Bjöggi Sex-Pistols gerist stjórnmálaskýrandi

Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hrunstjórninni. Þann 2. september 2008, fjórum vikum fyrir hrun var hann á fundi í London og fékk að heyra frá Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að íslensku bankarnir væru margfalt gjaldþrota.

Hvað gerir viðskiptaráðherra lýðveldisins við slíka fregn? Flýtir hann sér heim með ótíðindin og undirbýr neyðarúrræði vegna yfirvofandi fjármálahruns? Nei, Björgvin G. fer á tónleika með pönksveitinni Sex Pistols sem spiluðu í Hammersmith kvöldið sem viðskiptaráðherra fékk frá fyrstu hendi staðfestingu að að íslensku bankarnir væru á leiðinni í ræsið.

Björgin G. reynir hönd sína við stjórnmálaskýringar eftir að hann varð réttur og sléttur þingmaður. Hér er snilldargreining frá sérfræðingi Samfylkingarinnar í málefnum Sex Pistols og Evrópusambandsins

Vissulega hafa vandræði nokkurra skuldsettra og illa rekinna Suður-Evrópuríkja verið vatn á myllu andstæðinga ESB aðildar. Slíkt skrum er hinsvegar skammvinnt enda mun sambandið koma sterkara og samhentara út úr kreppunni en nokkru sinni fyrr.

Af samhenginu er ekki ljóst hver ber ábyrgð á ,,skruminu," en Björgvin er með það á hreinu að Berlusconi og félagar bjargi ástandinu. Ekki nóg með það heldur segir fyrrum viðskiptaráðherra að skamma stund taki að koma málefnum Evrópusambandisns í ásættanlegt horf.

Flestir sérfræðingar erlendis gera ráð fyrir að evru-krísan standi yfir í nokkur ár og telja tvísýnt að gjaldmiðlasamstarfið um evruna standi fárið af sér.

En Bjöggi veit best eins og í september 2008; hlustum á Sex Pistols og lokum augunum fyrir óþægilegum staðreyndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin G.

Einn alframbærilegasti maður samfylkingarinnar!

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 18:54

2 identicon

Aumingja Björgvin G.

Er sammála "jonasgeir" hér að ofan að "Nýji Björgvin G." er einhver alframbærilegasti maður Samfylkingarinnar í því að rústa fylgi þessa vesæla flokks og tiltrú þjóðarinnar á þessum rugludöllum !

Þessi maður er greinilega ekki að meta ástandið rétt hvorki hjá þjóðinni eða hjá ESB eða heimsmálunum frekar en haustið 2008 þegar hann smellti sér á hljómleikana með SEX PISTOLS !

Það er ekki nóg að skipta um Armani jakkaföt og kennitölu Björgvin G. en halda samt áfram að vera algerlega sami veruleikafyrrti Samfylkingarspeninn eins og þessi grein hans ber glöggt vitni um !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 19:43

3 identicon

Álit mitt á Björgvini hefur stórlega aukist.

Gunnar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband