Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokks heggur að Bjarna Ben.
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og náinn samverkamaður Þorsteins Pálssonar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heggur að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins í leiðara í dag.
Ólafur tekur undir með Merði Árnasyni og fleiri samfylkingarmönnum að Bjarni Benediktsson hafi ekki látið pólitískt mat á hagsmunum Íslands ráða því þegar hann gaf yfirlýsingu um helgina um draga ætti umsókn Íslands tilbaka um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur skrifar
Málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins bendir því miður til að þar sé ekki horft til langtímahagsmuna og "ískalds hagsmunamats" fyrir Ísland, heldur í mesta lagi fram í nóvember og þá til mun þrengri hagsmuna.
Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins taldi sig hafa króað af Bjarna Benediktsson formann og knúið hann til að taka tilboði Össurar um nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Bjarni afþakkaði og þar með er komið veiðileyfi á hann.
Athugasemdir
Páll minn, af hverju spyrðirðu mhann Gulla við Evrópubandalagssinna? Ég veit ekki til þess að hann vilji þangað inn.
Halldór Jónsson, 18.8.2011 kl. 14:15
Ólafur Stephensen hefur akkúrat ekkert vit á málefnum Sjálfstæðisflokksins hvað þá að hann geti gert Bjarna Ben upp skoðanir sem hann hefur ekki. Bjarni kemur nefnilega fram eins og hann er klæddur og segir sína skoðun. Að mínu mati var hún röng í Iceasave málinu en þá sat þó Gulli hjá, sem mér fannst nú ekki stórmannlegt af honum.
Halldór Jónsson, 18.8.2011 kl. 14:19
Guð forði Fólki frá að lesa Fráttablaðið...
Vilhjálmur Stefánsson, 18.8.2011 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.