Sjálfstæðisflokkurinn ræður stjórnarslitum

Þrátt fyrir björgunaræfingar Össurar er ríkisstjórnin komin að fótum fram málefnalega ekki síður en fylgi áhrærir. Sjálfstæðisflokkurinn ræður því hvort það verða Vinstri grænir sem sprengja stjórnina eða Samfylkingin.

Ef samfó-deild Sjálfstæðisflokksins fær að ráða verða tónuð skilaboð um ,,frjálslyndi" og ,,atvinnumál" en það er uppáhaldsorð Þorsteins Pálssonar, Þorgerðar Katrínar, Guðlaugs Þórs og Árna bæjó Sigfússonar. Frjálslyndiskvak veit á stjórn með Samfylkingunni.

Fullveldi, ný utanríkisstefna, fæðuöryggi og byggðamál eru lykilorð sem Vinstri grænir þurfa að heyra til að þeir hugsi sér til hreyfings úr ónýtu ríkisstjórninni hennar Jóhönnu.

Hvor um sig stjórnarflokkurinn er farinn að hugsa til næsta kjörtímabils. Sjálfstæðisflokkurinn verður að gefa til kynna hvert hugur hans stefnir. Bjarni formaður talaði afdráttarlaust um að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Það var ágæt byrjun en meira þarf til.


mbl.is VG gagnrýnir iðnaðarráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ósköp er ég hræddur um að ekkert er að marka þessa yfirlýsingu Bjarna, sem hefur séð sig knúinn til að gefa hana eftir Icesave "ískalda hagsmunamatið".  Yfirlýsing sem er einungis til heimabrúks og verður að engu ef og þegar hann fer í korter í þrjú vangadansinn við samfylkinguna þegar mynda á nýja stjórn.  Þá verður eðlilega fallið frá hugmyndinni í hrossakaupum. 

Í framtíðinni geta flokkar þverbrotið öll kosningaloforð og flokkssamþykktir sem kemur ekki til með að þykja stórmál eftir það sem trúðurinn Steingrímur J. og VG hafa boðið þjóðinni uppá.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 12:39

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

HÆNIR  Seyðisfirði, 22. júní 1929

"ísland fyrir íslendinga."

"Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er í þremur orðum: ísland fyrir íslendinga. Aðalstefnumálunum er lýst í tveimur liðum, sem meginatriðum til fullnægingar stefnuskránni. Meginkjarni stefnumálanna er, að efla og tryggja frelsi og sjálfstæði einstaklinganna inn á við og þjóðarheildarinnar út á við. í þessu felst, að því er veit út
á við, að undirbúa uppsögn sambandslaganna frá 1918 að enduðu samningstímabilinu. En það atriði veit einnig inn á við, þar sem einungis með því móti má það verða, að landsmenn fái aðstöðu til þess einir, að njóta gæða landsins. En á meðan sambandslögin vara, með hinu margumrædda jafnréttisákvæði 6. gr., er þetta síður en svo tryggt og gæti stafað beinn háski af, ef sambandsþjóðin seildist hingað til nokkurra muna til veiðifanga og til þeirra hluta nauðsynlegra landsnytja, eins og ambandslögin heimila þegnum hennar til jafns við íslendinga.
Að þetta ákvæði standi óhaggað lengur en óhjákvæmilegt er, getur auðvitað ekki komið til nokkurra mála. — Önnur er sú grein sambandslaganna, 7. gr., um umboð
Danmerkur til þess, að fara með utanríkismálin í umboði íslands, sem Sjálfstæðismenn telja jafn sjálfsagt að falli burt, jafnhliða 6. gr., og að ísland þá taki utanríkismálin  sínar hendur. En með því að nema þessar tvær greinar burtu úr sambandslögunum, virðist málefnasamband íslands og Danmerkur upphafið og sambandslögin úr gildi feld.
"

Evruþjóðerniskratarnir sem hafa laumað sér í raðir Sjálfstæðismanna vinna nú beint gegn rótum Sjálfstæðisflokksins með því að veita 502.000.000 manna jafnan rétt á fiskveiðiauðlindinni OKKAR ásamt því að afhenda meginlandsbúum forræði í utanríkismálum. Í framhaldinu mun þessi hópur krefjast þess að ný sambandslög verði samþykkt þegar Evrópa ákveður að rétti tímin sé komin á að innlima jaðarríkin til að kjarninn, Þýskaland og Frakkland, megi dafna en um sinn.

Þrátt fyrir rúmlega 80ára baráttu þá þarf en og aftur að standa á verðinum gagnvart landsölumönnum sem sjá erlent vald með glýju í augunum og eru tilbúin að fórna velferð landsmanna fyrir smá sveiattan frá hinum háu herrum.

Eggert Sigurbergsson, 25.8.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband