Klíkubræður í SA og ASÍ maka krókinn á kostnað launafólks

Lífeyrissjóðirnar voru notaðir af útrásarauðmönnum í margvíslegt brask. Klíkubræður aðila vinnumarkaðarins, úr SA og ASÍ, tóku virkan þátt í braskinu í stað þess að ávaxta peninga launafólks á öruggan hátt.

Lífeyrissjóðirnar hafa staðið gegn því eftir hrun að setja í gjaldþrot ónýt útrásarfyrirtæki eins og Existu. Gjaldþrot fæli í sér að lífeyrissjóðir yrðu að bókfæra tapið sem núna stendur sem eign í bókhaldinu.

Klíkubræðralag SA og ASÍ í lífeyrissjóðum landsins verður að brjóta á bak aftur. Hálaunaliðið sem lifir á peningum launþega lærði ekki sína lexíu í hruninu og hefur ekkert gert til að bæta fyrir óráðsíuna. 

Lífeyrissjóðir starfa samkvæmt lögum og þeim þarf að breyta áður en klíkubræðralagið rústar endanlega lífeyrissjóðunum. 


mbl.is Töpuðu milljörðum á N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Tek undir hvert orð með þér Páll.   Það verður að fjarlægja forystumenn samtaka atvinnulífsins og samtaka launafólks úr lífeyrissjóðunum áður en þeim tekst endanlega að eyðileggja þá.   Það er öllum sem hafa augu og eyru opin að svona mál eiga eftir að verða mörg og tapið gríðarlegt.  

Það þarf nauðsynlega að upplýsa fólk nákvæmlega um hvaða lífeyrissjóðir eiga í hlut.  Ég fékk áðan í hendur fréttabréf Lífeyrissjóðs verslunarmanna þar sem eina erindið er að hvítþvo hendur sínar af N1 og fullyrða að sá sjóður hafi ekki tapað.  Hversu miklu tapaði Gildi ?  Lífeyrissjóðurinn þar sem stjórnarformaðurinn er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og sami sjóður og hingað til hefur ekki mátt heyra minnst á að skipta um stjórnarmenn þrátt fyrir að tvisvar sé búið að lækka réttindagreiðslur og hvert málið á fætur öðru sé að koma upp á yfirborðið.   Hversu mikið af þessum 4,4 milljörðum féll á þennan eina sjóð ?  Upplýsingar takk !

Jón Óskarsson, 13.8.2011 kl. 11:33

2 identicon

Ég gæti látið mér detta í hug, að lífeyrissjóðir takmarki mjög hlutabréfabrask, eins og algengt mun vera erlendis, láni frekar gegn áþreifanlegum veðum. En Páll kallar eftir lagabreytingum. Hverjar eru þær helztar?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 12:56

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í grófum dráttum koma tvær leiðir til greina í málefnum lífeyrissjóða. í fyrsta lagi að þrengja möguleika þeirra á fjárfestingum og binda í lög nákvæmar starfsskyldur stjórna og starfsmanna sjóða. Í öðru lagi að sprengja kerfið með því að markaðsvæða það þannig sérhver einstaklingur sé skuldbundinn að hafa lífeyrisreikning en sá reikningur geti nánast verið hjá hvaða fjársýslustofnun sem vera skal; banka, sparisjóði, Íbúðarlánasjóði, tryggingafélögum og svo framvegis.

Páll Vilhjálmsson, 13.8.2011 kl. 13:24

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Taka ber Lífeyrissjóðina eignarnámi til Eftirlaunasjóðs ríkisins. Núna! Hluti skatta og auðlindagjald gangi svo til Eftirlaunasjóðs ríkisins. 100 MA. dugir til að eftirlaunaþegar geti haft það stórum betur, marfalt raunar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.8.2011 kl. 14:37

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hjartanlega sammála Páll.  Það verður með einhverjum hætti að gjörbreyta þessu kerfi.  Svona mikil peningasöfnun hefur alltaf í för með sér sukk og svínarí og færir örfáum mönnum gríðarleg völd við það að valsa með eigur annarra. Menn slá um sig og segja að þetta  lífeyrissjóðakerfi okkar sé eitt það besta í heiminum. Það segja líka sumir um kvótakerfið. Að mínu viti eru bæði þessi kerfi ofboðslega góð fyrir fáa en afleit fyrir hinn venjulega þjóðfélagsþegn. Þær raddir heyrast líka þar sem gild rök eru færð fyrir því að þetta standist ekki til framtíðar. Ég hef spurt alþingismenn um hvort skoðað hafi verið hvernig gegnumstreymiskerfi komi út en fékk þau svör að þeir vissu ekki til að það hafi verið reiknað út.

Þórir Kjartansson, 13.8.2011 kl. 15:19

6 Smámynd: Jón Óskarsson

@Kristján.  Nei takk.  Ekki meira eignarnám ríkisins.  Það máheldur ekki þjappa lífeyrissjóðum í landinu niður í einn til tvo.  Hæfilegur fjöldi gæti verið 5-10.  Breytingar þurfa að eiga sér stað og ég tel að margt í tillögum Páls hér að framan sé eitthvað skoða þurfi.   Launagreiðslur til stjórna og stjórnenda lífeyrissjóðanna er eitthvað sem er úr öllum takt við þá fjármuni sem sjóðirnir eru að ávaxta og í engu samræmi við ábyrgðir þeirra einstaklinga sem að þessum störfum koma.

Jón Óskarsson, 13.8.2011 kl. 17:25

7 Smámynd: drilli

hver var nú stjórnarformaður N1 eða BNT þegar grunnurinn var lagður að snilldargjörningum þessum að selja lífeyrissjóðum ónýta pappíra? Kannski einhver sem er laus við allar klíkur? Það breytir víst engu héðan af því vindhaninn sá snérist gegn ESB viðræðum og veitist þar með syndaaflausn að eilífu amen.

drilli, 17.8.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband