Laugardagur, 20. ágúst 2011
Trúin flytur fjöll, en heldur ekki evrunni á floti
Pólitíska elítan í Vestur-Evrópu gerði þau mistök í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna að gera gjaldmiðil að verkfæri til að ná fram meiri pólitískum samruna Evrópusambandsins. Gjaldmiðill lýtur ekki pólitískum lögmálum heldur markaðslegum, eins og evru-kreppan síðustu missera ber glöggt vitni um.
Hagfræðingurinn Paul Krugman gerir ráð fyrir að fleiri en eitt ríki yfirgefi evru-samstarfið á næstunni. Norður-Evrópuþjóðir með Finna í fararbroddi krefjast trygginga frá Grikkjum út á lán sem Evrópusambandð hefur þegar veitt. Andstaða við að fjármagna óreiðuríkin í suðri vex.
Gríska vandamálið er ekki leyst og enn stærra og erfiðara skuldafjall er á Ítalíu. Ríkisfjármál Ítala eru komin í gjörgæslu Evrópuska seðlabankans sem kaupir ítalska ríkispappíra til að halda lánavöxtum Ítala við 5 prósent.
Evru-samstarfið mun ekki lifa þessa kreppu af. Annað tveggja gerist að Stór-Evrópa verður búin til að bjarga evrunni eða evru-samstarfið liðast í sundur. Almenningur í Evrópu er ekki tilbúinn í nýtt ríki og því er svo gott sem öryggt að evru-samstarfinu lýkur.
Fjármálakerfi 17 landa eru undir í evru-kreppunni. Ísland gerði vel í því að halda sínu efnahagskerfi í sem lengstri fjarlægð frá Evrulandi.
Gera úlfalda úr mýflugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.