Mánudagur, 5. september 2011
Lögmætur forseti og umboðslaus Jóhönnustjórn
Ríkisstjórnin fór út fyrir umboð sitt frá kjósendum þegar hún sendi til Brussel umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin tapaði tveim þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave-málið, sem forseti Íslands hafði forgöngu um í kjölfar þjóðfélagsumræðu þar sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu gegn þjóðvarviljanum.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er umboðslaus þar sem hún þegar við stofnun gerðist sek um svik við kjósendur í grundvallarmáli.
Ólafur Ragnar Grímsson er þjóðkjörinn forseti og hefur á seinni hluta embættisferlisins sýnt sig málssvara þjóðarviljans.
Vill forsetann í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hrokafull og kjánaleg að vanda hún Álfheiður. Hún er einn af aumustu alþingismönnunum og er þegar af nógu að taka í þeim flokki.
Björn (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.