínum tíma og hún galt tilbaka með því að beita fyrir sig ríkisbankanum til að aðstoða Jón Ásgeir að halda fjölmiðlaveldi sínu óskertu á kennitölu eiginkonunnar.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig.  ber ábyrgð siðferðilegri upplaus eftirhrunsins þar sem óreiðuauðmennirnir ganga ekki bara lausir heldur halda þér eigum sínum og mannaforráðum.


mbl.is Auðsældin á Íslandi á röngum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægrimenn í skjóli vinstristjórnarinnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 11:28

2 identicon

Ég myndi nú segja að réttnefni fyrir það sem svo oft er kallað vinstristjórn sé mun fremur "tækifærissinnastjórnarinnar".

Axel Óli Ægisson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 11:47

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er skandall að Jón Ásgeir og fleiri eru ekki gjaldþrota

En það er ekki ríkisstjórninni að kenna það eitt er víst.

Hvað styrkti FL goup Sjálfstæðislfokkinn mikið.. 40milljónir?? Hver átti FL Group??  Kannski Jón Ásgeir og hans gengi???

Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

„Stjórnvöld héldu gengi krónunnar allt of háu..."

Að sjálfsögðu handstýrðu stjórnvöld flotgenginu. Gjaldeyrisfölsunar svikamylla bankanna hafði auðvitað ekkert með það að gera, þegar þeir skráðu öll ólöglegu gengistryggðu krónulánin sem gjaldeyriseignir og tóku út beinharðan gjaldeyri í staðinn sem var sendur til Tortola. Björgólfur hafði auðvitað ekert með það að gera, hann var bara mjög óheppinn að eiga líka slatta af félögum á Tortola.

Gott ef íslensk stjórnvöld handstýrðu ekki líka lofthitastiginu í miðbæ Reykjavíkur og höfðu hann allt of háan. Á tímabili var ekki hægt að fá sér bjór við Austurvöll nema með svitann fossandi niður af enninu á sér. Að sjálfsögðu hafði sumarið ekkert með það að gera, þetta voru bara mistök stjórnvalda!

Kanntu annan Björgólfur?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband