Samfylkingin fær taugaáfall

Forysta Samfylkingar stóð í þeirri trú að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins myndi spila með í ESB-málinu líkt og hann gerði í Icesave. Sú von brást um helgina þegar Bjarni boðaði harða andstöðu gegn ESB-umsókn Samfylkingarinnar. Í raun er Bjarni aðeins að framfylgja stefnu sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti fyrir ári - að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Björgvin G. Sigurðsson, Mörður Árnason og Gísli Baldvinsson eru meðal þeirra sem hafa bloggað um yfirlýsingu Bjarna. Samfylkingar-Eyjan hjólar í Bjarna í dag fyrir þátttöku hans í viðskiptum. Tímasetningin er engin tilviljun.

Ástæðan fyrir taugaáfalli Samfylkingar er að yfirlýsing Bjarna gjöreyddi öllu því pólitíska kapítali sem Samfylkingin hefur eytt í ESB-umsóknina. Og flokkurinn hefur ekkert annað málefni - er gjaldþrota.

Forysta Samfylkingarinnar veit sem er að yfirlýsing Bjarna er þýdd og send framkvæmdastjórninni í Brussel. Evrópusambandið mun ekki vilja tengja nafn sitt við einangraðan eymdarflokk á Íslandi sem dregur í svaðið Evrópuhugsjónina um lýðræði og samstöðu almennings í stórum samfélagsmálum.


mbl.is Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grásleppan

Það á að draga umsóknina til baka strax!!! Eins og skot!!! Þetta eru landráð!
Samfylkingin stundar glæpi gegn íslensku þjóðinni!

Grásleppan, 15.8.2011 kl. 19:46

2 identicon

Mörður er bara enn einn kjáni Samfylkingarinnar á þingi.

Björn (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 19:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Mikið var að,,,, förum ekki nánar út í það. Ég fagna þessar eindregnu yfirlýsingu Bjarna. Hann á stóran hóp aðdáenda.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2011 kl. 20:48

4 Smámynd: Grásleppan

Bjarni er Gull af manni

Grásleppan, 15.8.2011 kl. 21:07

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjerni Ben væri Gull af manni ef hann hætti sem Formaður Sjálfstæðisflokksins.þá mundu margur bera virðingu fyrir honum...

Vilhjálmur Stefánsson, 15.8.2011 kl. 21:24

6 Smámynd: Elle_

Sammála Vilhjálmi.  Ætlið þið hin í alvöru að taka manninn trúanlegan eftir ICESAVE??

Elle_, 15.8.2011 kl. 22:38

7 Smámynd: Elle_

Spurningunni var ekki beint til Björns að ofan, enda var hann ekkert að vísa í Bjarna Ben.

Elle_, 15.8.2011 kl. 22:42

8 identicon

Ég á nú dálítið bágt með að trúa Bjarna í þessu máli.  Þetta virðist algjör umsnúningur hjá honum í þessu máli m.v. það sem hann hefur sagt áður og mögulega gert til að kaupa sér einhverjar vinsældir innan ákveðins arms D-flokksins fyrir næsta landsfund.  En hvað veit ég...

Skúli (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband