Aðlögun eða viðræður; falskar forsendur ESB-umsóknar

Ríkisstjórnin og Össur utanríkis sérstaklega hefur lofað þjóðinni að umsóknarferlið sé viðræður við Evrópusambandið en ekki aðlögunarferli. Andstæðingar aðildar hafa lengi vísað til þess að samkvæmt reglum Evrópusambandsins er ekki boðið upp á viðræður, aðeins aðlögunarferli.

Aðlögunarferlið heitir á ensku accession process  þar sem ríki í reynd eru jafnt og þétt tekin inn í sambandið á nokkurra ára tímabili. Aðlögunin felur í sér að umsóknarríki breyti stofnunum sínum, lögum og reglum til samræmis við kröfur Evrópusambandsins. Heitið á laga- og reglugerðarsamþykktum ESB er ,,acquis." Frá þeim pakka eru engar varanlegar undanþágur í boði.

Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Evrópuþingsins dagsettri 24. febrúar 2010 segir berum orðum á hvaða sviðum Ísland þarf að aðlaga sig á næstu misserum.

In the following areas, Iceland will need to make serious efforts to align its legislation with the acquis and/or to implement and enforce it effectively in the medium term in order to meet in due course the accession criteria: fisheries; agriculture and rural development; the environment; free movement of capital; financial services; as well as customs union; taxation; statistics; food safety, veterinary and phytosanitary policy; regional policy and coordination of structural instruments; financial control.

Augljóst er að Evrópusambandið býður ekki upp á að ,,kíkt sé í pakkann" með óskuldbindandi viðræðum. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarþjóð hafi staðfasta vilja til að ganga inn í sambandið. Það segir á heimasíðunni sem útskýrir ferlið að ,,The EU's integration capacity also requires enlargement to be supported by public opinion both in the Member States and the applicant states."

Því fer víðsfjarri að íslenska þjóðin vilji inngöngu í Evrópusambandið. Síðasta könnun sýndi að 64,5 prósent þjóðarinnar er andvíg aðild. Pólitísk hrossakaup leiddu til þess að naumur meirihluti alþingis samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu á þeim forsendum að farið yrði í viðræður en ekki aðlögunarferli.

Einboðið er að Ísland dragi umsóknina tilabaka því hún var send á fölskum forsendum.

 


mbl.is Spenna milli ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband