Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Sósíalismi í Reykjanesbæ
Sósíalistinn Árni Sigfússon bæjarstjóri sjáflstæðismanna í Reykjanesbæ setti sér markmið að fjölga bæjarbúum i anda fimm ára áætlana í gömlu Sovétríkjunum. Til að lokka til sín fólk stóð Árni fyrir stórfelldum opinberum rekstri og hækkaði jafnframt bótagreiðslur.
Niðurstaðan var fyrirsjáanleg: bæjarsjóður er gjaldþrota en bótaþegum fjölgar.
Sósíalisminn er samur við sig í Sovétríkjunum og Reykjanesbæ.
Bótaþegar flytja sig um set til Reykjanesbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sovétkommúnisminn er framför, Páll. Verra var, þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hampaði sem mest fyrirtækjum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins og Geysi Green og Glitni.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 13:12
Hrokinn í ykkur drengir og gáfutalið.
Staðreyndirnar blasa við, fjölskydur hafa of lítið hada á milli til að sjá fyrir sér.
Guði sé lof fyrir það að einhvers staðar skuli vera til húsnæði á verði sem ber mið af tekjum almenns láglaunafólks og bótaþega.
Sér er nú hvert "Norræna velferðarsamfélagið" (æli).
HÉR KOMA STAÐREYNDIR. HVAÐ MYNDUÐ ÞIÐ GERA Í ÞESSARI AÐSTÖÐU?
Eitthvað er orðið öfugsnúið, þegar ekki er hægt að sjá staðreyndir og bera lágmarksvirðingu fyrir fjölskyldum og börnum hér í vanda.
Anna Valdís segir neyðina leggjast á sálina.
„Fólk er að því komið að bugast. Ég fer oft grátandi heim til mín á kvöldin. Það tekur ofboðslega á að hitta fólkið. Það stefnir allt niður á við. Stjórnvöld brjóta allt niður. Þar er á ferð fólk sem er með áskrift að launum sínum og gerir sér enga grein fyrir því hvaða kjör almúginn býr við. Þegar fólk þarf að leita í notaðan skófatnað fyrir börnin sín er eitthvað mikið að í samfélaginu. Í gamla daga var engin skömm af því að ganga í notuðum fatnaði frekar nú. Öðru máli gegndi um skó. Foreldrar vildu ekki að börnin sín væri í notuðum skóm. Nú er árið 2011 og ungir foreldrar þurfa að fá notaða skó þegar börnin þeirra byrja í skóla. Það segir okkur að það er eitthvað mikið að í íslensku samfélagi.
Til okkar hefur komið kona sem hefur tvisvar spurst fyrir um hvort við ættum skó handa barni sínu sem á að byrja í skóla. Við höfum því miður ekki átt skó með númeri barnsins. Móðirin hefur því farið vonsvikin heim – og barnið,“ segir Anna Valdís og biðlar til allra að láta Fjölskylduhjálpinni í té vel farinn fatnað og skófatnað.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 16.8.2011 kl. 13:29
Sami baráttuandinn og Árni Sigfússon hefur sýnt fyrir sitt bæjarfélag birtist í uppfærslu Keflvíkinga á óperunni TOSCA eftir Puccini nú um helgina. Má vera að þetta sé aðþrengt bæjarfélag en það hefur enn ekki látið bugast og grunar mig að þar spili baráttuvilji bæjarstjórans stóra rullu.
Það er illa gert að hæðast að óförum annarra jafnvel þótt einhver dómgreindarbrestur eigi hlut í falli þeirra, því of margir Íslendingar súpa nú seiðið af því að hafa látið blekkjast og Keflavíkingar eiga það alls ekki skilið.
Ragnhildur Kolka, 16.8.2011 kl. 13:46
Það er ekki mikil reisn yfir því að baða sig upp úr annarra manna frægð og farsæld, en að nýta annarra manna örbirgð og vansæld til áframhaldandi áróðurs er fyrir neðan iljar.
Fyrirlitning þín á bæjarstjóra Keflavíkur og fjölskyldunni allri, fer að verða þráhyggjukennd og ógeðsleg, en láttu bótaþegana í friði.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.8.2011 kl. 14:43
Komið þið sæl; Páll - og aðrir ágætir gestir, þínir !
Ragnhildur Kolka; og Jenný Stefanía !
Hvað; sjáið þið í orðum Páls, sem ekki fær staðist raunveruleikann ?
Og Ragnhildur !
Hlífiskjöldur þinn; yfir áratuga löngum hryðjuverkum ''Sjálfstæðis flokksins'' í íslenzku samfélagi, er fremur ógeðfelldur.
Minnir okkur á; þegar stöku menntamaður, bar blak, af óskapnaði Rauðu Khmeranna, austur í Kambódíu, forðum.
''baráttuvilji bæjarstjórans'' er gegnsýrður, af eiginhagsmuna poti og viðvarandi braski hans sjálfs, Ragnhildur mín - hafir þú ekki; eftir tekið.
Vona; að viðhorf þín, séu ekki menguð, að velvilja þínum, til gáfna ljós anna, í Teboðs hreyfingunni Bandarísku - sem þú hefir verið að verja, á síðu Róberts Björnssonar að undanförnu, ágæta Ragnhildur.
Ég hugði; sjóndeildarhring þinn hafa meiri vídd, en skrif þín og viðhorf öll, gefa okkur öðrum til kynna; þér, að segja.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:41
Óskar Helgi, þó þú sért ókrýndur hermaður orðaskaks og munnbrúks, þá gæti enginn sannfært mig um að þú ættir það til að munnhöggvast og alhæfa um bótaþega, eða sparka stöðugt í (löngu) fallinn bæjarstjóra. Þarna langt undir þykku brynjunni þinni, slær nefninlega góðgjarnt og velviljað hjarta.
Kátar kveðjur í Árnesþing
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.8.2011 kl. 18:31
Sósíalismi? Er það ekki spilling þegar opinberir aðilar fara á svig við lög um opinber útboð með því að fara í samstarf við útvalda einkaaðila án útboðs?
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251115&pageId=3460242&lang=is&q=Framt%ED%F0in%20%ED%20s%E9rh%E6fingu
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 19:04
Það er eitthvað alvarlegt á seiði þegar lesskilningur manna eins og Óskars Helga er jafn brotakenndur og þessi skrif hans bera með sér. Jú, ég geri mér grein fyrir að taka upp hanskann fyrir Árna Sigfússon flokkast til dauðasynda í ranni Óskars Helga. Og samkvæmt óskeikulum dómi hans hef ég ekki bætt stöðu mína með vörnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn gegn hatursáróðri skoðanabræðra hans. En rétt eins og Óskar Helgi hefur ekki skilið orð af því sem ég sagði á síðu Róberts Bjönssonar þá skilur hann auðvita ekkert í andmælum mínum og Jennýar Stefaníu.
Það verður þó að segjast að það er of langt gengið þegar hann jafnar Árna og verkum hans við böðulsverk rauðu khmeranna. Jafnvel höfundur þesarar síður leyfir sér það ekki og kallar hann ekki allt ömmu sína þegar bæjarstjórann í Keflavík ber á góma. Þessi ummæli Óskars Helga gera hann ómarktækan líkt og þegar menn lúta niður á það plan að líkja andmælendum við Hitler og kóna hans.
Ég eyði ekki fleiri orðum í þessi raupskrif Óskars en bendi honum á að það er ekki nóg að kunna stafrófið. Lesskilningur fullkomnast í merkingarauka orðanna.
Hvað það varðar er Óskar Helgi langt utan sólkerfisins.
Ragnhildur Kolka, 16.8.2011 kl. 19:08
Komið þið sæl; á ný !
Jenný Stefanía !
Hvergi; hugðist ég vega, að bótaþegum - á nokkurn handa máta, en Árni Sigfússon á hvert, minna orða skilið, að sönnu - og hans þénarar, allir.
Ragnhildur !
Jú; jú, ykkur svellur móður, að ég skuli VOGA mér, að gagnrýna vinnu brögð hryðjuverka flokks, nr. 1 - vitaskuld, hefði ég getað nefnt hjálpar hellurnar, nr. 2 / 3 og 4, (B - S og V lista) einnig.
Hvað Rauðu Khmerana varðar; skaut þeim snöggt upp í koll minn - kannski, ég hefði getað nefnt Tupa Maros, eða aðra, Ragnhildur.
Reyndu svo; að fara að koma ofan á jörðina, í lesskilningi almennum, ágæta frú.
Með sömu kveðjum - sem áður / öngvu; að síður
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 19:34
Afléttum oki líú, krefjumst frjálsra handfæraveiða,
leysum byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.
Aðalsteinn Agnarsson, 16.8.2011 kl. 23:52
Hvað um sósíalisman frá 2000 til 2009 þegar ríkisútgjöld að raunverði jukust um heil 33% á hvert mannsbarn á Íslandi og fjöldi opinberra starfsmanna jókst um yfir 25% á þeim sama tíma. Eftirlit Seðlabankans og FME og það var búin til ofurkróna og jöklabréfin með 12% raunvöxtum og þetta í raun útrýmdi öllu sem var útflutningsiðnaður.
Þetta eru álitin ein mestu hagstjórnarmistök sem gerð hafa verið í vestrænu landi og í raun endaði þetta með gjaldþroti Seðlabanka Íslands og nærri 400 miljarðar lentu á ríkinu eða skattborgurum þessa lands.
Meðan þeir sem ábyrgðina bera eru ofureftirlaunaþegar Íslands og fólk sér ekki sólina fyrir þessum snillingum.
Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.