Verri kjör fyrir evru-lönd en krónulandið Ísland

Krónan, já íslenska krónan, nýtur meiri stuðnings erlendra fjármálastofnana en evran, samkvæmt mælingu á skuldatryggingarálagi. Ef Ísland skipti út krónu fyrir evru myndi skuldatryggingarálagið hækka og við fá verri lánskjör.

Ef við hefðum stjórnvöld hér á landi sem styddu við bakið á krónunni en töluðu hana ekki niður, eins og viðskiptaráðherra gerði síðast í morgun, þá væri endurreisnin lengra á veg komin.

Til að krónan og íslensk efnahagslíf njóti sannmælis þarf að skipta um ríkisstjórn.


mbl.is Skuldatryggingarálagið undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Hef ekki séð nokkra ríkisstjórn í hinum vestræna heimi vinna jafn duglega gegn eigin þegnum

Magnús Ágústsson, 19.8.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: drilli

mesta furða að evrulöndin hafi ekki áttað sig á þessu og tekið upp íslensku krónuna.

drilli, 19.8.2011 kl. 13:45

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Skuldatryggingarálag á ríkisstjórn Íslands löngu komið yfir 200%.

Eini trúverðugi ráðherran, Jón Bjarnason, kemur í veg fyrir að lánshæfnimat ríkistjórnarinnar fari í ruslflokk. 

Eggert Sigurbergsson, 19.8.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband