Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Vælið og veruleikinn
Iðnaðarmenn eru að störfum úti um borg og bý, líklega á lægri taxta en 2007 og sennilega taka þeir ekki tvo til þrjá mánuði í haustfrí lengur. Afli á Íslandsmiðum er góður, álverð hefur verið hátt, atvinnuleysið var undir sjö prósentum þegar síðast var mælt og engar hópuppsagnir voru tilkynnar í síðasta mánuði.
Gósentíð útrásarára með tilheyrandi hálfvitahætti kemur ekki í bráð, þótt sumir forstjórar halda dauðahaldi í þá blekkingu.
Þjóðfélagið þarf tíma til að rétta sig við eftir hrun, stinga þeim í tukthús er þar eiga heima og finna nýja atvinnurekendur fyrir gjaldþrota fyrirtæki.
Veruleikinn er sem sagt heldur skárri en samfélagsvælið gefur til kynna.
Athugasemdir
Hér gætir óskhyggju:
Stinga þeim í tukthús er þar eiga heima:
Ekkert hefur gerst markvert í þeim málum sem lúta að glæpalýðnum sem setti þjóðfélagið á hausinn. Engar líkur eru á að þeir menn verði fangelsaðir.
Finna nýja atvinnurekendur fyrir gjaldþrota fyrirtæki:
Ekki beint. Eigendum gjaldþrota fyrirtækja er hjálpað að halda eigum sínum með afskriftum. Leppun er óspart beitt enda nýtur glæpalýðurinn verndar pólitískra yfirboðara á Íslandi, einkum í Samfylkingunni.
Ég get amk ekki tekið undir þessa lýsingu Páls.
Karl (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 15:54
Efnahagsböðlar evrópusambandsins njóta verndar vinstri stjórnarinnar það er orðið deginum ljósara hvað segir Ögmundur dómsmálaráðherra við því er hann að hlífa vinum sínum vintra megin?
Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 17:47
Páll vitnar vissulega rétt í mælingu á atvinnuleysi, sem hins vegar hefur verið rengd, því að forsendur hennar nái ekki yfir allt það atvinnuleysi, sem þrátt fyrir mikinn landsflótta sé enn á Íslandi. Við skulum að minnsta kosti bíða með húrrahróp fram á haust, þegar tími sumarframkvæmda er liðinn. Atvinnuleysi er reyndar miklu dýrara fyrir stórskulduga þjóð en sæmilega stönduga.
Auk þess sé ég eftir matnum ofan í útrásarvíkinga, ef draumurinn er að geyma þá á letigarðinum. Þeir mega dúsa þar í boði Páls, ekki mínu.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 20:19
Auðvitað verða glæpamenn að dúsa í fangelsi. Dómsmál og fangelsismál kosta eðli málsins samkvæmt og fyrir öryggi hinna. Hvað ætli það væri mikið dýrara fyrir landið að hafa þá lausa valdandi skemmdarverkum? Og þá meina ég ekki bara peningalegu hliðina. Viljum við löglaust land?? Nei, inn með þá.
Elle_, 12.8.2011 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.