Pólitískur taprekstur gengur ekki endalaust

Jóhönnustjórnin tapaði kvótaumræðunni í hádeginu þegar RÚV sagði frá andstöðu ASÍ við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ríkisstjórnin tapaði ESB-málinu fyrr í mánuðinum þegar formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kröfðust þess að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu yrði afturkölluð.

Þótt formlegt umboð alþingis, og þar með stjórnarinnar, renni ekki út fyrr en vorið 2013 er pólitískt lögmæti ríkisstjórnarinnar löngu farið veg allrar veraldar.

Í kosningum verður til pólitískt fjármagn sem kemur fram í fylgi stjórnmálaflokka. Óskrifaður samningur milli almennings og stjórnvalda er að pólitíska fjármagnið skili þjóðfélagslegum arði. Jóhönnustjórnin hefur verið rekin með póltísku tapi frá upphafi með því að málefnin sem stjórnin ber fram ónýtast; auk kvótafrumvarpsins og ESB-umsóknar má nefna klúðrið við stjórnlagaþingið og stjörnuvitlausar ráðstafanir í málefnum verðbréfasjóða og sparisjóða.

Í kosningum verður til nýtt pólitískt fjármagn. Þess vegna þarf að kjósa í haust.


mbl.is Ráðherrar hugi að pólitískri stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Svo mætti kannski nefna fjárausturinn vegna hins sérkennilega landsdómsmáls, gegn fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde.

Gústaf Níelsson, 25.8.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband