Mánudagur, 22. ágúst 2011
Framsóknarflokkur losnar úr viðjum Halldórs Ásgrímssonar
Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar tapaði fylgi á landsbyggðinni en jók það ekki í þéttbýli. Halldór stýrði flokknum í átt til Evrópusambandsaðildar og auðræðis þar sem sérlegur aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnson, var auðkenni.
Á valdaárum Halldórs gengu til liðs við flokkinn metorðaklifurkettir eins og Árni Magnússon sem í dag hrærist í Magma-braski á vegum Íslandsbanka.
Undir núverandi forystu byggir flokkurinn upp trúverðugleika með röska málafylgjuþingmenn og stefnuskrá sem byggir á fullveldi og heilbrigðu efnahagslífi.
Framsóknarflokkurinn er óðum að bæta vígstöðu sína á landsbyggðinni þar Vinstri grænir eru á stórflótta. Í þéttbýli nýtur flokkurinn ungs formanns sem er óhræddur að láta slag standa.
Á ekki lengur heima í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara hið besta mál fyrir Framsóknarflokkinn?
En ég hef ekki enn séð svar þitt Páll við spurningunni hvers vegna þér er svona í nöp við Baugsdæmið. Er einhver von á því svari?
Landfari, 22.8.2011 kl. 21:35
Heill og sæll Páll; jafnan - og aðrir gestir, þínir !
Alröng nálgun hjá þér Páll; að þessu sinni.
Siv og Birkir Jón; eru þarna innanborðs enn - Sigmundur Davíð; hefir ekki haft neina burði til, að reka þau úr flokknum OPINBERLEGA; fremur en Halldór sjálfan - Finn Ingólfsson og Valgerði Sverrisdóttur. Svo; aðeins séu nefnd, að nokkru.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson; er And- byltingarsinnuð luðra, sem öngvu vill breyta, til betri vegu, hér á Ísafoldu, Páll minn.
Það er nú; meginástæðan fyrir hægum - en öruggum dauða, þessa flokks skriflis, þeirra, ágæti drengur.
Og; líkast til - sem betur fer, úr þessu.
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri - úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 21:45
Eg er alveg ægilega ánægður með þennan pistil.
Gunnar Waage, 23.8.2011 kl. 05:06
Landfari, hverjum er ekki í nöp við Baugsdæmið?
Steinarr Kr. , 23.8.2011 kl. 20:19
Arnþrúði Karlsdóttur :)
Landfari, 25.8.2011 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.