Jón Bjarnason: aðildarsinnar eru tilfinningaverur

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mætir aðildarsinnum úr röðum stjórnarsinna með skilningi, einkum þeim tilfinningaverum sem blanda saman hvalveiðum og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Jón er maður að meiri að hafa samúð með fólki eins og Árna Þór Sigurðssyni, Álfheiði Ingadóttur, Merði Árnasyni og Ólínu Þorvarðardóttur.

Í ljósi óheillavænlegrar stöðu vinstrimanna gæti verið kominn grunnur að nýjum stjórnmálaflokki. 

Tilfinningaflokkurinn, sem styður aðild að ESB og er á móti hvalveiðum, myndi áreiðanlega sópa til sín fylgi - úr kaffihúsum í Reykjavík 101.


mbl.is Hvalveiðar tilfinningamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tilfinningaflokkurinn vill afneita eðli sínu. Næring hans fer betur í maga ef mjólkin, eggin, beikonið, fiskurinn, kjötið, kornið og grænmetið er framleitt í næsta stórmarkaði. Jafnvel kaffið er bara eitthvað kaffi; ekki afurð lifandi jurtar.

Hvali á að friða vegna þess að fæstir sjá hvað þeir éta og hversu mikið af því - og allir vita að þeir drekka ekki kaffi. Svo vitað sé?

Kolbrún Hilmars, 12.8.2011 kl. 18:59

2 identicon

Jón Bjarnason er óhæfur sem þingmaður, hvað þá ráðherra.

Maðurinn kemur ekki frá sér setningu á óbrenglaðri íslensku og makalaust er að hann hafi áður tengst menntakerfinu.

Eða kannski skýrir það hvernig komið er fyrir menntamálum þjóðarinnar.

Jón Bjarnason er ofstýringarmaður og ruddafenginn í framkomu.

Kjósendur VG bera ábyrgð á þessum manni og Samfylkingin ber ábyrgð á honum sé treyst fyrir mikilvægu ráðherraembætti.

Áfram sogast íslenskt stjórnmál niður í hyldýpið.

Rósa (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 19:20

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rósa, mælgin er enginn mælikvarði á hæfni ráðherra. ÞAÐ ættum við þó að hafa lært á síðustu tveim árum ef við vissum það ekki áður.

Kolbrún Hilmars, 12.8.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband