Samningur, kosningar og ESB-aðild

Laumuaðildarsinnar og sumir sem temja sér valkvæðan einfeldningshátt í afstöðu til opinberra mála segjast hvorki vera með né á móti aðild að Evrópusambandinu. Þeir vilji bara fá að kjósa um SAMNINGINN. Evrópusambandið sjálft hefur útilokað þessa leið. Það er einfaldlega ekki hægt að fá samning um aðild að Evrópusambandinu án þess að hafa aðlagað sig áður að sambandinu.

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

 Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Kosningar í lok aðlögunarferlis eru aðeins hugsaðar sem öryggisventill, ekki sem raunverulegt val kjósenda. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að þjóð sem sækir um aðild geri það af einbeittum vilja og yfirlýstum ásetningi að verða aðili að Evrópusambandinu.

Laumuaðildarsinnarnir og valkvæðu einfeldningarnir verða að finna sér aðra afsökun fyrir afstöðu sinni en lýðræðisást.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Já mikið rétt!

Jóhanna og Össur halda svo á lyklinum að öryggisventlinum þ.e niðurstaðan úr  þjóðaratkvæðagreyðslunni um að segja okkur úr sambandinu, ÞEGAR öll ríkin 27 eru búin að samþykkja fulla aðild okkar að ESB, gildir ekki ef Alþingi ákveður annað.

Þetta kalla Evruþjóðerniskratarnir lýðræði!

Litli kallin í VG dinglar svo með svo framalega og hann fær að máta allskonar búninga eins slökkviliðsbúning, rústabjörgunarbúning og annað sem þykir töff á hverju augnabliki fyrir sig.

"Steingrímur lauk fundinum á þeim orðum að rústabjörguninni væri nú að mestu lokið og nú væri hægt að fara að byggja upp"

"Á sama tíma skrifar Seingrímur J. hverja greinina af annarri um að Ísland sé að rísa úr sæ vegna snilldartakta hjá þessari ríkisstjórn. Til þessa hefur Steingrímur klifað á því að hann væri í slökkviliðinu og innan um brunarústir"

Eggert Sigurbergsson, 25.8.2011 kl. 07:47

2 identicon

Ástæða þess að Össur vill flýta aðildarferlinu svona mikið er vegna þess að hann lítur svo á að umsóknin sé að falla á tíma sem og hann sjálfur.

Össur vill kjósa um aðildarsamning fyrir Alþingis-kosningar vorið 2013.

Þetta er vegna þess að EF samningurinn yrði samþykktur, þá gæti það orðið til þess að Samfylkingin landaði glæsilegum kosningasigri í Alþingiskosningunum 2013.

Segjum svo að það gangi eftir og að samningur yrði tilbúinn í nóv./des. 2013, þá tekur við kynningarferli hér heima fram á kosningum um samninginn sem yrðu í mars 2013.

Tvennt er hættulegt í þessu tilviki:

1. Hröðun aðildarviðræðna auka líkur á lélegum samingin, þar sem samningarmenn Íslands "semji af sér".

2. Kynningarferlið yrði stutt og snubbótt, (ca. 2-3 mánuðir) sem þýðir að þjóðin fengi ekki allar upplýsingar um innihalds samnings upp á borðið.

Með þessu er sagt að stutt (og óljóst) kynningaferli leiði til þess að kjósendur hér á landi segi já við samningnum í blindi, en þannig vilja Össur og co. hafa þetta.

Kjartan Fr. Erlingsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 10:05

3 identicon

Best væri auðvitað að menn kæmu sér saman um að fresta þessum aðildar/aðlögunarviðræðum um a.m.k. 2 ár, meðan allt er í óvissu um framtíð ESB og EVRUNAR.

Að 2 árum loknum ætti það að liggja ljósar fyrir og þá fengi þjóðin að kjósa um það hvort að halda ætti áfram aðildar og aðlögunarviðræðum við ESB.

Ef þetta yrði gert væri þetta til að sætta stríðandi fylkingar og bera klæði á vopninn. Þeir sem vilja ESB aðild ættu ekki að vera hræddir um þetta, því þeir sumir hverjir fullyrða að ESB og EVRAN muni bara koma sterkari út úr þessum hremmingum.

En ég efast um að Samfylkingin og þessi ESB sértrúarsöfnuður geti tekið slíku sáttaboði. Því hingað til hafa þeir keyrt þetta mál áfram af hroka og yfirlæti, "vér einir vitum" syndromið verið alls ráðandi.

Því er ólíklegt að þessi leið fái framgang.

Þá finnst mér þó illskárra að flýta þessu hörmungar ferli og ná að kjósa um það vel fyrir Alþingiskosningar 2013.

Það eru engar líkur á svokölluðum "góðum samningi".

Þetta er aðeins spurning hversu afleitur hann verður.

Því óttast ég ekki að þó svo að sjálft kynningarferlið verði stutt þá mun almenningur ekki láta plata sig og vera vel á verði og þó svo samningurinn verði ekki eins afleitur og reikna mætti með þá verður hann einfaldlega kolfelldur af þjóðinni. fólk hefur meira og minna gert upp hug sinn gagnvart þessu máli og ESB stjórnsýsluapparatið hefur alltaf betur og betur sýnt vanhæfni sína og það hefur hj´lpað fólki a taka afstöðu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 11:41

4 identicon

Það sem er svo kostulegt með ESB inngönguóðra að upp til hópa virðast þeir vera illlæsir á enska tungu og fullyrða að málskilningur ESB - efasemdarmanna um hver rétt þýðing þessa kafla sem síðuhaldari vitnar í er raunverulega er og hafna alfarið skilningi þeirra sem sjá ekki Brussel - dýrðarveröldina sömu björtu augum. 

Þeir jú skilja útlensku harla vel og fullyrða að í textanum standi að einungis um algerlega óbindandi viðræður er að ræða sem enda með að allir fái frá ESB - jólapakka, sem þeir síðan fá að opna og verða voða glaðir með innihaldið sem kemur til með að vera allt annað og flottara en lög og reglur sambandsins segja til, sem og allir framámenn þess, sem hafa hafnað alfarið öllum reglubrotum okkur í hag. 

Voða mikið 2007, enda eru auðrónarnir og útrásarglæpagengin fremst í flokki ESB - inngönguóðra, sem eigendur Samfylkingarinnar og Baugsmiðlanna, sem er haldið út sérstaklega til að verja meint glæpaverk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ríkisstjórnina, Samfylkinguna og ESB.  Enda virðist ESB lítið annað en enn einn útrásardraumur fólks sem neitar að viðurkenna sannleikann og eru á raunveruleikaflótta. 

Meirihluti íbúa ESB ríkjanna segjast óánægðir með veruna í sambandinu sem og upptöku evrunnar.  Möo. þeir telja sig hafa verið betur komniráður en þeir gengu inn.  Þá er lag fyrirþriðjung íslensku þjóðarinnar að stökkva um borð í sökkvandi ESB - dallinn.

Gúgúl frændi á þessa fínu þýðingarvél og til gamans og aðstoðar málfátækum ESB - inngönguóðum þá renndi ég textanum í vélina sem kemur frá Evrópusambandinu sjálfu á enskri tungu og fékk hann til að skýra út málið á íslensku.  Nú hafa ESB - efasemdarmenn eytt miklum tíma í að reyna að skýra út fyrir inngönguóðum hver rétt þýðingin er, svo það er ekki vont að fá álit Gúgúls sem er algerlega óháð og ópólitísk þýðingarvél.:

.

"First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable."

 .

Þýðing Gúgúls frænda.:

.

 "Í fyrsta lagi er mikilvægt undirstrika að hugtakið "samningaviðræðum" getur verið villandi. Aðildarviðræður áherslu á skilyrði og tímasetning samþykkt, framkvæmd frambjóðandi og beitingu reglum ESB - sumir 90,000 síður þeirra. Og þessar reglur (Einnig þekktur sem "gerðanna", franska fyrir "Það sem hefur verið samþykkt") eru ekki samningsatriði."

.

Þetta fjallar um jólapakkakíkirí segja ESB - inngönguóðir og hefur ekkert með aðlögun að gera.  Einn alhörðust ESB - inngönguóðra gekk svo langt að þýða fyrir mér að orðið "aðlögun" sem væri rangt og í raun og veru þýddi þetta "innlimun" sem mér þótti enn betri þýðing.  Hann vildi taka það til baka þegar hann áttaði sig á að hafa sagt sannleikann.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband