Mánudagur, 5. september 2011
Evrópska stjórnmálaelítan lömuð; markaðurinn hafnar evrunni
Fyrir tíu dögum sagði forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Kristín Lagarde, að evrópskir bankar yrðu að fá endurfjármögnun annars myndu þeir falla hver af öðrum. Maður gekk undir manns hönd að afneita Lagarde og segja hana mislesa ástandið.
Lagarde, sem til skamms tíma var fjármálaráðherra Frakklands, gat sagt það í Washington sem ekki á segja í Brussel; valið stendur á milli stórfelldrar uppstokkunar á bankakerfi evru-ríkjanna eða að evru-samstarfið leysist upp í skipulagslega óreiðu.
Grikkland er gjaldþrota, þarf að afskrifa um 50 prósent skuldanna og gengislækkun upp á 30 til 40 prósent. Hvorugt er í boði í Evrulandi. Ástæðan fyrir því að Grikklandi er enn haldið á floti er ótti við að hagkerfi Portúgals, Spánar og Ítalíu falli í kjölfar Grikklands.
Evrópska stjórnmálaelítan er lömuð vegna þess að Evrópuhugsjónin hangir á gjaldmiðli sem markaðurinn hefur hafnað.
Á haustin kemur uppskeran í hús. Hrunið í Wall Street varð haustið 1929, Lehman bræður féllu haustið 2008. Og já, Bretland sagði skilið við ERM-samstarfið, sem var undanfari evrunnar, haustið 1992.
Mikil verðlækkun í kauphöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með haustinu kemur vindurinn...
Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 11:42
Já, hann er kaldur og hvass.
http://www.ruv.is/frett/belhaj-krefst-afsokunarbeidni
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.